Rétt vinnubrögð geta skipt sköpum um það hver eftirköstin verða fyrir samfélagið Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. apríl 2020 13:00 Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það má alveg búast við því að svona ástand í þjóðfélaginu muni fjölga þjónustuþegum hjá VIRK þegar frá líður,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK aðspurð um ástandið. „Nú þegar hafa fjöldi manns misst vinnuna og sá hópur gæti því miður farið stækkandi. Þessi hópur fær að sjálfsögðu aðstoð frá Vinnumálastofnun en ef heilsubrestur fylgir í kjölfar langvarandi atvinnuleysis þá má reikna með að hluti þessa hóps þurfi á þjónustu VIRK að halda,“ bætir Vigdís við. Að hennar sögn þarf að huga sérstaklega að stéttum sem eru í framlínunni núna eins og heilbrigðistéttir, kennarar og verslunarfólk. Þá þarf líka að styðja við þá sem standa höllum fæti fyrir heilsufarslega og fjárhagslega. Vigdís segir VIRK tilbúið til að koma að því verkefni með vinnustöðum að draga úr eftirköstum þegar þessu mikla álagstímabili lýkur. Krísustjórnun, áfallahjálp fyrir vinnustaði og mögulegt brottfall af vinnumarkaði í kjölfar kórónuveiru og efnahagshruns eru til umfjöllunar í Atvinnulífinu á Vísi í dag. 13 vinnustaðir prufukeyra heilsueflandi viðmið „Álagið er mikið núna, sérstaklega á þeim starfstéttum sem nú standa í framlínunni, en það verður vonandi tímabundið. Þegar þetta erfiða ástand er gengið yfir þá þurfa vinnustaðirnir og samfélagið allt að gæta sérstaklega að velferð þessara starfsstétta,“ segir Vigdís og bætir við „Rétt vinnubrögð í kjölfarið á þessu mikla álagstímabili geta skipt sköpum um það hver eftirköstin verða fyrir samfélagið til lengdar.“ Nýverið var er forvarnarverkefninu VelVIRK hleypt var af stokkunum en þar er markmiðið að vinna gegn brottfalli af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Það eigi ekki síður við um heilsubrest vegna álagstengdra einkenna. „Einn þáttur þess er vefsíðan velvirk.is þar sem finna má hollráð og bjargráð sem vonandi hjálpa til við að glíma við ástandið. Annar þáttur verkefnisins sem er í samvinnu við Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið eru heilsueflandi viðmið fyrir vinnustað.“ Að sögn Vigdísar eru heilsueflandi viðmiðin nú þegar komin í prufukeyrslu hjá 13 vinnustöðum en markmiðið er að klára gerð viðmiðanna endanlega í lok þessa árs. Hrun I og hrun II: Nú tölum við um tilfinningar Lítið var rætt um líðan fólks í kjölfar bankahruns en nokkrum árum síðar fóru þær umræður að aukast töluvert, meðal annars umræður um kulnun. Þessu horfir öðruvísi við í dag, mikið er fjallað um líðan og heilsu fólks og áhersla lögð á að fólk reyni að halda í gleðina. Afleiðingar bankahrunsins tóku mörg ár að koma fram og sú aukning sem varð á þjónustuþegum VIRK 10 árum eftir bankahrun gæti jafnvel hafa verið afleiðing þess þannig að skjót og markviss viðbrögð núna vinna með okkur þegar til langs tíma er litið.“ segir Vigdís. Vigdís segir mikilvægt að líta til þeirra sem eru í framlínunni núna, til dæmis heilbrigðstétta, kennara og verslunarfólks og gæta þess að unnið verði úr þessum álagstímum með þeim í framhaldinu þegar mesta álaginu léttir.Vísir/Þorkell Þorkelsson En hv að getum við lært af bankahruninu þannig að færri detti af vinnumarkaði í kjölfar kórónuveirunnar? „Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur verið að kynna eru margar hverjar bein afleiðing af lærdómi úr bankahruninu og þær munu væntanlega lágmarka skaðann að einhverju leyti,“ segir Vigdís og bætir við „Mikilvægt er að atvinnulífið og stjórnvöld vinni áfram markvist að því vinna gegn því að fólk falli út af vinnumarkaði núna. En það þarf ekki síður að hugsa til framtíðar þegar ástandið er gengið yfir.“ Vigdís telur ekkert ólíklegt að áfallið af kórónuveirunni muni hafa varanleg áhrif á vinnumarkaðinn og fyrirkomulag vinnu í framtíðinni. Kannski munu fyrirtæki og stofnanir endurskoða vinnufyrirkomulag sitt að einhverju leiti og það kann að vera skynsamlegt að skipuleggja það vel hvernig snúið er aftur til fyrri starfa eftir áfall sem þetta,“ segir Vigdís og bætir við „Þá er mikilvægt að huga að því að vinnuaðstæður séu góðar og starfsfólk fái nægjanlegan stuðning.“ Aðspurð um það hvort hún telji einhverja starfshópa umfram aðra þurfa sérstakan stuðning og minnkun á álagi bendir Vigdís sérstaklega á fólk sem stendur höllum fæti bæði heilsufarslega og fjárhagslega. Hún bendir samt einnig sérstaklega á fólk í framlínustörfum og umönnunarstörfum. „Þá er líka mjög mikilvægt að líta til þeirra stétta sem eru í framlínunni núna, til dæmis heilbrigðstétta, kennara og verslunarfólks, styðja þær sem best nú og gæta þess að unnið verði úr þessum álagstímum með þeim í framhaldinu þegar mesta álaginu léttir,“ svarar Vigdís. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægt að innleiða áfallahjálp í daglega rútínu vinnustaða Doktor Sigríður Björk Þormar segir vinnustaði geta gripið inn í með áfallahjálp á margvíslegan hátt og að slíkt inngrip þurfi alls ekkert að vera svo flókið né kostnaðarsamt. 1. apríl 2020 10:00 Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
„Það má alveg búast við því að svona ástand í þjóðfélaginu muni fjölga þjónustuþegum hjá VIRK þegar frá líður,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK aðspurð um ástandið. „Nú þegar hafa fjöldi manns misst vinnuna og sá hópur gæti því miður farið stækkandi. Þessi hópur fær að sjálfsögðu aðstoð frá Vinnumálastofnun en ef heilsubrestur fylgir í kjölfar langvarandi atvinnuleysis þá má reikna með að hluti þessa hóps þurfi á þjónustu VIRK að halda,“ bætir Vigdís við. Að hennar sögn þarf að huga sérstaklega að stéttum sem eru í framlínunni núna eins og heilbrigðistéttir, kennarar og verslunarfólk. Þá þarf líka að styðja við þá sem standa höllum fæti fyrir heilsufarslega og fjárhagslega. Vigdís segir VIRK tilbúið til að koma að því verkefni með vinnustöðum að draga úr eftirköstum þegar þessu mikla álagstímabili lýkur. Krísustjórnun, áfallahjálp fyrir vinnustaði og mögulegt brottfall af vinnumarkaði í kjölfar kórónuveiru og efnahagshruns eru til umfjöllunar í Atvinnulífinu á Vísi í dag. 13 vinnustaðir prufukeyra heilsueflandi viðmið „Álagið er mikið núna, sérstaklega á þeim starfstéttum sem nú standa í framlínunni, en það verður vonandi tímabundið. Þegar þetta erfiða ástand er gengið yfir þá þurfa vinnustaðirnir og samfélagið allt að gæta sérstaklega að velferð þessara starfsstétta,“ segir Vigdís og bætir við „Rétt vinnubrögð í kjölfarið á þessu mikla álagstímabili geta skipt sköpum um það hver eftirköstin verða fyrir samfélagið til lengdar.“ Nýverið var er forvarnarverkefninu VelVIRK hleypt var af stokkunum en þar er markmiðið að vinna gegn brottfalli af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Það eigi ekki síður við um heilsubrest vegna álagstengdra einkenna. „Einn þáttur þess er vefsíðan velvirk.is þar sem finna má hollráð og bjargráð sem vonandi hjálpa til við að glíma við ástandið. Annar þáttur verkefnisins sem er í samvinnu við Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið eru heilsueflandi viðmið fyrir vinnustað.“ Að sögn Vigdísar eru heilsueflandi viðmiðin nú þegar komin í prufukeyrslu hjá 13 vinnustöðum en markmiðið er að klára gerð viðmiðanna endanlega í lok þessa árs. Hrun I og hrun II: Nú tölum við um tilfinningar Lítið var rætt um líðan fólks í kjölfar bankahruns en nokkrum árum síðar fóru þær umræður að aukast töluvert, meðal annars umræður um kulnun. Þessu horfir öðruvísi við í dag, mikið er fjallað um líðan og heilsu fólks og áhersla lögð á að fólk reyni að halda í gleðina. Afleiðingar bankahrunsins tóku mörg ár að koma fram og sú aukning sem varð á þjónustuþegum VIRK 10 árum eftir bankahrun gæti jafnvel hafa verið afleiðing þess þannig að skjót og markviss viðbrögð núna vinna með okkur þegar til langs tíma er litið.“ segir Vigdís. Vigdís segir mikilvægt að líta til þeirra sem eru í framlínunni núna, til dæmis heilbrigðstétta, kennara og verslunarfólks og gæta þess að unnið verði úr þessum álagstímum með þeim í framhaldinu þegar mesta álaginu léttir.Vísir/Þorkell Þorkelsson En hv að getum við lært af bankahruninu þannig að færri detti af vinnumarkaði í kjölfar kórónuveirunnar? „Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur verið að kynna eru margar hverjar bein afleiðing af lærdómi úr bankahruninu og þær munu væntanlega lágmarka skaðann að einhverju leyti,“ segir Vigdís og bætir við „Mikilvægt er að atvinnulífið og stjórnvöld vinni áfram markvist að því vinna gegn því að fólk falli út af vinnumarkaði núna. En það þarf ekki síður að hugsa til framtíðar þegar ástandið er gengið yfir.“ Vigdís telur ekkert ólíklegt að áfallið af kórónuveirunni muni hafa varanleg áhrif á vinnumarkaðinn og fyrirkomulag vinnu í framtíðinni. Kannski munu fyrirtæki og stofnanir endurskoða vinnufyrirkomulag sitt að einhverju leiti og það kann að vera skynsamlegt að skipuleggja það vel hvernig snúið er aftur til fyrri starfa eftir áfall sem þetta,“ segir Vigdís og bætir við „Þá er mikilvægt að huga að því að vinnuaðstæður séu góðar og starfsfólk fái nægjanlegan stuðning.“ Aðspurð um það hvort hún telji einhverja starfshópa umfram aðra þurfa sérstakan stuðning og minnkun á álagi bendir Vigdís sérstaklega á fólk sem stendur höllum fæti bæði heilsufarslega og fjárhagslega. Hún bendir samt einnig sérstaklega á fólk í framlínustörfum og umönnunarstörfum. „Þá er líka mjög mikilvægt að líta til þeirra stétta sem eru í framlínunni núna, til dæmis heilbrigðstétta, kennara og verslunarfólks, styðja þær sem best nú og gæta þess að unnið verði úr þessum álagstímum með þeim í framhaldinu þegar mesta álaginu léttir,“ svarar Vigdís.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægt að innleiða áfallahjálp í daglega rútínu vinnustaða Doktor Sigríður Björk Þormar segir vinnustaði geta gripið inn í með áfallahjálp á margvíslegan hátt og að slíkt inngrip þurfi alls ekkert að vera svo flókið né kostnaðarsamt. 1. apríl 2020 10:00 Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Hægt að innleiða áfallahjálp í daglega rútínu vinnustaða Doktor Sigríður Björk Þormar segir vinnustaði geta gripið inn í með áfallahjálp á margvíslegan hátt og að slíkt inngrip þurfi alls ekkert að vera svo flókið né kostnaðarsamt. 1. apríl 2020 10:00
Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00