Enski boltinn

Coutinho viðurkennir við vini sína að kveðjuorð Klopp séu nú hans sannleikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho hlustaði ekki á Jürgen Klopp og vildi fara frá Liverpool. Hann sér eftir því í dag.
Philippe Coutinho hlustaði ekki á Jürgen Klopp og vildi fara frá Liverpool. Hann sér eftir því í dag. Getty/ Catherine Ivill

Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims.

Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð.

 Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger

Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum.

Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku.

Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans.

Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan.

Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans.

Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór.

Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur.

„Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×