Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 16:25 Loftmengun í Kænugarði í Úkraínu var ein sú mesta í heiminum í apríl. Yfirvöld ráðlögðu borgarbúum þá að halda sig inni við með lokaða glugga. WHO telur loftmengun ábyrga fyrir milljónum dauðsfalla á hverju ári. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira