Enski boltinn

Búningastjóri Liverpool útskýrir hvers vegna Alexander-Arnold spilar í treyju númer 66

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent í treyju sinni, númer 66.
Trent í treyju sinni, númer 66. getty

Lee Radcliffe er ekki nafn sem margir þekkja. Lee er búningastjóri hjá Liverpool en hann var í viðtali við heimasíðu Evrópumeistarana á dögunum þar sem hann fór um nokkur treyju númer, þar á meðal númer Trent Alexander-Arnold sem spilar í treyju númer 66.

Margir hafa undrað sig á númeri Trent en hann hefur verið með númer 66 frá því að hann braust inn í aðallið félagsins. Hann hefur ekki skipt um númer eins og margir gera en búningastjórinn útskýrði númerið á dögunum.

„Þegar ungur leikmaður kemur frá akademíunni þá gefum við þeim vísandi hætt númer. Við viljum ekki geaf þeim lágt númer svo þeir haldi ekki að þeir séu búnir að slá í gegn strax, ef þú veist hvert ég er að fara,“ sagði búningastjórinn við heimasíðu félagsins.

„Þú velur þetta númer því það er laust og í kringum það númer sem þú hugsar að hann fái þetta númer því hann var bara koma inn í liðið. Þegar þú sérð hann lyfta bikurum og fagna í búningi númer 66 er merkileg tilfinning og ég get ekki útskýrt hana.“

Trent hefur verið algjörlega magnaður fyrir Liverpool frá því að hann braust inn í aðalliðið en hann kemur til greina sem besti ungi leikmaður ársins á Englandi. Óvíst er þó að verðlaunin verði veitt vegna kórónuveirunnar.

„Það er skrýtið að sjá svona hátt númer og að einhver sé sáttur við það! Leikmaður eins og Trent er bara ánægður að vera í kringum fyrsta liðið og eðlilega fattar ekki hversu góður hann er. Hann spyr aldrei um neitt, til þess að vera hreinskilinn,“ sagði búningastjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×