Segir heiminn þurfa að búa sig undir næsta heimsfaraldur Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2020 11:00 Bill Gates, stofnandi Microsoft, segir langt í að hagkerfi heimsins jafni sig á Covid-19. Mikilvægt sé að undirbúa heiminn strax undir næsta heimsfaraldur. Vísir/Getty Fjárfestirinn og frumkvöðullinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, telur að Evrópa, Austur Asía og Norður Ameríka nái að stærstum hluta tökum á kórónufaraldrinum í lok þessa mánaðar. Að hans mati er þó langt í land með að samfélög hverfi aftur til fyrra horfs. Segist hann sjálfur þeirrar skoðunar að ekkert verði eðlilegt á ný fyrr en stór hluti jarðarbúa hefur verið bólusettur gegn veirunni. Fram að þeim tíma muni fólk ekki fjölmenna á flugvöllum, leikvöngum né annars staðar þar sem margt fólk kemur saman og skipti þá engu máli þótt stjórnvöld reyni hvað þau geti til að aflétta höftum og létta á efnahag. Að mati Gates verður hagkerfi heimsins áfram í lægð þar sem eftirspurn verður lítil sem engin og fólk verður fastheldið á eigin neyslu. Af þessu leiðir, telur Gates mikilvægt að heimurinn búi sig strax undir næsta heimsfaraldur. Þetta kemur fram í grein eftir Gates sem birt var á vefsíðu Economist í síðustu viku. Gates lýsir þar yfir áhyggjum sínum af fátækari löndum sem eru illa í stakk búin til að sinna atvinnu í fjarvinnu, fjarlægðarmörk eru erfiðari og smithættur margar. Nefnir hann sem dæmi að ef Covid-19 gat sett heilbrigðiskerfi New York borgar á hliðina, þurfi varla að spyrja um ástandið í Afríku. Óttast Gates að milljónir geti látist í Afríkuríkjum nema til komi aðstoð frá ríkari þjóðum. Í upphafsorðum greinarinnar spáir Gates því að það tímabil sem við erum að upplifa núna, verði í sögubókum framtíðarinnar aðeins einn af þremur hlutum þess tímabils sem heimurinn mun fara í gegnum vegna Covid-19. Nefnir þrjár vísindalegar framfarir Í grein sinni spáir Gates því að á næstu árum muni vísindamenn ná þremur mikilvægum áföngum í rannsóknum og þróun veirusvarna. Fyrst ber að nefna bóluefni gegn Covid-19 sem hann vonast sjálfur til að verði komið á síðara hluta árs 2021 og þá þannig að bóluefninu verði hægt að dreifa um allan heim. Þá muni vísindamenn ná mun meiri færni til greiningar á sjúkdómum. Þessi færni muni jafnvel nýtast til greiningar á mörgum öðrum sjúkdómum þar sem mun meira fjármagn verður nú sett í að rannsaka og þróa greiningartækni og skimun. Loks nefnir Gates heimaprófanir sambærilegar og óléttupróf, sem hann telur að verði orðið að veruleika áður en næsti heimsfaraldur brýst út. Fólk muni þó ekki þurfa að pissa á greiningarmæla heldur taki sín eigin sýni úr nösum. Allt verður fyrir áhrifum Að mati Gates mun svo margt annað þróast og breytast líka í kjölfar kórónuveirunnar, sem þó komi vísindunum ekkert við. Þar nefnir hann sem dæmi að tölvuleikir muni breytast og í stað þess að vera stríðsleikir, verði til leikir sem snúast um veirusmit og varnir. Þá muni þjóðir heimsins bregðast við með sambærilegum hætti og eftir seinni heimstyrjöldina sem meðal annars leiddi til stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Spáir Gates því að í kjölfar Covid-19 muni þjóðir heimsins sameinast meira um rekstur stofnana til að hafa uppi eftirlit og varnir gegn veirum. Að hans mati þarf mikilvægasta breytingin þó að fela það í sér að heimurinn sameinist um það að aðgerðir og ávinningar í baráttunni gegn heimsfaraldri nýtist öllum þjóðum, ríkum sem fátækum. Gates lýkur greinaskrifum sínum með því að vitna í orð Winston Churchill úr ræðu sem Churchill flutti 10.nóvember árið 1942, þegar Bretar höfðu náð einum af sínum fyrstu sögulegu stórsigrum í stríði við Þjóðverja. „Þetta eru ekki endirinn. Þetta er ekki einu sinni upphafið að endinum. En kannski er þetta endirinn á upphafinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Fjárfestirinn og frumkvöðullinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, telur að Evrópa, Austur Asía og Norður Ameríka nái að stærstum hluta tökum á kórónufaraldrinum í lok þessa mánaðar. Að hans mati er þó langt í land með að samfélög hverfi aftur til fyrra horfs. Segist hann sjálfur þeirrar skoðunar að ekkert verði eðlilegt á ný fyrr en stór hluti jarðarbúa hefur verið bólusettur gegn veirunni. Fram að þeim tíma muni fólk ekki fjölmenna á flugvöllum, leikvöngum né annars staðar þar sem margt fólk kemur saman og skipti þá engu máli þótt stjórnvöld reyni hvað þau geti til að aflétta höftum og létta á efnahag. Að mati Gates verður hagkerfi heimsins áfram í lægð þar sem eftirspurn verður lítil sem engin og fólk verður fastheldið á eigin neyslu. Af þessu leiðir, telur Gates mikilvægt að heimurinn búi sig strax undir næsta heimsfaraldur. Þetta kemur fram í grein eftir Gates sem birt var á vefsíðu Economist í síðustu viku. Gates lýsir þar yfir áhyggjum sínum af fátækari löndum sem eru illa í stakk búin til að sinna atvinnu í fjarvinnu, fjarlægðarmörk eru erfiðari og smithættur margar. Nefnir hann sem dæmi að ef Covid-19 gat sett heilbrigðiskerfi New York borgar á hliðina, þurfi varla að spyrja um ástandið í Afríku. Óttast Gates að milljónir geti látist í Afríkuríkjum nema til komi aðstoð frá ríkari þjóðum. Í upphafsorðum greinarinnar spáir Gates því að það tímabil sem við erum að upplifa núna, verði í sögubókum framtíðarinnar aðeins einn af þremur hlutum þess tímabils sem heimurinn mun fara í gegnum vegna Covid-19. Nefnir þrjár vísindalegar framfarir Í grein sinni spáir Gates því að á næstu árum muni vísindamenn ná þremur mikilvægum áföngum í rannsóknum og þróun veirusvarna. Fyrst ber að nefna bóluefni gegn Covid-19 sem hann vonast sjálfur til að verði komið á síðara hluta árs 2021 og þá þannig að bóluefninu verði hægt að dreifa um allan heim. Þá muni vísindamenn ná mun meiri færni til greiningar á sjúkdómum. Þessi færni muni jafnvel nýtast til greiningar á mörgum öðrum sjúkdómum þar sem mun meira fjármagn verður nú sett í að rannsaka og þróa greiningartækni og skimun. Loks nefnir Gates heimaprófanir sambærilegar og óléttupróf, sem hann telur að verði orðið að veruleika áður en næsti heimsfaraldur brýst út. Fólk muni þó ekki þurfa að pissa á greiningarmæla heldur taki sín eigin sýni úr nösum. Allt verður fyrir áhrifum Að mati Gates mun svo margt annað þróast og breytast líka í kjölfar kórónuveirunnar, sem þó komi vísindunum ekkert við. Þar nefnir hann sem dæmi að tölvuleikir muni breytast og í stað þess að vera stríðsleikir, verði til leikir sem snúast um veirusmit og varnir. Þá muni þjóðir heimsins bregðast við með sambærilegum hætti og eftir seinni heimstyrjöldina sem meðal annars leiddi til stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Spáir Gates því að í kjölfar Covid-19 muni þjóðir heimsins sameinast meira um rekstur stofnana til að hafa uppi eftirlit og varnir gegn veirum. Að hans mati þarf mikilvægasta breytingin þó að fela það í sér að heimurinn sameinist um það að aðgerðir og ávinningar í baráttunni gegn heimsfaraldri nýtist öllum þjóðum, ríkum sem fátækum. Gates lýkur greinaskrifum sínum með því að vitna í orð Winston Churchill úr ræðu sem Churchill flutti 10.nóvember árið 1942, þegar Bretar höfðu náð einum af sínum fyrstu sögulegu stórsigrum í stríði við Þjóðverja. „Þetta eru ekki endirinn. Þetta er ekki einu sinni upphafið að endinum. En kannski er þetta endirinn á upphafinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira