Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 10:50 Stjórnvöld í Beijing hafa verið sérlega viðkvæm fyrir allri gagnrýni á viðbrögð þeirra við kórónuveirufaraldrinum sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í desember. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins. Kínversk og rússnesk stjórnvöld voru sökuð um að bera ábyrgð á upplýsingafals um veiruna í skýrslu utanríkisþjónustu Evrópusambandsins á dögunum. Stjórnvöld í Beijing þrýstu á sambandið að breyta skýrslunni fyrir birtingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Kína er á móti því að hver sem er eða hvaða samtök sem eru búa til og dreifi fölskum upplýsingum. Kína er fórnarlamb upplýsingafals, ekki upphafsmaður þess,“ fullyrti Geng Shuang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína á blaðamannafundi í dag. Fjöldi ríkja hefur kallað eftir óháðri rannsókn á veirunni og uppruna hennar. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað slíkum umleitunum og varið viðbrögð sín við faraldrinum af krafti. Geng segir engar afgerandi sannanir fyrir því að veiran hafi átt upptök sín í Kína. Faraldurinn blossaði þó fyrst upp í borginni Wuhan í desember og breiddist þaðan út um allan heim. Alls hafa nú tæplega þrjár milljónir jarðarbúa smitast af veirunni og rúmlega 207.000 manns látið lífið. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins. Kínversk og rússnesk stjórnvöld voru sökuð um að bera ábyrgð á upplýsingafals um veiruna í skýrslu utanríkisþjónustu Evrópusambandsins á dögunum. Stjórnvöld í Beijing þrýstu á sambandið að breyta skýrslunni fyrir birtingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Kína er á móti því að hver sem er eða hvaða samtök sem eru búa til og dreifi fölskum upplýsingum. Kína er fórnarlamb upplýsingafals, ekki upphafsmaður þess,“ fullyrti Geng Shuang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína á blaðamannafundi í dag. Fjöldi ríkja hefur kallað eftir óháðri rannsókn á veirunni og uppruna hennar. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað slíkum umleitunum og varið viðbrögð sín við faraldrinum af krafti. Geng segir engar afgerandi sannanir fyrir því að veiran hafi átt upptök sín í Kína. Faraldurinn blossaði þó fyrst upp í borginni Wuhan í desember og breiddist þaðan út um allan heim. Alls hafa nú tæplega þrjár milljónir jarðarbúa smitast af veirunni og rúmlega 207.000 manns látið lífið.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47