Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2020 09:00 Gullfoss. Vísir/Vilhelm Þessi mánaðamót eru erfið fyrir marga og mikilvægt að styðja við það fólk sem nú er að missa vinnuna, eða missti vinnuna nýverið. Gera þarf ráð fyrir að fregnir um uppsagnir haldi áfram að birtast í fjölmiðlum og stækkandi hópur sér fram á atvinnuleysi á tímum þar sem óvissan er algjör. Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk, ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Víða er hægt að finna góð ráð til að takast á við atvinnuleysi og Atvinnulífið á Vísi hefur fjallað nokkuð um áhrif uppsagna eða kvíða og fleira þessu tengdu. Hér fylgja tíu ráð sem geta hjálpað. 1. Gefðu þér svigrúm fyrir tilfinningaviðbrögðin Það fylgja því miklar tilfinningar að missa vinnuna og mikilvægt fyrir alla að gefa sér tíma og svigrúm fyrir þessar tilfinningar. Leyfa sér að finna hverjar þær eru og skilja að þessar tilfinningar eru eðlilegar. Að gera þetta auðveldar fólki að komast á ákveðinn núllpunkt áður en næsta skeið ævinnar hefst. Hér getur það hjálpað að ræða tilfinningarnar við vini og vandamenn. 2. Mundu að ástandið er tímabundið Óvissan er algjör og útlitið í atvinnulífinu dökkt. En þessi staða er tímabundin og sá tími mun renna upp á ný að hjól atvinnulífsins fara að snúast og ráðningar hefjast á ný. Minntu sjálfan þig á þetta alla daga, jafnvel með því að segja þetta upphátt. 3. Búðu til nýja rútínu Þótt engin sé vinnan er mikilvægt að halda einhverri dagskrá og rútínu. Annað gerir engum gott. Passaðu vel að vakna á sama tíma alla morgna, klæða þig og búa til rútínu fyrir daginn. Hafðu hugfast að þessi nýja rútína getur varað í nokkurn tíma. Þess vegna er það vel þess virði að gefa sér smá tíma í þetta og setja sér markmið. Það getur aukið á stress og vanlíðan að vera ekki með dagskrá eða í rútínu með mat, svefn og fleira. 4. Andleg líðan í forgrunni Það er aldrei jafn áríðandi að huga að andlegum þáttum og einmitt nú þegar staðan virðist hvað dekkst. Nú er gott að finna eitthvað sem hreinlega veitir þér ánægju og gleði og er líklegt til að létta aðeins á huganum, þannig að hann festist ekki í áhyggjum eða hugsunum yfir stöðunni. Hvað getur þú gert, sem eykur á þína vellíðan? Vertu vakandi yfir því að andlega heilsan er verkefni sem gæti reynst erfitt en þarf að vera í forgrunni. 5. Farðu vel yfir fjármálin Peningar eru eitt af því atriði sem fólk hefur almennt mestu áhyggjurnar af. Þegar óvænt atvinnuleysi bankar upp á er mikilvægt að skoða fjármálin strax og leita aðstoðar fyrr en seinna ef blikur eru á lofti næstu mánuði. 6. Sparnaður og breyttur lífstíll Það er ekki nóg að tryggja húsnæðislán eða aðrar greiðsluafborganir um mánaðarmót, breytt staða í fjármálum kallar á breytingar á lífstíl. Að spara við sig í innkaupum fyrir heimilið, endurskoða áskriftir eða lækka kostnað þar sem það er hægt er eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er líka hægt að gera á jákvæðan hátt. Til dæmis með því að setja sér markmið um að draga úr matarsóun, elda oftar úr afgöngum eða endurnýta betur hluti í staðinn fyrir að kaupa nýtt. 7. Facebook dugar ekki Vinnan er fyrir marga er mikilvægur félagslegur þáttur og það getur fylgt því einangrun að verða atvinnulaus. Ekki láta Facebook duga enda sýna myndir þaðan oft ekki raunsæa mynd af lífi fólks. Veldu það frekar að vera í samskiptum við vini, vandamenn og fyrrum samstarfsfélaga. Þegar samkomubanni lýkur er hægt að hittast en þar til þá látum við símann duga. 8. Áhugamálin Hver eru áhugamálin, eru þau til staðar og má bæta í? Golfarar munu til dæmis horfa til sumarsins og treysta á gott veður. En hver eru áhugamálin þín og er mögulega eitthvað sem þig langar að gera en hefur ekki gefið þér tíma til að gera? 9. Að þiggja aðstoð er jákvætt Á tímum eins og þessum má stolt ekki koma í veg fyrir að þú leitir þér aðstoðar. Það þurfa allir hjálp. Að leita sér aðstoðar getur falist í því að tala um tilfinningar, fá aðstoð fyrir fjármálin eða vin til að lesa yfir nýja ferilskrá. Að þiggja aðstoð er gott á tímum sem þessum. 10. Almenn heilsa og reglurnar hans Víðis Loks er það mataræðið, hreyfing og svefn og þá ekki síst það síðastnefnda. Andvökunætur geta tekið við og því er gott að vera meðvitaður/meðvituð um að huga þarf sérstaklega að þessum þætti. Að ná góðum svefni gerir dagsformið betri en ella og dregur úr vanlíðan og streitu. Síðast en ekki síst er að fylgja eftir reglum Víðis og trúa því sem þríeykið hefur boðað um að framundan eru bjartari tímar ef varkárni er gætt í hvívetna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þessi mánaðamót eru erfið fyrir marga og mikilvægt að styðja við það fólk sem nú er að missa vinnuna, eða missti vinnuna nýverið. Gera þarf ráð fyrir að fregnir um uppsagnir haldi áfram að birtast í fjölmiðlum og stækkandi hópur sér fram á atvinnuleysi á tímum þar sem óvissan er algjör. Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk, ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Víða er hægt að finna góð ráð til að takast á við atvinnuleysi og Atvinnulífið á Vísi hefur fjallað nokkuð um áhrif uppsagna eða kvíða og fleira þessu tengdu. Hér fylgja tíu ráð sem geta hjálpað. 1. Gefðu þér svigrúm fyrir tilfinningaviðbrögðin Það fylgja því miklar tilfinningar að missa vinnuna og mikilvægt fyrir alla að gefa sér tíma og svigrúm fyrir þessar tilfinningar. Leyfa sér að finna hverjar þær eru og skilja að þessar tilfinningar eru eðlilegar. Að gera þetta auðveldar fólki að komast á ákveðinn núllpunkt áður en næsta skeið ævinnar hefst. Hér getur það hjálpað að ræða tilfinningarnar við vini og vandamenn. 2. Mundu að ástandið er tímabundið Óvissan er algjör og útlitið í atvinnulífinu dökkt. En þessi staða er tímabundin og sá tími mun renna upp á ný að hjól atvinnulífsins fara að snúast og ráðningar hefjast á ný. Minntu sjálfan þig á þetta alla daga, jafnvel með því að segja þetta upphátt. 3. Búðu til nýja rútínu Þótt engin sé vinnan er mikilvægt að halda einhverri dagskrá og rútínu. Annað gerir engum gott. Passaðu vel að vakna á sama tíma alla morgna, klæða þig og búa til rútínu fyrir daginn. Hafðu hugfast að þessi nýja rútína getur varað í nokkurn tíma. Þess vegna er það vel þess virði að gefa sér smá tíma í þetta og setja sér markmið. Það getur aukið á stress og vanlíðan að vera ekki með dagskrá eða í rútínu með mat, svefn og fleira. 4. Andleg líðan í forgrunni Það er aldrei jafn áríðandi að huga að andlegum þáttum og einmitt nú þegar staðan virðist hvað dekkst. Nú er gott að finna eitthvað sem hreinlega veitir þér ánægju og gleði og er líklegt til að létta aðeins á huganum, þannig að hann festist ekki í áhyggjum eða hugsunum yfir stöðunni. Hvað getur þú gert, sem eykur á þína vellíðan? Vertu vakandi yfir því að andlega heilsan er verkefni sem gæti reynst erfitt en þarf að vera í forgrunni. 5. Farðu vel yfir fjármálin Peningar eru eitt af því atriði sem fólk hefur almennt mestu áhyggjurnar af. Þegar óvænt atvinnuleysi bankar upp á er mikilvægt að skoða fjármálin strax og leita aðstoðar fyrr en seinna ef blikur eru á lofti næstu mánuði. 6. Sparnaður og breyttur lífstíll Það er ekki nóg að tryggja húsnæðislán eða aðrar greiðsluafborganir um mánaðarmót, breytt staða í fjármálum kallar á breytingar á lífstíl. Að spara við sig í innkaupum fyrir heimilið, endurskoða áskriftir eða lækka kostnað þar sem það er hægt er eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er líka hægt að gera á jákvæðan hátt. Til dæmis með því að setja sér markmið um að draga úr matarsóun, elda oftar úr afgöngum eða endurnýta betur hluti í staðinn fyrir að kaupa nýtt. 7. Facebook dugar ekki Vinnan er fyrir marga er mikilvægur félagslegur þáttur og það getur fylgt því einangrun að verða atvinnulaus. Ekki láta Facebook duga enda sýna myndir þaðan oft ekki raunsæa mynd af lífi fólks. Veldu það frekar að vera í samskiptum við vini, vandamenn og fyrrum samstarfsfélaga. Þegar samkomubanni lýkur er hægt að hittast en þar til þá látum við símann duga. 8. Áhugamálin Hver eru áhugamálin, eru þau til staðar og má bæta í? Golfarar munu til dæmis horfa til sumarsins og treysta á gott veður. En hver eru áhugamálin þín og er mögulega eitthvað sem þig langar að gera en hefur ekki gefið þér tíma til að gera? 9. Að þiggja aðstoð er jákvætt Á tímum eins og þessum má stolt ekki koma í veg fyrir að þú leitir þér aðstoðar. Það þurfa allir hjálp. Að leita sér aðstoðar getur falist í því að tala um tilfinningar, fá aðstoð fyrir fjármálin eða vin til að lesa yfir nýja ferilskrá. Að þiggja aðstoð er gott á tímum sem þessum. 10. Almenn heilsa og reglurnar hans Víðis Loks er það mataræðið, hreyfing og svefn og þá ekki síst það síðastnefnda. Andvökunætur geta tekið við og því er gott að vera meðvitaður/meðvituð um að huga þarf sérstaklega að þessum þætti. Að ná góðum svefni gerir dagsformið betri en ella og dregur úr vanlíðan og streitu. Síðast en ekki síst er að fylgja eftir reglum Víðis og trúa því sem þríeykið hefur boðað um að framundan eru bjartari tímar ef varkárni er gætt í hvívetna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira