Toyota og Lexus hafa selt 15 milljónir tvinnbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. maí 2020 07:00 Toyota Prius Plug-In-Hybrid árgerð 2017. Árið 1997 kynnti Toyota Prius fyrst til sögunnar. Það var fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíllinn. Nú hefur Toyota selt 15 milljónir tvinnbíla. Það tók 12 ár að selja fyrstu tvær milljónirnar, eða þangað til í ágúst 2009. Í mars 2013 voru þær orðnar 5 milljónirnar. Eintökin voru orðin 10 milljónir árið 2017 og nú loks 15 milljónir, frá og með janúar á þessu ári. Hugmyndin að baki tvinn-tækni Toyota er sú sama og hún var árið 1997. Kerfin hafa verið bætt og efld til muna í gegnum árin. Prius er ekki lengur eini tvinnbíllinn, tvinn-kerfin hafa verið sett í allt frá hlaðbökum og yfir í jepplinga og jafnvel sportbíla. Rúmlega 2,8 milljónir af þessum 15 eru bílar í Evrópu. Á síðasta ári voru 52% bíla seldra í Evrópu tvinnbílar. Hlutfallið var 63% í Vestur-Evrópu, þar sem mengunarstaðlar eru hvað strangastir í heiminum. Vistvænir bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent
Árið 1997 kynnti Toyota Prius fyrst til sögunnar. Það var fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíllinn. Nú hefur Toyota selt 15 milljónir tvinnbíla. Það tók 12 ár að selja fyrstu tvær milljónirnar, eða þangað til í ágúst 2009. Í mars 2013 voru þær orðnar 5 milljónirnar. Eintökin voru orðin 10 milljónir árið 2017 og nú loks 15 milljónir, frá og með janúar á þessu ári. Hugmyndin að baki tvinn-tækni Toyota er sú sama og hún var árið 1997. Kerfin hafa verið bætt og efld til muna í gegnum árin. Prius er ekki lengur eini tvinnbíllinn, tvinn-kerfin hafa verið sett í allt frá hlaðbökum og yfir í jepplinga og jafnvel sportbíla. Rúmlega 2,8 milljónir af þessum 15 eru bílar í Evrópu. Á síðasta ári voru 52% bíla seldra í Evrópu tvinnbílar. Hlutfallið var 63% í Vestur-Evrópu, þar sem mengunarstaðlar eru hvað strangastir í heiminum.
Vistvænir bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent