Segir Tyrki ekki lengur munu stöðva sýrlenska flóttamenn á leið til Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 11:31 Á landamærum Tyrklands og Grikklands í Pazarkule. AP/Ergin Yildiz Tyrknesk yfirvöld munu ekki lengur stöðva för sýrlenskra flóttamanna sem reyna að ná til Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir háttsettum en ónafngreindum heimildarmanni innan tyrkneska stjórnkerfisins. Fréttirnar koma í kjölfar þess að 33 tyrkneskir hermenn hið minnsta létu lífið í árásum sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Tyrkja ráða ríkjum. BBC segir frá því að tyrkneski herinn hafi í kjölfar árás Sýrlandshers ráðist á um tvö hundruð skotmörk sýrlenska hersins. Búist er við að átökin í norðvesturhluta Sýrlands nú komi til með að leiða til nýrrar öldu flóttamanna til Evrópu. Árið 2016 skuldbundu Tyrkir sig til að stöðva för flóttafólks á leið til Evrópu í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning frá Evrópusambandinu. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í Tyrklandi, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur ítrekað hótað því að opna landamærin. Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanninum að tyrknesk lögregla, strandgæsla og landamæraverðir hafi fengið boð um að hleypa sýrlenskum flóttamönnum á leið til Evrópu í óhindrað í gegn. Þetta hefur þó ekki fengist opinberlega staðfest. Tyrkneski herinn hefur sent þúsundir hermanna til Sýrlands að undanförnu og hefur Erdogan áður hótað því að hefja stórsókn til að stöðva aðgerðir Sýrlandshers í héraðinu. Sýrland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld munu ekki lengur stöðva för sýrlenskra flóttamanna sem reyna að ná til Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir háttsettum en ónafngreindum heimildarmanni innan tyrkneska stjórnkerfisins. Fréttirnar koma í kjölfar þess að 33 tyrkneskir hermenn hið minnsta létu lífið í árásum sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Tyrkja ráða ríkjum. BBC segir frá því að tyrkneski herinn hafi í kjölfar árás Sýrlandshers ráðist á um tvö hundruð skotmörk sýrlenska hersins. Búist er við að átökin í norðvesturhluta Sýrlands nú komi til með að leiða til nýrrar öldu flóttamanna til Evrópu. Árið 2016 skuldbundu Tyrkir sig til að stöðva för flóttafólks á leið til Evrópu í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning frá Evrópusambandinu. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í Tyrklandi, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur ítrekað hótað því að opna landamærin. Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanninum að tyrknesk lögregla, strandgæsla og landamæraverðir hafi fengið boð um að hleypa sýrlenskum flóttamönnum á leið til Evrópu í óhindrað í gegn. Þetta hefur þó ekki fengist opinberlega staðfest. Tyrkneski herinn hefur sent þúsundir hermanna til Sýrlands að undanförnu og hefur Erdogan áður hótað því að hefja stórsókn til að stöðva aðgerðir Sýrlandshers í héraðinu.
Sýrland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45