35% samdráttur í umferð á Hringvegi í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. maí 2020 07:00 Umferðin um Hringveg hefur snarminnkað í kjölfar COVID-19. Umferð um Hringveginn dróst saman um næstum 35% í apríl sem er met. Samdráttur á árinu hefur verið um 18% sem einnig er met. Á Mýrdalssandi hefur samdrátturinn numið tæpum 80%. Umferðin dróst sem áður segir saman um tæp 35% á Hringveginum í apríl, það er miðað við apríl í fyrra, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Tölurnar eru fengnar úr 16 lykilteljurum á Hringvegi. „Svona miklar samdráttartölur hafa ekki sést áður, ekki síðan þessi samantekt hófst. Til að gefa hugmynd um stærðargráðuna þá er þessi samdráttur sex sinnum meiri en í efnahagskreppunni fyrir 10 árum síðan,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Samantektartafla fyrir umferðartölur á Hringvegi í apríl síðustu ár. Mestur samdráttur var á Norðurlandi eða um 60%, en minnstur á svæðinu í grennd við höfuðborgarsvæðið um 23%. Á einstökum stað var samdrátturinn mestur á Mýrdalssandi, eins og áður segir um 80%. Minnsti samdráttur á einstaka stað var við Úlfarsfell, tæp 20% „sem hefði vel dugað í sögu til næsta bæjar ef þetta hefði verið mesti samdrátturinn,“ segir enn frekar á vef Vegagerðarinnar. Árið í heild sinni Samdráttur umferðar um Hringveginn á árinu hefur numið 17,5% sem er ríflega tvöfalt meiri samdráttur en nokkurn tímann hefur áður mælst, síðan þær talningar hófust fyrir um 15 árum síðan. Aftur er mestur samdráttur á Norðurlandi það sem af er ári eða um 34% en minnstur er samdrátturinn við höfuðborgarsvæðið 11%. Augljóst er að áhrif kórónaveirunnar og þess hruns sem hefur verið í komu ferðamanna hefur mikið að segja um umferðatölur. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Umferð um Hringveginn dróst saman um næstum 35% í apríl sem er met. Samdráttur á árinu hefur verið um 18% sem einnig er met. Á Mýrdalssandi hefur samdrátturinn numið tæpum 80%. Umferðin dróst sem áður segir saman um tæp 35% á Hringveginum í apríl, það er miðað við apríl í fyrra, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Tölurnar eru fengnar úr 16 lykilteljurum á Hringvegi. „Svona miklar samdráttartölur hafa ekki sést áður, ekki síðan þessi samantekt hófst. Til að gefa hugmynd um stærðargráðuna þá er þessi samdráttur sex sinnum meiri en í efnahagskreppunni fyrir 10 árum síðan,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Samantektartafla fyrir umferðartölur á Hringvegi í apríl síðustu ár. Mestur samdráttur var á Norðurlandi eða um 60%, en minnstur á svæðinu í grennd við höfuðborgarsvæðið um 23%. Á einstökum stað var samdrátturinn mestur á Mýrdalssandi, eins og áður segir um 80%. Minnsti samdráttur á einstaka stað var við Úlfarsfell, tæp 20% „sem hefði vel dugað í sögu til næsta bæjar ef þetta hefði verið mesti samdrátturinn,“ segir enn frekar á vef Vegagerðarinnar. Árið í heild sinni Samdráttur umferðar um Hringveginn á árinu hefur numið 17,5% sem er ríflega tvöfalt meiri samdráttur en nokkurn tímann hefur áður mælst, síðan þær talningar hófust fyrir um 15 árum síðan. Aftur er mestur samdráttur á Norðurlandi það sem af er ári eða um 34% en minnstur er samdrátturinn við höfuðborgarsvæðið 11%. Augljóst er að áhrif kórónaveirunnar og þess hruns sem hefur verið í komu ferðamanna hefur mikið að segja um umferðatölur.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent