Enski boltinn

Aukið leikjaálag á Manchester liðunum í janúar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þarf að hafa sig allan við að dreifa álaginu
Þarf að hafa sig allan við að dreifa álaginu vísir/Getty

Enska úrvalsdeildin hefur loks sett tímasetningu á leikina sem Manchester liðin léku ekki í fyrstu umferð deildarinnar.

Leikur Burnley gegn Manchester United og leikur Manchester City gegn Aston Villa fóru ekki fram í fyrstu umferð deildarinnar þar sem Manchester liðin fóru lengst enskra liða í Evrópukeppnum síðasta tímabils.

Þessum leikjum hefur nú verið fundin dagsetning sem þýðir að það verður nóg af fótbolta í Manchester borg í janúarmánuði en bæði Man Utd og Man City munu leika að lágmarki átta leiki í janúar.

Leikur Burnley og Manchester United að Turf Moor fer fram þriðjudaginn 12.janúar en Manchester City fær Aston Villa í heimsókn miðvikudaginn 20.janúar. 

Man Utd mun því leika minnst átta leiki í janúarmánuði en við gæti bæst einn leikur fari liðið áfram úr þriðju umferð enska bikarsins. 

Enn er óvíst hvenær leikur Everton og Man City, sem frestað var 30.desember, mun fara fram en mögulega munu lærisveinar Pep Guardiola þurfa að spila tíu leiki í janúarmánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×