Enski boltinn

Fengu nýja eigendur á Gamlársdag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley
Jóhann Berg í leik með Burnley vísir/getty

Töluverðar breytingar urðu á eignarhaldi enska úrvalsdeildarliðsins Burnley á síðasta degi ársins 2020.

Bandaríska fjárfestingarfélagið ALK Capital er nú orðið meirihluta eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley en á síðasta degi ársins 2020 var tilkynnt um kaup fjárfestingarfélagsins á 84% hlut fyrir ríflega 170 milljónir punda.

Yfirtakan hefur verið í pípunum undanfarnar vikur en nýir eigendur félagsins voru tilkynntir stuðningsmönnum á heimasíðu félagsins á Gamlársdag.

Í kjölfar yfirtökunnar tekur hinn hálf-enski Alan Pace við stöðu stjórnarformanns á Turf Moor. Pace þessi er 53 ára gamall Ameríkani sem ólst upp í Bandaríkjunum en á enskan föður. Hann hefur starfað í 20 ár á Wall Street en færði sig yfir í íþróttirnar og var framkvæmdarstjóri Real Salt Lake í bandarísku MLS deildinni um tíma.

Burnley hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2009.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×