Dreymir um öflugt hermikappaksturs samfélag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. janúar 2021 07:01 Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi GT akademíunnar. Vöxtur raf-íþrótta hefur verið sérstaklega mikill í kórónaveirufaladrinum. Hermikappakstur er þar engin undantekning. Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi og framkvæmdastjóri GT Akademíunnar hefur gríðarlegan metnað fyrir því að byggja upp hermikappaksturs samfélagi. Blaðamaður hitti Hinrik á dögunum og tók hann tali um hermikappakstur, GT Akademíuna og margt fleira sem bar á góma. GT akademían Hinrik er allur af vilja gerður til að aðstoða áhugasama einstaklinga við að skilja og átta sig á þeim heimi sem hermikappakstur tilheyrir. Ástríða Hinriks fyrir hermikappaktri er smitandi. Það geta allir mætt og prófað, það er enginn of óvanur til að fara í GT akademíuna og keyra. Þá er hægt að keppa innan vinahópa eða vinnustaða, auk þess sem hægt er að keppa við aðra keppendur hvar sem er í heiminum. Þarna er hægt að komast hvað næst því að keyra alvöru kappaksturs bíla, án þess að þurfa að tryggja sér aðgengi að slíkum bíl. Hermikappakstur Að sögn Hinriks er hermikappakstur sú tegund raf-íþrótta þar sem keppendur þurfa að byggja upp sömu færni og keppendur í raunheima-kappakstri. Keppendur í hermikappakstri halda um stýri, skipta um gír og nota hemla- og inngjafar-fótstig rétt eins og í raunheimum. Þessu næst komast sennilega hjólreiðar, þar sem hjól er fest á „trainer“ og svo hjólað í keppni við aðra. Útbúnaður í hermikappakstri getur verið æði misjafn. Fyrir um 50.000 kr. er hægt að koma sér upp sómasamlegum keppnisgræjum. Sem gerir hermikappakstur vafalaust að ódýrustu akstursíþrótt í heimi. Hermar GT akademíunnar eru í heimsklassa. Hermar GT akademíunar eru í heimsklassa og hreyfast í raunveruleikanum í takt við það sem gerist á skjánum. Slíkt er að sögn Hinriks óþarft en eykur á skynjun keppenda og upplifun. Keppendur í hermikappakstri geta verið á víð og dreif. Sem dæmi um það var jólamót að hefjast þegar blaðamann bar að garði í GT akademíunni. Sex keppendur voru væntanlegir á staðinn á meðan aðrir 12 kepptu heiman frá sér. Hægt var að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Twitch rás GT akademíunnar með lýsingu. Hinrik nefndi draum sinn um öflugt hermikappasturs samfélag við blaðamann. „Ég myndi gjarnan vilja sjá öflugt samfélag í kringum hermikappakstur bæði á Íslandi og við höfum dauðafæri til að gera vel í Norðurlanda samstarfi. Ég myndi vilja gera það með FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið),“ sagði Hinrik í samstarfi við blaðamann. Jólamótaröð Jólamótaröð GT akademíunnar er hálfnað, en enn er hægt að taka þátt. Hér má sjá viðburðinn og allar upplýsingar um hann. Rafíþróttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Blaðamaður hitti Hinrik á dögunum og tók hann tali um hermikappakstur, GT Akademíuna og margt fleira sem bar á góma. GT akademían Hinrik er allur af vilja gerður til að aðstoða áhugasama einstaklinga við að skilja og átta sig á þeim heimi sem hermikappakstur tilheyrir. Ástríða Hinriks fyrir hermikappaktri er smitandi. Það geta allir mætt og prófað, það er enginn of óvanur til að fara í GT akademíuna og keyra. Þá er hægt að keppa innan vinahópa eða vinnustaða, auk þess sem hægt er að keppa við aðra keppendur hvar sem er í heiminum. Þarna er hægt að komast hvað næst því að keyra alvöru kappaksturs bíla, án þess að þurfa að tryggja sér aðgengi að slíkum bíl. Hermikappakstur Að sögn Hinriks er hermikappakstur sú tegund raf-íþrótta þar sem keppendur þurfa að byggja upp sömu færni og keppendur í raunheima-kappakstri. Keppendur í hermikappakstri halda um stýri, skipta um gír og nota hemla- og inngjafar-fótstig rétt eins og í raunheimum. Þessu næst komast sennilega hjólreiðar, þar sem hjól er fest á „trainer“ og svo hjólað í keppni við aðra. Útbúnaður í hermikappakstri getur verið æði misjafn. Fyrir um 50.000 kr. er hægt að koma sér upp sómasamlegum keppnisgræjum. Sem gerir hermikappakstur vafalaust að ódýrustu akstursíþrótt í heimi. Hermar GT akademíunnar eru í heimsklassa. Hermar GT akademíunar eru í heimsklassa og hreyfast í raunveruleikanum í takt við það sem gerist á skjánum. Slíkt er að sögn Hinriks óþarft en eykur á skynjun keppenda og upplifun. Keppendur í hermikappakstri geta verið á víð og dreif. Sem dæmi um það var jólamót að hefjast þegar blaðamann bar að garði í GT akademíunni. Sex keppendur voru væntanlegir á staðinn á meðan aðrir 12 kepptu heiman frá sér. Hægt var að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Twitch rás GT akademíunnar með lýsingu. Hinrik nefndi draum sinn um öflugt hermikappasturs samfélag við blaðamann. „Ég myndi gjarnan vilja sjá öflugt samfélag í kringum hermikappakstur bæði á Íslandi og við höfum dauðafæri til að gera vel í Norðurlanda samstarfi. Ég myndi vilja gera það með FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið),“ sagði Hinrik í samstarfi við blaðamann. Jólamótaröð Jólamótaröð GT akademíunnar er hálfnað, en enn er hægt að taka þátt. Hér má sjá viðburðinn og allar upplýsingar um hann.
Rafíþróttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent