Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL.
Flestir kusu i10
Auk fyrrnefndra kosta Hyundai i10 sögðu dómararnir einnig frá því að á undanförnum tólf mánuðum hefði i10 farið hratt upp vinsældalistann meðal lesenda What car? þegar mjög margir nefndu hann sem einn af þeim sem kæmi sterklega til greina við næstu bílakaup í skoðanakönnun meðal lesenda. Þegar upp var staðið endaði Hyundai i10 í fyrsta sæti á listanum enda sá sem flestir þátttakendur í könnuninni sögðu að yrði næst fyrir valinu.

Einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki
Fáir bílar Hyundai hafa á undanförnum árum notið jafn mikilla vinsælda og Hyundai i10 sem hefur verði einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki mörg undanfarin ár. Síðastliðið sumar frumsýndi Hyundai á Íslandi nýjan og endurhannaðan i10 og hefur bíllinn aldrei verið jafn vel búinn og nú á öryggis- og þægindasviði auk þess að vera sérlega hagkvæmur í rekstri. Nýr Hyundai i10 kostar frá 2.350.000 krónum hjá Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ.