Sannfærðir um að þetta þýði að Cristiano Ronaldo sé á leið heim til Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:31 Cristiano Ronaldo fagnar marki á síðasta tímabili sínu með Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Draumur stuðningsmanna Manchester United um að Cristiano Ronaldo komi aftur til félagsins er nú aðeins líklegri til að rætast í augum sumra þeirra. Cristiano Ronaldo spilaði í sex tímabil með Manchester United og varð á þeim tíma að einum allra besta knattspyrnumanni heims en hann kom til enska félagsins sem táningur. Ronaldo er með 255 milljón fylgjendur á Instagram og það er öllum ljóst að allt tengt Instagram síðu hans er útpælt. Það er einmitt þess vegna sem stuðningsmenn United tóku kipp þegar Cristiano Ronaldo ákvað að bætast í hóp fylgjenda á Instagram síðu Manchester United. Man United fans have been dreaming of Cristiano Ronaldo returning ever since he left, and they think the superstar just finally confirmed it... It's fair to say they're losing their minds! https://t.co/SEo7aa4c7c— SPORTbible (@sportbible) January 20, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem Cristiano Ronaldo er fylgjandi á Instagram síðu Manchester United og varla er þessi tímasetning eintóm tilviljun. Sumir stuðningsmenn eru sannfærðir um að þetta þýði að Cristiano Ronaldo sé á leið heim til Manchester United. „Cristiano Ronaldo var að bætast í hóp fylgjenda Manchester United á Instagram. Hann er ekki að fylgjast með síðu Real Madrid ykkur að vita,“ skrifaði einn þessara stuðningsmanna á Twitter. „Cristiano Ronaldo var að fylgja Manchester United á Instagram. Fáum hann heim,“ skrifaði annars. Það eru ýmsar sögusagnir í gangi um Juventus en ítölsku meistararnir eru í fjárhagsvandræðum og það er dýrt að reka leikmann eins og Cristiano Ronaldo. BREAKING :Cristiano Ronaldo starts following Manchester United page on instagram. Do you suspect something? #SportsNet pic.twitter.com/B5v8c8EE0V— TAWFIQ GONJA (@TawfiqGonja) January 18, 2021 Ronaldo fær 28 milljónir punda í árslaun eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna. Juventus gæti bætt peningastöðu sína með því að selja hann og losna við að greiða þessi ofurlaun. Ronaldo heldur vissulega upp á 36 ára afmælið sitt í næsta mánuði en hann er enginn venjulegur leikmaður sem sést á því að hann er með nítján mörk í nítján leikjum með Juventus á þessu tímabili. Á meðan ekkert annað er staðfest þá lifa stuðningsmenn Manchester United í voninni um að sjá hann aftur í treyju Manchester United og þá geta lítil atvik eins og þetta styrkt menn í trúnni. Cristiano Ronaldo has just followed Manchester United on Instagram Bring him home #MUFC pic.twitter.com/aqCuo4SR3k— Man Utd Fans (@United4fans) January 19, 2021 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Cristiano Ronaldo spilaði í sex tímabil með Manchester United og varð á þeim tíma að einum allra besta knattspyrnumanni heims en hann kom til enska félagsins sem táningur. Ronaldo er með 255 milljón fylgjendur á Instagram og það er öllum ljóst að allt tengt Instagram síðu hans er útpælt. Það er einmitt þess vegna sem stuðningsmenn United tóku kipp þegar Cristiano Ronaldo ákvað að bætast í hóp fylgjenda á Instagram síðu Manchester United. Man United fans have been dreaming of Cristiano Ronaldo returning ever since he left, and they think the superstar just finally confirmed it... It's fair to say they're losing their minds! https://t.co/SEo7aa4c7c— SPORTbible (@sportbible) January 20, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem Cristiano Ronaldo er fylgjandi á Instagram síðu Manchester United og varla er þessi tímasetning eintóm tilviljun. Sumir stuðningsmenn eru sannfærðir um að þetta þýði að Cristiano Ronaldo sé á leið heim til Manchester United. „Cristiano Ronaldo var að bætast í hóp fylgjenda Manchester United á Instagram. Hann er ekki að fylgjast með síðu Real Madrid ykkur að vita,“ skrifaði einn þessara stuðningsmanna á Twitter. „Cristiano Ronaldo var að fylgja Manchester United á Instagram. Fáum hann heim,“ skrifaði annars. Það eru ýmsar sögusagnir í gangi um Juventus en ítölsku meistararnir eru í fjárhagsvandræðum og það er dýrt að reka leikmann eins og Cristiano Ronaldo. BREAKING :Cristiano Ronaldo starts following Manchester United page on instagram. Do you suspect something? #SportsNet pic.twitter.com/B5v8c8EE0V— TAWFIQ GONJA (@TawfiqGonja) January 18, 2021 Ronaldo fær 28 milljónir punda í árslaun eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna. Juventus gæti bætt peningastöðu sína með því að selja hann og losna við að greiða þessi ofurlaun. Ronaldo heldur vissulega upp á 36 ára afmælið sitt í næsta mánuði en hann er enginn venjulegur leikmaður sem sést á því að hann er með nítján mörk í nítján leikjum með Juventus á þessu tímabili. Á meðan ekkert annað er staðfest þá lifa stuðningsmenn Manchester United í voninni um að sjá hann aftur í treyju Manchester United og þá geta lítil atvik eins og þetta styrkt menn í trúnni. Cristiano Ronaldo has just followed Manchester United on Instagram Bring him home #MUFC pic.twitter.com/aqCuo4SR3k— Man Utd Fans (@United4fans) January 19, 2021
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti