„Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. nóvember 2024 21:44 Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga var svekktur eftir leik vísir/Diego Njarðvík tapaði gegn KR á Meistaravöllum 86-80. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við fengum á okkur of stórt áhlaup í fjórða leikhluta líkt og gerðist í fyrri hálfleik og við misstum okkur í gleðinni og vorum óskynsamir og þess vegna töpuðum við,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali eftir leik. Rúnar var nokkuð ánægður með fyrri hálfleik Njarðvíkur þar sem hans menn voru þremur stigum yfir 45-48. „Þetta var fram og til baka leikur heilt yfir svo var þetta tímasetning áhlaupa sem setti KR í þessa stöðu í fjórða leikhluta. Það var meira augnablik með þeirra áhlaupum. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum en sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig.“ „KR gerði vel í að minnka völlinn sem bjó til hik í okkur og við vorum með 17 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum og þá er erfitt að mæta í Vesturbæinn og vinna.“ Rúnar tók undir það að Njarðvík hafi höndlað mótlætið illa en gestirnir voru pirraðir í fjórða leikhluta þegar það heyrðist í skotklukkunni áður en hún átti að fara í gang sem gerði það að verkum að Khalil Shabazz tók lélegt skot. „Já það er hægt að orða það þannig. Við fórum að pæla í hlutum sem við höfðum ekki stjórn á. Þetta var leiðinlegt atvik en lífið er ekki fullkomið. Við hefðum átt að fara í vörn og ná að stoppa þá. Þetta þroskar okkur og við höfum tapað tveimur jöfnum leikjum og við höfum verið að spila vel á tímabilinu,“ sagði Rúnar Ingi að lokum UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
„Við fengum á okkur of stórt áhlaup í fjórða leikhluta líkt og gerðist í fyrri hálfleik og við misstum okkur í gleðinni og vorum óskynsamir og þess vegna töpuðum við,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali eftir leik. Rúnar var nokkuð ánægður með fyrri hálfleik Njarðvíkur þar sem hans menn voru þremur stigum yfir 45-48. „Þetta var fram og til baka leikur heilt yfir svo var þetta tímasetning áhlaupa sem setti KR í þessa stöðu í fjórða leikhluta. Það var meira augnablik með þeirra áhlaupum. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum en sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig.“ „KR gerði vel í að minnka völlinn sem bjó til hik í okkur og við vorum með 17 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum og þá er erfitt að mæta í Vesturbæinn og vinna.“ Rúnar tók undir það að Njarðvík hafi höndlað mótlætið illa en gestirnir voru pirraðir í fjórða leikhluta þegar það heyrðist í skotklukkunni áður en hún átti að fara í gang sem gerði það að verkum að Khalil Shabazz tók lélegt skot. „Já það er hægt að orða það þannig. Við fórum að pæla í hlutum sem við höfðum ekki stjórn á. Þetta var leiðinlegt atvik en lífið er ekki fullkomið. Við hefðum átt að fara í vörn og ná að stoppa þá. Þetta þroskar okkur og við höfum tapað tveimur jöfnum leikjum og við höfum verið að spila vel á tímabilinu,“ sagði Rúnar Ingi að lokum
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn