Erkifjendurnir mætast í annað sinn á viku og bjóða vonandi upp á betri leik en síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2021 09:01 Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, reynir skot að marki Liverpool í leik liðanna fyrir viku. Fabinho er til varnar. getty/Paul Greenwood Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast í annað sinn á viku þegar þeir eigast við í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira