Ári eftir útgöngubann er lífið í Wuhan komið í fyrra horf Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 08:04 Íbúar Wuhan undirbúa kínversku áramótin. AP/Ng Han Guan Ár er liðið frá því að kínversku borginni Wuhan var svo gott sem lokað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og um ellefu milljónir íbúa borgarinnar þar sem veiran greindist fyrst í mönnum, settir í algjört útgöngubann. Í dag er líf íbúa að mestu komið í sitt gamla horf en heimurinn stendur enn í ströngu. Tæplega hundrað milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni á heimsvísu, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem byggja á opinberum tölum, og rúmlega 2,1 milljón manna hefur dáið. Nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu víða og berst heimurinn einnig við ný afbrigði veirunnar sem virðast dreifast auðveldar manna á milli. Sjá einnig: Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Fyrir ári síðan var almenningssamgöngum í Wuhan lokað og íbúum sagt að vera heima hjá sér. Það útgöngubann varði í 76 daga. AP fréttaveitan segir að af 4.635 skráðum dauðsföllum í Kína vegna veirunnar, hafi bróðurpartur þeirra átt sér stað í Wuhan. Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 107 hefðu greinst smitaðir í gær. Heilt yfir hafa 88.911 smitast af veirunni í Kína, samkvæmt opinberum tölum. Einn maður sem ræddi við blaðamann AFP fréttaveitunnar á götum Wuhan sagðist hafa verið hræddur fyrir ári síðan. Nú væri staðan allt önnur og lífið væri orðið eins og áður. Minningin er þó sterk í huga annarra. Einn 76 ára maður sem rætt var við varði 67 dögum á sjúkrahúsi og sagðist hafa búist við því að deyja. Hann og aðrir viðmælendur AFP sögðu að viðbrögð yfirvalda í Kína hefðu verið rétt. „Ég finn til þegar ég sé hvernig faraldurinn fer um heiminn,“ sagði maðurinn. Það er í takt við ummæli opinberra aðila í Kína sem hafa farið fögrum orðum um viðbrögðin við veirunni og samheldni íbúa. Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn. Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fengu nýverið leyfi til að ferðast til Wuhan til að rannsaka uppruna veirunnar en viðræður um þá rannsóknarferð milli WHO og Kínverja hafa tekið marga mánuði. Vísindamennirnir eru nú í tveggja vikna sóttkví. VIDEO: On January 23, 2020, the Chinese city of #Wuhan began the first -- and one of the most severe -- Covid-19 quarantines in the world, with transport to and from the provincial capital sealed off. But a year on, streets are bustling and life has returned largely to normal pic.twitter.com/uU8ToYIa5B— AFP News Agency (@AFP) January 22, 2021 Dancing the night away in Wuhan.Glow-in-the-dark rabbit ears, pulsating beats and a flexible attitude to masks: nightlife is back with a vengeance almost a year after a lockdown brought the Chinese city of 11 million to a standstillhttps://t.co/ZnjNdZaedz @hectorretamal pic.twitter.com/tSHHzLxJ7K— AFP News Agency (@AFP) January 22, 2021 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rúmlega fimmtíu þúsund Þjóðverjar hafa dáið vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Þýskalandi er kominn yfir fimmtíu þúsund. Yfirvöld þar opinberuðu í dag 859 dauðsföll milli daga og samkvæmt opinberum tölum hafa 50.642 dáið þar í landi. 22. janúar 2021 14:26 Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Tæplega hundrað milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni á heimsvísu, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem byggja á opinberum tölum, og rúmlega 2,1 milljón manna hefur dáið. Nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu víða og berst heimurinn einnig við ný afbrigði veirunnar sem virðast dreifast auðveldar manna á milli. Sjá einnig: Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Fyrir ári síðan var almenningssamgöngum í Wuhan lokað og íbúum sagt að vera heima hjá sér. Það útgöngubann varði í 76 daga. AP fréttaveitan segir að af 4.635 skráðum dauðsföllum í Kína vegna veirunnar, hafi bróðurpartur þeirra átt sér stað í Wuhan. Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 107 hefðu greinst smitaðir í gær. Heilt yfir hafa 88.911 smitast af veirunni í Kína, samkvæmt opinberum tölum. Einn maður sem ræddi við blaðamann AFP fréttaveitunnar á götum Wuhan sagðist hafa verið hræddur fyrir ári síðan. Nú væri staðan allt önnur og lífið væri orðið eins og áður. Minningin er þó sterk í huga annarra. Einn 76 ára maður sem rætt var við varði 67 dögum á sjúkrahúsi og sagðist hafa búist við því að deyja. Hann og aðrir viðmælendur AFP sögðu að viðbrögð yfirvalda í Kína hefðu verið rétt. „Ég finn til þegar ég sé hvernig faraldurinn fer um heiminn,“ sagði maðurinn. Það er í takt við ummæli opinberra aðila í Kína sem hafa farið fögrum orðum um viðbrögðin við veirunni og samheldni íbúa. Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn. Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fengu nýverið leyfi til að ferðast til Wuhan til að rannsaka uppruna veirunnar en viðræður um þá rannsóknarferð milli WHO og Kínverja hafa tekið marga mánuði. Vísindamennirnir eru nú í tveggja vikna sóttkví. VIDEO: On January 23, 2020, the Chinese city of #Wuhan began the first -- and one of the most severe -- Covid-19 quarantines in the world, with transport to and from the provincial capital sealed off. But a year on, streets are bustling and life has returned largely to normal pic.twitter.com/uU8ToYIa5B— AFP News Agency (@AFP) January 22, 2021 Dancing the night away in Wuhan.Glow-in-the-dark rabbit ears, pulsating beats and a flexible attitude to masks: nightlife is back with a vengeance almost a year after a lockdown brought the Chinese city of 11 million to a standstillhttps://t.co/ZnjNdZaedz @hectorretamal pic.twitter.com/tSHHzLxJ7K— AFP News Agency (@AFP) January 22, 2021
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rúmlega fimmtíu þúsund Þjóðverjar hafa dáið vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Þýskalandi er kominn yfir fimmtíu þúsund. Yfirvöld þar opinberuðu í dag 859 dauðsföll milli daga og samkvæmt opinberum tölum hafa 50.642 dáið þar í landi. 22. janúar 2021 14:26 Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Rúmlega fimmtíu þúsund Þjóðverjar hafa dáið vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Þýskalandi er kominn yfir fimmtíu þúsund. Yfirvöld þar opinberuðu í dag 859 dauðsföll milli daga og samkvæmt opinberum tölum hafa 50.642 dáið þar í landi. 22. janúar 2021 14:26
Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33
Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis létust af völdum Covid-19 Átján af 27 íbúum hjúkrunarheimilis í Lincoln-skíri á Bretlandseyjum létust af völdum Covid-19 í aðdraganda jóla. Flestir voru á tíræðisaldri en sá yngsti var 79 ára og sá elsti 99 ára. 19. janúar 2021 14:23
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17
Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26