Segir að það vanti leikgleðina hjá Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 14:00 Það er þungt yfir Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og öðrum Liverpool mönnum þessa dagana. Getty/Peter Powell Er ekki gaman lengur að spila fyrir Jürgen Klopp? Blaðamaður Guardian hefur áhyggjur af því að svo sé einmitt staðan hjá Englandsmeisturunum. Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira