Flestir telja loftslagsbreytingar fela í sér neyðarástand Heimsljós 27. janúar 2021 10:45 Tveir af hverjum þremur telja að loftslagsbreytingar feli í sér neyðarástand og flýta verði aðgerðum til að bregðast við loftslagsvánni. Alþjóðleg skoðanakönnun Sameinuðu þjóðanna, sem náði til 1,2 milljóna manna, sýnir að tveir af hverjum þremur telja að loftslagsbreytingar feli í sér neyðarástand og flýta verði aðgerðum til að bregðast við loftslagsvánni. Niðurstöður úr þessari víðtækustu könnun á viðhorfum til loftslagsbreytinga voru kynntar í morgun hálfu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Könnunin náði til íbúa fimmtíu landa sem telja rúmlega helming allra jarðarbúa, meðal annars hálfrar milljónar ungmenna, yngri en átján ára. „Niðurstöðurnar sýna með skýrum hætti að brýnar loftslagsaðgerðir hafa víðtækan stuðning meðal fólks um allan heim, þvert á þjóðerni, aldur, kyn og menntunarstig,“ segir Achim Steiner, framkvæmdastjóri UNDP, í fréttatilkynningu. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir að því hvort þeir líti á loftslagsbreytingar sem neyðarástand og hvort þeir styddu átján stefnumið á sex sviðum: efnahag, orku, samgöngum, matvælum og búskap, náttúru, og vernd fólks. Í frétt UNDP eru nefnd dæmi um niðurstöður. Þar kemur meðal annars fram að í átta af tíu löndum með mestu losun gróðurhúsalofttegunda frá orkufyrirtækjum styðji meirihlutinn endurnýjanlega orku. Einnig kom fram hjá þátttakendum í níu af hverjum tíu löndum, þar sem þéttbýli er hvað mest, mikill vilji til þess að draga úr loftmengun með rafbílum, almenningssamgöngum og reiðhjólum. Fjölgun dómsmála Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá því að sífellt verði algengara að leitað sé til dómstóla til að freista þess að fá ríkisstjórnir og fyrirtæki til að takast á við loftslagsbreytingar. „Jafnt börn sem frumbyggjar hafa höfðað mál,“ segir í fréttinni sem byggir á nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Þar kemur fram að síðustu fjögur ár hafi verið höfðuð 1550 mál af þessu tagi í 38 ríkjum. Þar að auki hefur eitt verið höfðað fyrir Evrópudómstólnum. Flest málin eru í Bandaríkjunum eða 1200 en 350 samtals í öllum öðrum ríkjum. „Þessi flóðbylgja mála hefur ýtt undir löngu tímabærar breytingar,“ er haft eftir Inger Andersen forstjóra UNEP í fréttinni. „Skýrslan sýnir að loftslagsmálaferli hafa þvingað ríkisstjórnir og fyrirtæki til að taka upp metnaðarfyllri aðgerðir til að milda og aðlagast loftslagsbreytingum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Alþjóðleg skoðanakönnun Sameinuðu þjóðanna, sem náði til 1,2 milljóna manna, sýnir að tveir af hverjum þremur telja að loftslagsbreytingar feli í sér neyðarástand og flýta verði aðgerðum til að bregðast við loftslagsvánni. Niðurstöður úr þessari víðtækustu könnun á viðhorfum til loftslagsbreytinga voru kynntar í morgun hálfu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Könnunin náði til íbúa fimmtíu landa sem telja rúmlega helming allra jarðarbúa, meðal annars hálfrar milljónar ungmenna, yngri en átján ára. „Niðurstöðurnar sýna með skýrum hætti að brýnar loftslagsaðgerðir hafa víðtækan stuðning meðal fólks um allan heim, þvert á þjóðerni, aldur, kyn og menntunarstig,“ segir Achim Steiner, framkvæmdastjóri UNDP, í fréttatilkynningu. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir að því hvort þeir líti á loftslagsbreytingar sem neyðarástand og hvort þeir styddu átján stefnumið á sex sviðum: efnahag, orku, samgöngum, matvælum og búskap, náttúru, og vernd fólks. Í frétt UNDP eru nefnd dæmi um niðurstöður. Þar kemur meðal annars fram að í átta af tíu löndum með mestu losun gróðurhúsalofttegunda frá orkufyrirtækjum styðji meirihlutinn endurnýjanlega orku. Einnig kom fram hjá þátttakendum í níu af hverjum tíu löndum, þar sem þéttbýli er hvað mest, mikill vilji til þess að draga úr loftmengun með rafbílum, almenningssamgöngum og reiðhjólum. Fjölgun dómsmála Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá því að sífellt verði algengara að leitað sé til dómstóla til að freista þess að fá ríkisstjórnir og fyrirtæki til að takast á við loftslagsbreytingar. „Jafnt börn sem frumbyggjar hafa höfðað mál,“ segir í fréttinni sem byggir á nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Þar kemur fram að síðustu fjögur ár hafi verið höfðuð 1550 mál af þessu tagi í 38 ríkjum. Þar að auki hefur eitt verið höfðað fyrir Evrópudómstólnum. Flest málin eru í Bandaríkjunum eða 1200 en 350 samtals í öllum öðrum ríkjum. „Þessi flóðbylgja mála hefur ýtt undir löngu tímabærar breytingar,“ er haft eftir Inger Andersen forstjóra UNEP í fréttinni. „Skýrslan sýnir að loftslagsmálaferli hafa þvingað ríkisstjórnir og fyrirtæki til að taka upp metnaðarfyllri aðgerðir til að milda og aðlagast loftslagsbreytingum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent