Fátækt barna í Evrópu áhyggjuefni Barnaheilla Heimsljós 9. febrúar 2021 10:08 Save the Children - Barnaheill Velferðarsjóður Evrópusambandsins tekst á við fátækt barna í Evrópu og hvetur Barnaheill - Save the Children á Íslandi íslensk stjórnvöld til þess einnig. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja íslensk stjórnvöld til þess að eyrnamerkja ákveðið fjármagn á ársgrundvelli gegn fátækt meðal barna. „Fátækt er brot á mannréttindum. Barn sem býr við fátækt fær ekki sömu tækifæri og önnur börn. Barn sem býr við fátækt getur ekki látið drauma sína rætast og jafnvel ekki kynnst eigin draumum eða hæfileikum. Barn sem býr við fátækt er líklegra til að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur en það barn sem ekki býr við fátækt,“ segir í frétt frá Barnaheillum – Save the Children um þátttöku samtakanna í verkefni Velferðarsjóðs Evrópusambandsins sem snýr að fátækt meðal barna i Evrópu. Velferðarsjóður Evrópusambandsins eða ESF+ hefur samþykkt að eyrnamerkja sérstaklega um 5 prósent sjóðsins til að takast á við fátækt meðal barna í Evrópu. Fjármagninu verður sérstaklega beint til Rúmeníu, Litháen, Ítalíu og Spánar, en þar er fátækt meðal barna mikil. Barnaheill – Save the Children í þessum löndum gegna mikilvægu hlutverki til að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. Önnur aðilaríki eru jafnframt skuldbundin til að verja hluta af þeim fjármunum sem þeir fá úr sjóðnum til að vinna gegn fátækt í sínum ríkjum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í Evrópuhópi samtakanna um málefni barna sem búa við fátækt. Eitt megin hlutverk hópsins er að vinna að rannsóknum og þrýsta á stjórnvöld að uppræta fátækt meðal barna. „Öll samfélagsleg áföll bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Við endurreisn samfélagsins eftir að heimsfaraldri lýkur þarf sérstaklega að huga að börnum sem standa höllum fæti og búa við fátækt. Þau mega ekki líða fyrir ákvarðanir stjórnvalda,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja íslensk stjórnvöld til þess að eyrnamerkja ákveðið fjármagn á ársgrundvelli gegn fátækt meðal barna. „Fátækt er brot á mannréttindum. Barn sem býr við fátækt fær ekki sömu tækifæri og önnur börn. Barn sem býr við fátækt getur ekki látið drauma sína rætast og jafnvel ekki kynnst eigin draumum eða hæfileikum. Barn sem býr við fátækt er líklegra til að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur en það barn sem ekki býr við fátækt,“ segir í frétt frá Barnaheillum – Save the Children um þátttöku samtakanna í verkefni Velferðarsjóðs Evrópusambandsins sem snýr að fátækt meðal barna i Evrópu. Velferðarsjóður Evrópusambandsins eða ESF+ hefur samþykkt að eyrnamerkja sérstaklega um 5 prósent sjóðsins til að takast á við fátækt meðal barna í Evrópu. Fjármagninu verður sérstaklega beint til Rúmeníu, Litháen, Ítalíu og Spánar, en þar er fátækt meðal barna mikil. Barnaheill – Save the Children í þessum löndum gegna mikilvægu hlutverki til að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. Önnur aðilaríki eru jafnframt skuldbundin til að verja hluta af þeim fjármunum sem þeir fá úr sjóðnum til að vinna gegn fátækt í sínum ríkjum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í Evrópuhópi samtakanna um málefni barna sem búa við fátækt. Eitt megin hlutverk hópsins er að vinna að rannsóknum og þrýsta á stjórnvöld að uppræta fátækt meðal barna. „Öll samfélagsleg áföll bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Við endurreisn samfélagsins eftir að heimsfaraldri lýkur þarf sérstaklega að huga að börnum sem standa höllum fæti og búa við fátækt. Þau mega ekki líða fyrir ákvarðanir stjórnvalda,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent