Gátu ekki flogið í dag og slæm veðurspá næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 16:36 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Ekki var unnt að fljúga upp í hlíðar fjallsins K2 til leitar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans í dag vegna veðurs. Slæm veðurspá er á svæðinu næstu daga, sem gæti gert leitarmönnum erfitt fyrir. Johns Snorra og félaga hans, þeirra Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, hefur verið saknað á K2 í um fjóra sólarhringa. Ashgar Ali Parik, eigandi ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð Johns Snorra og nú einnig leitina, segir í samskiptum við fréttastofu að leitarþyrlur hafi ekki tekið á loft í dag vegna veðurs. Starfsmenn á vegum ferðaskrifstofunnar verði áfram í grunnbúðunum í fjóra daga til viðbótar. Stjórnvöld hyggist senda fleiri til leitarinnar á jörðu og þá verði reynt að fljúga C130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum, sem kemst hærra en þyrlur, yfir svæðið. Ferðamálaráðherra svæðisins sagði á Twitter í dag að leitinni hefði verið frestað tímabundið vegna veðurs. Þá sé veðurspáin næstu vikuna slæm. Leitinni verði hins vegar haldið áfram ef veðurgluggi opnast. T152- The rescue has been suspended for the time being due to bad weather, but it's not over yet. It's also important to let you know that the weather forecasts for next one week is not favourable. Anytime we get the weather window, the search will be resumed...#K2winter2021— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 9, 2021 Ráðherrann greindi einnig frá því að Imtiaz Hussain og Akbar Ali, fjallagarpar og frændur Ali Sadpara, hafi þurft að fresta för sinni upp fjallið til leitar vegna veðurs. Öll úrræði séu nýtt til leitarinnar í samráði við pakistanska herinn. Líkur á því að þremenningarnir séu á lífi fari þó þverrandi. John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Johns Snorra og félaga hans, þeirra Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, hefur verið saknað á K2 í um fjóra sólarhringa. Ashgar Ali Parik, eigandi ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð Johns Snorra og nú einnig leitina, segir í samskiptum við fréttastofu að leitarþyrlur hafi ekki tekið á loft í dag vegna veðurs. Starfsmenn á vegum ferðaskrifstofunnar verði áfram í grunnbúðunum í fjóra daga til viðbótar. Stjórnvöld hyggist senda fleiri til leitarinnar á jörðu og þá verði reynt að fljúga C130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum, sem kemst hærra en þyrlur, yfir svæðið. Ferðamálaráðherra svæðisins sagði á Twitter í dag að leitinni hefði verið frestað tímabundið vegna veðurs. Þá sé veðurspáin næstu vikuna slæm. Leitinni verði hins vegar haldið áfram ef veðurgluggi opnast. T152- The rescue has been suspended for the time being due to bad weather, but it's not over yet. It's also important to let you know that the weather forecasts for next one week is not favourable. Anytime we get the weather window, the search will be resumed...#K2winter2021— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 9, 2021 Ráðherrann greindi einnig frá því að Imtiaz Hussain og Akbar Ali, fjallagarpar og frændur Ali Sadpara, hafi þurft að fresta för sinni upp fjallið til leitar vegna veðurs. Öll úrræði séu nýtt til leitarinnar í samráði við pakistanska herinn. Líkur á því að þremenningarnir séu á lífi fari þó þverrandi.
John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira