Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2021 21:21 Frá blaðamannafundinum í dag. AP/Ng Han Guan Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. Vísindamennirnir sem um ræðir luku nýverið mánaðarheimsókn til Wuhan í Kína, þar sem kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Leiðtogi teymisins sagði á blaðamannafundi í dag að veiran hafi að öllum líkindum borist úr dýrum í menn og að kenningar um að hún hefði borist frá rannsóknarstofu væru rangar. Meðal þeirra sem hafa varpað þeirri kenningu fram eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í ríkisstjórn hans. Markmið vísindamanna WHO var að reyna að finna upplýsingar um það hvernig veiran barst fyrst í menn. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Teymið heimsótti meðal annars fiskmarkað þar sem einhverjir hafa talið að veiran hafi borist snemma í menn og sagði einn sérfræðingur teymisins að þar hefðu verið dýr sem gætu hafa borið veiruna. Þar á meðal eru kanínur og rottur. Næsta skref yrði að skoða bóndabæi á svæðinu. Fram kom á blaðamannafundinum að teymið hefði ekki fundið vísbendingar um að nýja kórónuveiran hefði verið í umfangsmikilli dreifingu löngu áður en hún greindist fyrst. Leiðtogi teymisins sagði líkur á því að veiran hefði borist fyrst í menn úr leðurblökum. Hann sagði einnig að það kæmi til greina að veiran hefði borist til Kína í frosnum matvælum og það þyrfti að rannsaka frekar. Yfirvöld í Kína hafa haldið því fram að veiran hafi borist til Kína frá öðrum ríkjum og hefur því ítrekað verið lýst yfir að leifar veirunnar hafi fundist í frosnum matvælum. Samkvæmt áðurnefndum leiðtoga teymisins er talið að veiran geti lifað af í frosti en óljóst sé hvort hún geti borist í menn úr frosnum matvælum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Vísindamennirnir sem um ræðir luku nýverið mánaðarheimsókn til Wuhan í Kína, þar sem kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Leiðtogi teymisins sagði á blaðamannafundi í dag að veiran hafi að öllum líkindum borist úr dýrum í menn og að kenningar um að hún hefði borist frá rannsóknarstofu væru rangar. Meðal þeirra sem hafa varpað þeirri kenningu fram eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í ríkisstjórn hans. Markmið vísindamanna WHO var að reyna að finna upplýsingar um það hvernig veiran barst fyrst í menn. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Teymið heimsótti meðal annars fiskmarkað þar sem einhverjir hafa talið að veiran hafi borist snemma í menn og sagði einn sérfræðingur teymisins að þar hefðu verið dýr sem gætu hafa borið veiruna. Þar á meðal eru kanínur og rottur. Næsta skref yrði að skoða bóndabæi á svæðinu. Fram kom á blaðamannafundinum að teymið hefði ekki fundið vísbendingar um að nýja kórónuveiran hefði verið í umfangsmikilli dreifingu löngu áður en hún greindist fyrst. Leiðtogi teymisins sagði líkur á því að veiran hefði borist fyrst í menn úr leðurblökum. Hann sagði einnig að það kæmi til greina að veiran hefði borist til Kína í frosnum matvælum og það þyrfti að rannsaka frekar. Yfirvöld í Kína hafa haldið því fram að veiran hafi borist til Kína frá öðrum ríkjum og hefur því ítrekað verið lýst yfir að leifar veirunnar hafi fundist í frosnum matvælum. Samkvæmt áðurnefndum leiðtoga teymisins er talið að veiran geti lifað af í frosti en óljóst sé hvort hún geti borist í menn úr frosnum matvælum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira