„Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. febrúar 2021 20:00 Flugstjórinn og fyrrum fegurðardrottningin Sigrún Bender svarar spurningum um rómantíkina og ástina í viðtali við Makamál. Hér er hún með eiginmanni sínum Baldri Rafni Gylfasyni. Sigrún Bender flugstjóri og fyrrum fegurðardrottning svarar spurningum Makamála um ástina. Hún hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair undanfarin níu ár en í kjölfar heimfaraldurs var henni sagt upp ásamt flest öllum flugmönnum í fyrirtækinu. Sigrún segir þó bjarta tíma vera framundan. Sigrún er að klára fæðingarorlof þessa dagana og fer þá að vinna á heildsölu þeirra hjóna, Bpro. Hún og eiginmaður hennar Baldur Rafn Gylfason, heildsali og hárgreiðslumaður, eignuðust litla stelpu í apríl á síðasta ári svo þrátt fyrir heimsfaraldur og breytingar í vinnumálum segir Sigrún árið hafa verið yndislegt. „Ég hef nýtt tímann með litlu stelpunni okkar og notið þess að fá að vera heima. Framundan eru svo framkvæmdir á nýja heimilinu okkar í Garðabæ og svo klára ég fæðingarorlofið og mæti aftur til starfa í Bpro heildsölu, sem er fyrirtæki okkar Baldurs.“ Fyrir eiga þau Sigrún og Baldur þrjá stráka, 19 ára, 12 ára og 5 ára svo að það er nóg að gera á heimilinu eftir að lítil dama bættist í hópinn. Þrátt fyrir annríki reyna þau hjónin reglulega að taka frá tíma til að sinna ástinni. „Alla jafna þá reynum við að fara tvö saman eitthvað í hverri viku. Oft eru þetta bara einfaldir hlutir eins og að fara saman í ræktina. Best finnst okkur samt að komast eitthvað erlendis bara tvö. Við eigum svo frábært bakland í foreldrum okkar að við höfum oftast náð að fara allavega einu sinni á ári í góða og endurnærandi ferð.“ Samrýmd og hamingjusöm. Hér fyrir neðan svarar Sigrún Bender spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Ég elska að: Eiga rólegt kvöld eftir að börnin eru sofnuð. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ganga í fallegu veðri og matur á góðum veitingastað. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Þær eru tvær. The Notebook og Dirty Dancing. Fyrsti kossinn: Heima hjá honum eftir langan vinnudag í verkefni sem við vorum að vinna í saman á þeim tíma. Uppáhaldsmaturinn minn: Nautasteik. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Irreplaceable með Beyoncé. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Fyrsta minnisstæða gjöfin var sími sem var algjör nýjung á þeim tíma en í honum gastu skoðað tölvupóstinn þinn. Þetta er víst fyrir snjallsímavæðinguna og lætur mér finnast eins og við séum búin að vera svaklega lengi saman. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Kjóll frá AllSaints og skór. Lagið „okkar“ er: Lagið Flugvélar með Ný dönsk. Björn Jörundur kom og söng þetta lag í búðkaupsveislunni okkar. Maðurinn minn er: Heiðarlegur, orkubolti. Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi. Rómantískasti staður á landinu (eða í heiminum) er: Balí. Ég tengi það sem rómantískasta stað í heimi þar sem við fórum meðal annars þangað í brúðkaupsferðinni okkar. Ást er: Vinátta, virðing og ástúð. Sigrún og Baldur eignuðust sitt fjórða barn á síðasta ári. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Honum finnst skemmtilegast að fara út að borða, heillast að húmor og hatar það af ástríðu að þrífa heima hjá sér. Einhleypa vikunnar er Jón Eggert Víðisson. 14. febrúar 2021 20:03 Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42 „Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ „Frá og með næstu mánaðarmótum byrja ég á listamannalaunum og ég hef sagt öllum vinum mínum að þá ætli ég að fara að ganga um með barðastóra hatta, í síðkjólum og lykta öll svakalega mikið af Patchouli,“ segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur í viðtali við Makamál. 12. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Leit hafin að þátttakendum í aðra seríu af Fyrsta blikinu Makamál Einhleypan: Snorri Eldjárn elskar húmor og hvatvísi Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál 33 prósent vilja skipta reikningnum á fyrsta stefnumóti Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Sigrún er að klára fæðingarorlof þessa dagana og fer þá að vinna á heildsölu þeirra hjóna, Bpro. Hún og eiginmaður hennar Baldur Rafn Gylfason, heildsali og hárgreiðslumaður, eignuðust litla stelpu í apríl á síðasta ári svo þrátt fyrir heimsfaraldur og breytingar í vinnumálum segir Sigrún árið hafa verið yndislegt. „Ég hef nýtt tímann með litlu stelpunni okkar og notið þess að fá að vera heima. Framundan eru svo framkvæmdir á nýja heimilinu okkar í Garðabæ og svo klára ég fæðingarorlofið og mæti aftur til starfa í Bpro heildsölu, sem er fyrirtæki okkar Baldurs.“ Fyrir eiga þau Sigrún og Baldur þrjá stráka, 19 ára, 12 ára og 5 ára svo að það er nóg að gera á heimilinu eftir að lítil dama bættist í hópinn. Þrátt fyrir annríki reyna þau hjónin reglulega að taka frá tíma til að sinna ástinni. „Alla jafna þá reynum við að fara tvö saman eitthvað í hverri viku. Oft eru þetta bara einfaldir hlutir eins og að fara saman í ræktina. Best finnst okkur samt að komast eitthvað erlendis bara tvö. Við eigum svo frábært bakland í foreldrum okkar að við höfum oftast náð að fara allavega einu sinni á ári í góða og endurnærandi ferð.“ Samrýmd og hamingjusöm. Hér fyrir neðan svarar Sigrún Bender spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Ég elska að: Eiga rólegt kvöld eftir að börnin eru sofnuð. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ganga í fallegu veðri og matur á góðum veitingastað. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Þær eru tvær. The Notebook og Dirty Dancing. Fyrsti kossinn: Heima hjá honum eftir langan vinnudag í verkefni sem við vorum að vinna í saman á þeim tíma. Uppáhaldsmaturinn minn: Nautasteik. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Irreplaceable með Beyoncé. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Fyrsta minnisstæða gjöfin var sími sem var algjör nýjung á þeim tíma en í honum gastu skoðað tölvupóstinn þinn. Þetta er víst fyrir snjallsímavæðinguna og lætur mér finnast eins og við séum búin að vera svaklega lengi saman. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Kjóll frá AllSaints og skór. Lagið „okkar“ er: Lagið Flugvélar með Ný dönsk. Björn Jörundur kom og söng þetta lag í búðkaupsveislunni okkar. Maðurinn minn er: Heiðarlegur, orkubolti. Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi. Rómantískasti staður á landinu (eða í heiminum) er: Balí. Ég tengi það sem rómantískasta stað í heimi þar sem við fórum meðal annars þangað í brúðkaupsferðinni okkar. Ást er: Vinátta, virðing og ástúð. Sigrún og Baldur eignuðust sitt fjórða barn á síðasta ári.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Honum finnst skemmtilegast að fara út að borða, heillast að húmor og hatar það af ástríðu að þrífa heima hjá sér. Einhleypa vikunnar er Jón Eggert Víðisson. 14. febrúar 2021 20:03 Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42 „Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ „Frá og með næstu mánaðarmótum byrja ég á listamannalaunum og ég hef sagt öllum vinum mínum að þá ætli ég að fara að ganga um með barðastóra hatta, í síðkjólum og lykta öll svakalega mikið af Patchouli,“ segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur í viðtali við Makamál. 12. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Leit hafin að þátttakendum í aðra seríu af Fyrsta blikinu Makamál Einhleypan: Snorri Eldjárn elskar húmor og hvatvísi Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál 33 prósent vilja skipta reikningnum á fyrsta stefnumóti Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Honum finnst skemmtilegast að fara út að borða, heillast að húmor og hatar það af ástríðu að þrífa heima hjá sér. Einhleypa vikunnar er Jón Eggert Víðisson. 14. febrúar 2021 20:03
Gríðarlegur spenningur fólks fyrir tantranuddi Niðurstöðurnar voru vægast sagt afgerandi í síðustu könnun Makamála þar sem lesendur Vísis voru spurðir út í áhuga sinna á tantra og tantranuddi. 13. febrúar 2021 21:42
„Ég bý svo vel að því að eiga mjög lausgirta vini“ „Frá og með næstu mánaðarmótum byrja ég á listamannalaunum og ég hef sagt öllum vinum mínum að þá ætli ég að fara að ganga um með barðastóra hatta, í síðkjólum og lykta öll svakalega mikið af Patchouli,“ segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur í viðtali við Makamál. 12. febrúar 2021 13:30