Ráðherra mannúðarmála í landinu staðfestir þetta og segir að um sjö hundruð manns hafi verið um borð í skipinu sem var á siglingu í vesturhluta landsins, að því er fram kemur í frétt Guardian.
Aðeins hefur tekist að finna þrjú hundruð farþega á lífi og því virðist ljóst að tala látinna eigi eftir að hækka mikið.
Ráðherrann segir í samtali við Al-Jazeera fréttastofuna að ástæða slyssins virðist vera sú að allt of margir farþegar hafi verið um borð í skipinu sem að auki var hlaðið farmi.
Slys sem þessi eru algeng á Kongó-fljóti, þó ekki svona mannskæð, en fljótið er helsta samgönguæð landsins sem er að mestu þakið skógi.