„Ef það er eitthvað sem heimsfaraldrar og náttúruhamfarir kenna manni er það að hika ekki við að gera það rétta í lífinu,“ skrifar Jón Trausti í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá tíðindunum.
„Við höfum unnið saman, ferðast saman, hangið saman, stofnað fyrirtæki saman og lært saman og nú höfum við ákveðið að vera saman og búa saman,“ skrifar Jón Trausti og birtir mynd af parinu á góðviðrisdegi.