Ljósmyndasýning um þróunarstarf í Eþíópíu og Úganda Heimsljós 5. mars 2021 12:16 Ljósmyndasýningin í Smáralind stendur yfir til 14. mars. Ljósmyndasýning Hjálparstarfs kirkjunnar stendur yfir í Smáralind. „Samstarf utanríkisráðuneytisins við Hjálparstarf kirkjunnar á sér langa sögu sem grundvallast á víðfeðmri reynslu og starfi samtakanna í þróunarstarfi í fátækari ríkjum heims. Ljósmyndirnar bera vitni um að starf Hjálparstarfs kirkjunnar hefur svo sannarlega borið árangur,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við opnun ljósmyndasýningar Hjálparstarfs kirkjunnar í Smáralind. Ljósmyndirnar sýna þróunarsamvinnuverkefni í Eþíópíu og Úganda en verkefnin miða að því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náist fyrir árið 2030. Ljósmyndirnar tók Þorkell Þorkelsson og sýningin stendur yfir til 14. mars á neðri hæð Smáralindar. Stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu er með sárafátæku fólki í Sómalífylki í Eþíópíu. Meginmarkmið verkefnisins eru að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu, að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Enn fremur að styrkja stöðu kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Í Úganda rekur Hjálparstarfið verkmenntasmiðjur í fátækrahverfum Kampala í samstarfi við þarlend samtök, Ugandan Youth Development Link. Á hverju ári útskrifast um 500 unglingar með verðmæta reynslu í farteskinu sem eykur möguleika þeirra á að tryggja sér fasta atvinnu og lífsviðurværi. „Markmið okkar með ljósmyndasýningunni er að veita almenningi innsýn í aðstæður fólksins sem við störfum með á vettvangi og sýna að þróunarsamvinna virkar sem liður í að við náum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar við opnun sýningarinnar. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu og Úganda hafa hlotið stuðning frá utanríkisráðuneytinu um árabil í gegnum samstarf ráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Hjálparstarf Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent
„Samstarf utanríkisráðuneytisins við Hjálparstarf kirkjunnar á sér langa sögu sem grundvallast á víðfeðmri reynslu og starfi samtakanna í þróunarstarfi í fátækari ríkjum heims. Ljósmyndirnar bera vitni um að starf Hjálparstarfs kirkjunnar hefur svo sannarlega borið árangur,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við opnun ljósmyndasýningar Hjálparstarfs kirkjunnar í Smáralind. Ljósmyndirnar sýna þróunarsamvinnuverkefni í Eþíópíu og Úganda en verkefnin miða að því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náist fyrir árið 2030. Ljósmyndirnar tók Þorkell Þorkelsson og sýningin stendur yfir til 14. mars á neðri hæð Smáralindar. Stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu er með sárafátæku fólki í Sómalífylki í Eþíópíu. Meginmarkmið verkefnisins eru að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu, að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Enn fremur að styrkja stöðu kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Í Úganda rekur Hjálparstarfið verkmenntasmiðjur í fátækrahverfum Kampala í samstarfi við þarlend samtök, Ugandan Youth Development Link. Á hverju ári útskrifast um 500 unglingar með verðmæta reynslu í farteskinu sem eykur möguleika þeirra á að tryggja sér fasta atvinnu og lífsviðurværi. „Markmið okkar með ljósmyndasýningunni er að veita almenningi innsýn í aðstæður fólksins sem við störfum með á vettvangi og sýna að þróunarsamvinna virkar sem liður í að við náum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar við opnun sýningarinnar. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu og Úganda hafa hlotið stuðning frá utanríkisráðuneytinu um árabil í gegnum samstarf ráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Hjálparstarf Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent