Ástin blómstraði á Raufarhöfn þar sem hjónaböndin urðu til Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2021 08:41 Birgir og Rósbjörg í Krossavík rifja upp rómantíkina á Raufarhöfn. Arnar Halldórsson „Hér blómstraði ástin. Auðvitað var ástin hér á fullu og margir eignuðust sín hjónabönd á Raufarhöfn,“ segir Sléttungurinn Níels Árni Lund í þætti Um land allt á Stöð 2 um Raufarhöfn. Sá þáttur var frumsýndur árið 2017. Dæmi um rómantíkina á Raufarhöfn birtust svo í nýjasta þætti Um land allt, um víkurnar sunnan Raufarhafnar, þar sem fólk úr nærsveitum rifjar upp hvernig hjónabönd þeirra urðu til. Frá Raufarhöfn.Vilhelm Gunnarsson Síldarævintýrið á Raufarhöfn náði hámarki á árunum 1944 til 1967. Þangað streymdi ungt fólk úr öllum landshlutum til að vinna í síldinni. Skemmtilegar ljósmyndir Sigurðar B. Jóhannessonar fanga stemmninguna. Þær birtust í báðum þáttunum en áhugavert myndasafn má sjá á vef Raufarhafnarfélagsins. „Það var allt í gangi á Raufarhöfn, náttúrlega. Fullt af ungu fólki og hormónarnir á fullu,“ segir Birgir Sveinbjörnsson frá Árskógsströnd en hann kynntist eiginkonu sinni, Rósbjörgu Jónasdóttur úr Krossavík, á síldarvertíð á Raufarhöfn sumarið 1966. Frásögn þeirra má sjá hér: Síldin hvarf en næsta blómaskeið hófst þegar togarinn Rauðinúpur kom árið 1973. Loðnuvinnsla hófst svo árið 1974. Íbúatalan hækkaði og náði hámarki á árunum 1975 til 1980 þegar um og yfir fimmhundruð manns bjuggu á Raufarhöfn. Þau Eiríkur Kristjánsson frá Borgum í Kollavík og Vigdís Sigurðardóttir frá Núpskötlu á Melrakkasléttu kynntust á Raufarhöfn árið 1973. „Sumargleðin hjá Ragga Bjarna,“ segir Vigdís en frásögn þeirra má sjá hér: Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er endursýndur á Stöð 2 klukkan 15:25 í dag, sunnudag. Um land allt Norðurþing Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Strákur í Sveinungsvík ætlar að verða bóndi og harmonikkuleikari Í Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar rekur Árni Gunnarsson 550 kinda sauðfjárbú ásamt vélaútgerð. Árni tók við búskapnum af foreldrum sínum fyrir áratug og er fjórði ættliðurinn á jörðinni. Sonur hans segist ákveðinn í að verða sá fimmti. 13. mars 2021 07:35 Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Sá þáttur var frumsýndur árið 2017. Dæmi um rómantíkina á Raufarhöfn birtust svo í nýjasta þætti Um land allt, um víkurnar sunnan Raufarhafnar, þar sem fólk úr nærsveitum rifjar upp hvernig hjónabönd þeirra urðu til. Frá Raufarhöfn.Vilhelm Gunnarsson Síldarævintýrið á Raufarhöfn náði hámarki á árunum 1944 til 1967. Þangað streymdi ungt fólk úr öllum landshlutum til að vinna í síldinni. Skemmtilegar ljósmyndir Sigurðar B. Jóhannessonar fanga stemmninguna. Þær birtust í báðum þáttunum en áhugavert myndasafn má sjá á vef Raufarhafnarfélagsins. „Það var allt í gangi á Raufarhöfn, náttúrlega. Fullt af ungu fólki og hormónarnir á fullu,“ segir Birgir Sveinbjörnsson frá Árskógsströnd en hann kynntist eiginkonu sinni, Rósbjörgu Jónasdóttur úr Krossavík, á síldarvertíð á Raufarhöfn sumarið 1966. Frásögn þeirra má sjá hér: Síldin hvarf en næsta blómaskeið hófst þegar togarinn Rauðinúpur kom árið 1973. Loðnuvinnsla hófst svo árið 1974. Íbúatalan hækkaði og náði hámarki á árunum 1975 til 1980 þegar um og yfir fimmhundruð manns bjuggu á Raufarhöfn. Þau Eiríkur Kristjánsson frá Borgum í Kollavík og Vigdís Sigurðardóttir frá Núpskötlu á Melrakkasléttu kynntust á Raufarhöfn árið 1973. „Sumargleðin hjá Ragga Bjarna,“ segir Vigdís en frásögn þeirra má sjá hér: Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er endursýndur á Stöð 2 klukkan 15:25 í dag, sunnudag.
Um land allt Norðurþing Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Strákur í Sveinungsvík ætlar að verða bóndi og harmonikkuleikari Í Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar rekur Árni Gunnarsson 550 kinda sauðfjárbú ásamt vélaútgerð. Árni tók við búskapnum af foreldrum sínum fyrir áratug og er fjórði ættliðurinn á jörðinni. Sonur hans segist ákveðinn í að verða sá fimmti. 13. mars 2021 07:35 Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Strákur í Sveinungsvík ætlar að verða bóndi og harmonikkuleikari Í Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar rekur Árni Gunnarsson 550 kinda sauðfjárbú ásamt vélaútgerð. Árni tók við búskapnum af foreldrum sínum fyrir áratug og er fjórði ættliðurinn á jörðinni. Sonur hans segist ákveðinn í að verða sá fimmti. 13. mars 2021 07:35
Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“