Einhleypan: Æst í að dýfa sér í stefnumótalaugina Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. mars 2021 20:00 Hún er mikil félagsvera, sérstaklega tungulipur og syngur aldrei betur en í sturtu. Einhleypa vikunnar er Særún Ósk Böðvarsdóttir. Vilhelm/Vísir „Ef mig hefur vantað félagsskap þá hef ég bara farið í endurvinnsluna. En ég er orðin æst í að dýfa mér í deitlaugina,“ segir Særún Ósk Böðvarsdóttir í viðtali við Makamál. Særún er 38 ára einstæð móðir í fæðingarorlofi. Hún segist mikil félagsvera en kunni þó líka vel að meta það að hanga heima. Særún starfar sem sérkennslustjóri á leikskóla en er um þessar mundir í fæðingarorlofi. „Það styttist í að ég fari aftur að vinna sem sérkennslustjóri á leikskóla eftir eins árs fæðingarorlof. Þó svo að sonur minn sé einstaklega vel heppnaður þá verður tilbreytingin ágæt en ég er álíka spennt fyrir sumrinu og sumarfríinu. Allskonar skemmtilegt á planinu.“ Þegar Særún er spurð út í það hvernig það sé að vera einhleyp á tímum heimsfaraldurs segist hún ekki hafa haft tíma til að pæla í því. „Einn ellefu mánaða hefur átt mig skuldlaust síðustu mánuði. Mæli með því að eignast barn við upphaf heimsfaraldurs, það dreifir huganum talsvert frá þeim leiðindum.“ Spennt fyrir sumrinu. Hér fyrir neðan svarar Særún spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Særún Ósk Böðvarsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Sæja, er jafnvel meira notað en Særún. Stundum kölluð Sæsa eða Slæsa af nánustu vinum. Aldur í árum? 38 ára. Aldur í anda? Stundum finnst mér ég mun yngri en talan segir til um en get líka verið mjög gömul í mér. Menntun? Þroskaþjálfi með master í fötlunarfræði. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ekki bara sæt… Særún er greinilega mikill grallari og segist hún heillast að húmor, jákvæðni og lífsgleði. Guilty pleasure kvikmynd? Dirty Dancing. Það er svo margt rangt við hana en frá því að ég stalst til að horfa á hana sirka sjö ára hef ég elskað hana, sjóðheitan Swayze og soundtrackið. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var með celeb-blæti á háu stigi. Safnaði úrklippum í sérstaka bók og ætli Leonardo DiCaprio eigi ekki flestar síðurnar. Var mjög viss um að við ættum unaðslíf framundan saman. Verst að hann virðist ekki hafa fengið memóið. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Sek því miður. Aðallega þegar ég er að segja frá einhverjum gloríum sem ég hef gert. Syngur þú í sturtu? Auðvitað. Hljóma sjaldan eins vel og þar. Uppáhaldsappið þitt? Hið æsispennandi túrapp Clue elska ég mikið og mæli með. Eyði líka óhóflega miklum tíma á Instagram. Ranka stundum við mér þegar ég er komin djúpt í iður þess. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Ég er örugglega búin að prófa þau öll með svona líka góðum árangri, haha. Á í ástar- og haturssambandi við Tinder. Hef náð í það og eytt óteljandi sinnum. Nýbúin að eyða því enn einu sinni. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, hugrökk og hreinskilin. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Vinarækin, nagli og húmoristi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor, jákvæðni, lífsgleði og hreinskilni eru eiginleikar sem heilla mig. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Neikvæðni, óheiðarleiki og hroki eru hrikalega fráhrindandi. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri örugglega hæna. Það var engin tilviljun að ég framdi leiksigur sem slík í uppsetningu leikfélags MA á Animal farm um árið. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Michael Jackson, no shame. Hann er mitt elsta idol og ég þarf að yfirheyra hann. Díana prinsessa, til að heyra skúbbið um konungsfjölskylduna frá fyrstu hendi. Plús að þau hafa hist svo það verður ekkert vandræðalegt. James Corden myndi fullkomna tríóið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir eru eiginlega ekki svo leyndir lengur þar sem ég er mjög dugleg að sýna þá. Er frekar liðug og renni mér í splitt í tíma og ótíma. Er líka mjög tungulipur og get gert hnút á kirsuberjastöngul með tungunni, meira að segja tvo í einu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með mínu mikilvægasta fólki, elda eða baka, syngja með Kötlunum mínum og ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt stúss sem tengist bílnum mínum. Ertu A eða B týpa? Ég er A og B týpa. Finnst gott að sofa út en elska líka að vakna snemma og eiga rólega morgna. Get vakað ef stemmningin er þannig en það er líka fátt betra en sofna snemma á sófanum. Jákvæð, hugrökk og hreinskilin eru þau þrjú orð sem Særún notar til þess að lýsa sér. Hvernig viltu eggin þín? Fer eftir skapinu. Hvernig viltu kaffið þitt? Kaffi er ekki bara kaffi. Svart og sykurlaust úr moka könnu heima en tvöfaldur cappucino á kaffihúsi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Fullkomið kvöld myndi byrja rólega á Kalda og svo væri mér sópað út við lokun á KIKI. Ertu með einhvern bucket lista? Ekki beint en reyni reglulega að ögra mér og prófa nýja hluti. Draumastefnumótið? Allt annað en þetta ,,hefðbundna”. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Mjög lengi söng ég í Aðfangadagskvöld með Þú og ég „Er eldvarnarhátíðin mest” og finnst það eiginlega bara passa betur en „er enn barnahátíðin mest”. Annars er ég með fullkomnunaráráttu hvað texta varðar og gúgla þá oft til að vera viss. Áður en hægt var að gúgla þá sat ég marga klukkutíma, hlustaði aftur og aftur og skrifaði þá niður. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Var að klára seríu 2 tvö af norsku Exit. Hvaða bók lastu síðast? Nýbúin með Blóðberg eftir Þóru Karítas Árnadóttur. Er samt meira á Storytel þessa dagana. Hvað er Ást? Ást er ólýsanleg tilfinning. Særún er mjög lífsglöð og segist hún reglulega reyna að ögra sér og prófa nýja hluti. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Særúnu er bent á Instagram prófílinn hennar hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Samskipti og samskiptaleiðir hafa breyst á mjög skömmum tíma og í dag eru samskipti á rafrænu formi stór hluti af daglegu lífi okkar flestra. Hvort sem það eru samskipti við maka, fjölskyldumeðlimi, vini eða vinnufélaga. 13. mars 2021 20:57 Spurning vikunnar: Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Eitt af algengari vandamálum í samböndum er þegar annar aðilinn upplifir það að hann sé ekki metinn að sínum verðleikum og jafnvel tekið sem sjálfsögðum hlut. 12. mars 2021 08:00 Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ „Ég þori reyndar varla að taka það fram hér að ég sé nuddari en ég læt fylgja sögunni að ég hef átt flekklausan og perralausan nuddferil og ætla mér að halda því áfram,“ segir Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Einhleypa vikunnar. 28. febrúar 2021 19:53 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Særún er 38 ára einstæð móðir í fæðingarorlofi. Hún segist mikil félagsvera en kunni þó líka vel að meta það að hanga heima. Særún starfar sem sérkennslustjóri á leikskóla en er um þessar mundir í fæðingarorlofi. „Það styttist í að ég fari aftur að vinna sem sérkennslustjóri á leikskóla eftir eins árs fæðingarorlof. Þó svo að sonur minn sé einstaklega vel heppnaður þá verður tilbreytingin ágæt en ég er álíka spennt fyrir sumrinu og sumarfríinu. Allskonar skemmtilegt á planinu.“ Þegar Særún er spurð út í það hvernig það sé að vera einhleyp á tímum heimsfaraldurs segist hún ekki hafa haft tíma til að pæla í því. „Einn ellefu mánaða hefur átt mig skuldlaust síðustu mánuði. Mæli með því að eignast barn við upphaf heimsfaraldurs, það dreifir huganum talsvert frá þeim leiðindum.“ Spennt fyrir sumrinu. Hér fyrir neðan svarar Særún spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn? Særún Ósk Böðvarsdóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Sæja, er jafnvel meira notað en Særún. Stundum kölluð Sæsa eða Slæsa af nánustu vinum. Aldur í árum? 38 ára. Aldur í anda? Stundum finnst mér ég mun yngri en talan segir til um en get líka verið mjög gömul í mér. Menntun? Þroskaþjálfi með master í fötlunarfræði. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ekki bara sæt… Særún er greinilega mikill grallari og segist hún heillast að húmor, jákvæðni og lífsgleði. Guilty pleasure kvikmynd? Dirty Dancing. Það er svo margt rangt við hana en frá því að ég stalst til að horfa á hana sirka sjö ára hef ég elskað hana, sjóðheitan Swayze og soundtrackið. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var með celeb-blæti á háu stigi. Safnaði úrklippum í sérstaka bók og ætli Leonardo DiCaprio eigi ekki flestar síðurnar. Var mjög viss um að við ættum unaðslíf framundan saman. Verst að hann virðist ekki hafa fengið memóið. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Sek því miður. Aðallega þegar ég er að segja frá einhverjum gloríum sem ég hef gert. Syngur þú í sturtu? Auðvitað. Hljóma sjaldan eins vel og þar. Uppáhaldsappið þitt? Hið æsispennandi túrapp Clue elska ég mikið og mæli með. Eyði líka óhóflega miklum tíma á Instagram. Ranka stundum við mér þegar ég er komin djúpt í iður þess. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Ég er örugglega búin að prófa þau öll með svona líka góðum árangri, haha. Á í ástar- og haturssambandi við Tinder. Hef náð í það og eytt óteljandi sinnum. Nýbúin að eyða því enn einu sinni. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, hugrökk og hreinskilin. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Vinarækin, nagli og húmoristi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor, jákvæðni, lífsgleði og hreinskilni eru eiginleikar sem heilla mig. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Neikvæðni, óheiðarleiki og hroki eru hrikalega fráhrindandi. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri örugglega hæna. Það var engin tilviljun að ég framdi leiksigur sem slík í uppsetningu leikfélags MA á Animal farm um árið. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Michael Jackson, no shame. Hann er mitt elsta idol og ég þarf að yfirheyra hann. Díana prinsessa, til að heyra skúbbið um konungsfjölskylduna frá fyrstu hendi. Plús að þau hafa hist svo það verður ekkert vandræðalegt. James Corden myndi fullkomna tríóið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir eru eiginlega ekki svo leyndir lengur þar sem ég er mjög dugleg að sýna þá. Er frekar liðug og renni mér í splitt í tíma og ótíma. Er líka mjög tungulipur og get gert hnút á kirsuberjastöngul með tungunni, meira að segja tvo í einu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með mínu mikilvægasta fólki, elda eða baka, syngja með Kötlunum mínum og ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt stúss sem tengist bílnum mínum. Ertu A eða B týpa? Ég er A og B týpa. Finnst gott að sofa út en elska líka að vakna snemma og eiga rólega morgna. Get vakað ef stemmningin er þannig en það er líka fátt betra en sofna snemma á sófanum. Jákvæð, hugrökk og hreinskilin eru þau þrjú orð sem Særún notar til þess að lýsa sér. Hvernig viltu eggin þín? Fer eftir skapinu. Hvernig viltu kaffið þitt? Kaffi er ekki bara kaffi. Svart og sykurlaust úr moka könnu heima en tvöfaldur cappucino á kaffihúsi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Fullkomið kvöld myndi byrja rólega á Kalda og svo væri mér sópað út við lokun á KIKI. Ertu með einhvern bucket lista? Ekki beint en reyni reglulega að ögra mér og prófa nýja hluti. Draumastefnumótið? Allt annað en þetta ,,hefðbundna”. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Mjög lengi söng ég í Aðfangadagskvöld með Þú og ég „Er eldvarnarhátíðin mest” og finnst það eiginlega bara passa betur en „er enn barnahátíðin mest”. Annars er ég með fullkomnunaráráttu hvað texta varðar og gúgla þá oft til að vera viss. Áður en hægt var að gúgla þá sat ég marga klukkutíma, hlustaði aftur og aftur og skrifaði þá niður. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Var að klára seríu 2 tvö af norsku Exit. Hvaða bók lastu síðast? Nýbúin með Blóðberg eftir Þóru Karítas Árnadóttur. Er samt meira á Storytel þessa dagana. Hvað er Ást? Ást er ólýsanleg tilfinning. Særún er mjög lífsglöð og segist hún reglulega reyna að ögra sér og prófa nýja hluti. Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Særúnu er bent á Instagram prófílinn hennar hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Samskipti og samskiptaleiðir hafa breyst á mjög skömmum tíma og í dag eru samskipti á rafrænu formi stór hluti af daglegu lífi okkar flestra. Hvort sem það eru samskipti við maka, fjölskyldumeðlimi, vini eða vinnufélaga. 13. mars 2021 20:57 Spurning vikunnar: Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Eitt af algengari vandamálum í samböndum er þegar annar aðilinn upplifir það að hann sé ekki metinn að sínum verðleikum og jafnvel tekið sem sjálfsögðum hlut. 12. mars 2021 08:00 Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ „Ég þori reyndar varla að taka það fram hér að ég sé nuddari en ég læt fylgja sögunni að ég hef átt flekklausan og perralausan nuddferil og ætla mér að halda því áfram,“ segir Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Einhleypa vikunnar. 28. febrúar 2021 19:53 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Samskipti og samskiptaleiðir hafa breyst á mjög skömmum tíma og í dag eru samskipti á rafrænu formi stór hluti af daglegu lífi okkar flestra. Hvort sem það eru samskipti við maka, fjölskyldumeðlimi, vini eða vinnufélaga. 13. mars 2021 20:57
Spurning vikunnar: Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Eitt af algengari vandamálum í samböndum er þegar annar aðilinn upplifir það að hann sé ekki metinn að sínum verðleikum og jafnvel tekið sem sjálfsögðum hlut. 12. mars 2021 08:00
Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ „Ég þori reyndar varla að taka það fram hér að ég sé nuddari en ég læt fylgja sögunni að ég hef átt flekklausan og perralausan nuddferil og ætla mér að halda því áfram,“ segir Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Einhleypa vikunnar. 28. febrúar 2021 19:53