Vígamenn sagðir hafa afhöfðað ung börn Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 15:24 Mikill fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í norðurhluta Mósambík á undanförnum mánuðum og standa fjölmargir frammi fyrir hungursneyð. EPA/RICARDO FRANCO Hjálparsamtökin Save the Children segja vígamenn hafa afhöfðað börn í norðurhluta Mósambík. Það hafi þeir gert við allt að ellefu ára gömul börn. Þetta kemur fram í yfirlýsngu samtakanna sem byggir á viðtölum við fjölskyldur sem hafa flúið svæðið. Í skýrslunni segir að ástandið í héraðinu Cabo Delgado hafi farið mjög versnandi á undanförnu ári. Vígamenn geri sífellt fleiri árásir á þorp í héraðinu og fregnir hafi borist af grimmilegum morðum á börnum. Ein 28 ára gömul kona sem rætt var við sagði að tólf ára gamalt barn hennar hefði verið afhöfðað skammt frá þar sem hún var í felum með þrjú önnur börn sín. Það segir hún hafa gerst þegar vígamenn réðust á þorp hennar. Þeir hafi náð syni hennar þegar þau voru á flótta og myrt hann. Önnur kona segir vígamenn hafa ráðist á þorp hennar og myrt ellefu ára gamlan son hennar. Þá hafi hún og önnur börn hennar flúið til þorps föður hennar en nokkrum dögum síðar hafi vígamennirnir einnig ráðist á það. Í frétt BBC segir að 2.500 manns hafi fallið og um 700 þúsund hafi flúið heimili sín frá því vígamenn hófu árásir sínar í héraðinu árið 2017. Um er að ræða hryðjuverkasamtökin al-Shabab sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Það eru þó ekki samtökin í Sómalíu sem bera sama nafn og tengjast al-Qaeda. Chance Briggs, sem stýrir starfsemi Save the Children í Mósambík, segir starfsmenn samtakanna hafa brostið í grát vegna frásagna þeirra sem rætt var við. Þessi grimmilegu morð barna séu einstaklega ógeðfelldar. Hann segir mikla þörf á aðstoð fyrir fólk á svæðinu. Um það bil milljón manna standi frammi fyrir hungursneyði vegna átaka á svæðinu. Mósambík Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsngu samtakanna sem byggir á viðtölum við fjölskyldur sem hafa flúið svæðið. Í skýrslunni segir að ástandið í héraðinu Cabo Delgado hafi farið mjög versnandi á undanförnu ári. Vígamenn geri sífellt fleiri árásir á þorp í héraðinu og fregnir hafi borist af grimmilegum morðum á börnum. Ein 28 ára gömul kona sem rætt var við sagði að tólf ára gamalt barn hennar hefði verið afhöfðað skammt frá þar sem hún var í felum með þrjú önnur börn sín. Það segir hún hafa gerst þegar vígamenn réðust á þorp hennar. Þeir hafi náð syni hennar þegar þau voru á flótta og myrt hann. Önnur kona segir vígamenn hafa ráðist á þorp hennar og myrt ellefu ára gamlan son hennar. Þá hafi hún og önnur börn hennar flúið til þorps föður hennar en nokkrum dögum síðar hafi vígamennirnir einnig ráðist á það. Í frétt BBC segir að 2.500 manns hafi fallið og um 700 þúsund hafi flúið heimili sín frá því vígamenn hófu árásir sínar í héraðinu árið 2017. Um er að ræða hryðjuverkasamtökin al-Shabab sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Það eru þó ekki samtökin í Sómalíu sem bera sama nafn og tengjast al-Qaeda. Chance Briggs, sem stýrir starfsemi Save the Children í Mósambík, segir starfsmenn samtakanna hafa brostið í grát vegna frásagna þeirra sem rætt var við. Þessi grimmilegu morð barna séu einstaklega ógeðfelldar. Hann segir mikla þörf á aðstoð fyrir fólk á svæðinu. Um það bil milljón manna standi frammi fyrir hungursneyði vegna átaka á svæðinu.
Mósambík Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira