Vígamenn sagðir hafa afhöfðað ung börn Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 15:24 Mikill fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í norðurhluta Mósambík á undanförnum mánuðum og standa fjölmargir frammi fyrir hungursneyð. EPA/RICARDO FRANCO Hjálparsamtökin Save the Children segja vígamenn hafa afhöfðað börn í norðurhluta Mósambík. Það hafi þeir gert við allt að ellefu ára gömul börn. Þetta kemur fram í yfirlýsngu samtakanna sem byggir á viðtölum við fjölskyldur sem hafa flúið svæðið. Í skýrslunni segir að ástandið í héraðinu Cabo Delgado hafi farið mjög versnandi á undanförnu ári. Vígamenn geri sífellt fleiri árásir á þorp í héraðinu og fregnir hafi borist af grimmilegum morðum á börnum. Ein 28 ára gömul kona sem rætt var við sagði að tólf ára gamalt barn hennar hefði verið afhöfðað skammt frá þar sem hún var í felum með þrjú önnur börn sín. Það segir hún hafa gerst þegar vígamenn réðust á þorp hennar. Þeir hafi náð syni hennar þegar þau voru á flótta og myrt hann. Önnur kona segir vígamenn hafa ráðist á þorp hennar og myrt ellefu ára gamlan son hennar. Þá hafi hún og önnur börn hennar flúið til þorps föður hennar en nokkrum dögum síðar hafi vígamennirnir einnig ráðist á það. Í frétt BBC segir að 2.500 manns hafi fallið og um 700 þúsund hafi flúið heimili sín frá því vígamenn hófu árásir sínar í héraðinu árið 2017. Um er að ræða hryðjuverkasamtökin al-Shabab sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Það eru þó ekki samtökin í Sómalíu sem bera sama nafn og tengjast al-Qaeda. Chance Briggs, sem stýrir starfsemi Save the Children í Mósambík, segir starfsmenn samtakanna hafa brostið í grát vegna frásagna þeirra sem rætt var við. Þessi grimmilegu morð barna séu einstaklega ógeðfelldar. Hann segir mikla þörf á aðstoð fyrir fólk á svæðinu. Um það bil milljón manna standi frammi fyrir hungursneyði vegna átaka á svæðinu. Mósambík Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsngu samtakanna sem byggir á viðtölum við fjölskyldur sem hafa flúið svæðið. Í skýrslunni segir að ástandið í héraðinu Cabo Delgado hafi farið mjög versnandi á undanförnu ári. Vígamenn geri sífellt fleiri árásir á þorp í héraðinu og fregnir hafi borist af grimmilegum morðum á börnum. Ein 28 ára gömul kona sem rætt var við sagði að tólf ára gamalt barn hennar hefði verið afhöfðað skammt frá þar sem hún var í felum með þrjú önnur börn sín. Það segir hún hafa gerst þegar vígamenn réðust á þorp hennar. Þeir hafi náð syni hennar þegar þau voru á flótta og myrt hann. Önnur kona segir vígamenn hafa ráðist á þorp hennar og myrt ellefu ára gamlan son hennar. Þá hafi hún og önnur börn hennar flúið til þorps föður hennar en nokkrum dögum síðar hafi vígamennirnir einnig ráðist á það. Í frétt BBC segir að 2.500 manns hafi fallið og um 700 þúsund hafi flúið heimili sín frá því vígamenn hófu árásir sínar í héraðinu árið 2017. Um er að ræða hryðjuverkasamtökin al-Shabab sem hafa lýst yfir hollustu við Íslamska ríkið. Það eru þó ekki samtökin í Sómalíu sem bera sama nafn og tengjast al-Qaeda. Chance Briggs, sem stýrir starfsemi Save the Children í Mósambík, segir starfsmenn samtakanna hafa brostið í grát vegna frásagna þeirra sem rætt var við. Þessi grimmilegu morð barna séu einstaklega ógeðfelldar. Hann segir mikla þörf á aðstoð fyrir fólk á svæðinu. Um það bil milljón manna standi frammi fyrir hungursneyði vegna átaka á svæðinu.
Mósambík Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira