Reynsluboltinn afgreiddi Holland Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2021 18:57 Yilmaz fagnar aukaspyrnumarki sínu í kvöld en hann var lykillinn í sigri Tyrklands. Onur Coban/Getty Tyrkland vann 4-2 sigur á Hollandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM í Katar 2022. Burak Yilmaz gerði þrjú mörk fyrir heimamenn. Hinn 36 ára gamli Burak Yilmaz skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínút uer hann skoraði með táarsparki sem átti viðkomu í varnarmanni Hollands og þaðan í netið. 🧡 - Burak Yilmaz has now scored in 3 consecutive appearances against @OnsOranje. Turkey avoided defeat in both previous encounters in which Yilmaz scored. #TURNED #WorldCup2022— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 24, 2021 Tyrkir fengu svo vítaspyrnu á 36. mínútu. Owen Wijndal reyndist brotlegur og á punktinn steig áður nefndur Yilmaz. Hann skoraði örugglega framhjá Tim Krul í marki Hollands. Hollendingar héldu að þeir hefðu minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks er skalli Matthijs de Ligt dansaði á línunni. Inn fór boltinn þó ekki og 2-0 í hálfleik. Það voru þrjátíu sekúndur liðnar af síðari hálfleik er Hakan Calhanoglu skoraði með frábæru skoti og Frank de Boer og lærisveinar frá Hollandi komnir með bakið upp við vegg. 1961 – Turkey's 3-0 against the Netherlands after 46 minutes is the fastest against Oranje in a competitive game (excl. friendlies) since 1961, when they trailed 3-0 after 36 mins v Hungary. Shock. pic.twitter.com/ju4nU8qPkR— OptaJohan (@OptaJohan) March 24, 2021 Davy Klaassen minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir frábæra hreyfingu og staðan varð 3-2 tveimur mínútum síðar er annar varamaður, Luuk de Jong, skoraði. Burak Yilmaz fullkomnaði þrennuna níu mínútum fyrir leikslok með frábæru aukaspyrnumarki en ekki var allri dramatíkinn lokið. 3 - Burak Yilmaz is the first player with a hat-trick against the Netherlands since Klaus Allofs for Germany in 1980. Decisive. pic.twitter.com/8EQCF2uBiM— OptaJohan (@OptaJohan) March 24, 2021 Hollendingar fengu vítaspyrnu á 94. mínútu. Memphis Depay tók vítaspyrnuna en Ugurcan Cakir varði frá honum. Í riðlinum eru einnig Gíbraltar, Lettar, Svartfjallaland og Noregur. HM 2022 í Katar
Tyrkland vann 4-2 sigur á Hollandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM í Katar 2022. Burak Yilmaz gerði þrjú mörk fyrir heimamenn. Hinn 36 ára gamli Burak Yilmaz skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtándu mínút uer hann skoraði með táarsparki sem átti viðkomu í varnarmanni Hollands og þaðan í netið. 🧡 - Burak Yilmaz has now scored in 3 consecutive appearances against @OnsOranje. Turkey avoided defeat in both previous encounters in which Yilmaz scored. #TURNED #WorldCup2022— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 24, 2021 Tyrkir fengu svo vítaspyrnu á 36. mínútu. Owen Wijndal reyndist brotlegur og á punktinn steig áður nefndur Yilmaz. Hann skoraði örugglega framhjá Tim Krul í marki Hollands. Hollendingar héldu að þeir hefðu minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiks er skalli Matthijs de Ligt dansaði á línunni. Inn fór boltinn þó ekki og 2-0 í hálfleik. Það voru þrjátíu sekúndur liðnar af síðari hálfleik er Hakan Calhanoglu skoraði með frábæru skoti og Frank de Boer og lærisveinar frá Hollandi komnir með bakið upp við vegg. 1961 – Turkey's 3-0 against the Netherlands after 46 minutes is the fastest against Oranje in a competitive game (excl. friendlies) since 1961, when they trailed 3-0 after 36 mins v Hungary. Shock. pic.twitter.com/ju4nU8qPkR— OptaJohan (@OptaJohan) March 24, 2021 Davy Klaassen minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir frábæra hreyfingu og staðan varð 3-2 tveimur mínútum síðar er annar varamaður, Luuk de Jong, skoraði. Burak Yilmaz fullkomnaði þrennuna níu mínútum fyrir leikslok með frábæru aukaspyrnumarki en ekki var allri dramatíkinn lokið. 3 - Burak Yilmaz is the first player with a hat-trick against the Netherlands since Klaus Allofs for Germany in 1980. Decisive. pic.twitter.com/8EQCF2uBiM— OptaJohan (@OptaJohan) March 24, 2021 Hollendingar fengu vítaspyrnu á 94. mínútu. Memphis Depay tók vítaspyrnuna en Ugurcan Cakir varði frá honum. Í riðlinum eru einnig Gíbraltar, Lettar, Svartfjallaland og Noregur.