Með þessu áframhaldi mun Tesla afhenda um 740.000 bíla á árinu, um 250.000 fleiri bílar en í fyrra. Markmið Tesla hefur allataf verið að selja mikið magn bifreiða. Það er því klárt skref í þá átt að nálgast 1 milljón afhendra bíla á ári.
Til að setja þessar tölur í samhengi seldi General Motors 6,8 milljónir bíla í fyrra, rúmlega 13 sinnum meira en Tesla.
„Við erum innblásin að sjá góðar móttökur við Model Y í Kína og erum að að nálgast fulla framleiðslugetu hratt,“ sagði í yfirlýsingu frá Tesla.