„Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2021 13:31 Gunnar Smári Egilsson fer um víðan völl í samtali við Sölva Tryggvason. Gunnar Smári Egilsson er þrautreyndur blaðamaður, útgefandi og ritstjóri en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Í þættinum lýsir hann upphafsárum Fréttablaðsins og tímanum þegar Jón Ásgeir kom inn sem eigandi og blaðið náði hápunkti. „Þegar Morgunblaðið lenti í vandræðum á þriðja áratugnum í Reykjavík, fóru eigendurnir til kaupmanna og bentu þeim á að það væru sameiginlegir hagsmunir þeirra að blaðið myndi lifa. Þeir þyrftu að ná til almennings og kaupmennirnir sáu það og hentu peningum í Moggann til að þeir myndu lifa. Þegar við nálguðumst Jón Ásgeir var það á sömu forsendum. Ragnar Tómasson þekkti Jón og hann hefur lýst þessum fundi þannig að það hafi tekið Jón Ásgeir 2 mínútur að samþykkja þetta,” segir Gunnar Smári, sem segist ekki bjartsýnn á að Fréttablaðið lifi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á auglýsingamarkaði. „Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40 prósent á höfuðborgarsvæðinu.” Gunnar Smári segir að fjölmiðlaumhverfi Íslands hafi á vissan hátt breyst í valdatíð Davíðs Oddssonar. Illa nestaður „Davíð Oddsson upplifði að allt fjölmiðlaumhverfi landsins væri á móti honum, eins og Donald Trump, þeir byrja að koma sínu fólki inn í Ríkisútvarpið og frá 1991 hafa allir útvarpsstjórar farið þangað inn með samþykki Sjálfstæðisflokksins. Hannes Hólmsteinn sagði mér það og hreykti sér af því í kringum aldamótin að það hefði aldrei verið ráðinn maður inn á Ríkisútvarpið án þess að hann hefði blessað það. Þeir ætluðu ekki að lenda í því að þarna væru einhverjir kommúnistar. Svo var eitt trixið að sameina fréttastofur útvarpsins, sem var alltaf pínulítið til vinstri og fréttastofu sjónvarpsins.“ Í þættinum lýsir Gunnar Smári því meðal annars hvernig hann kom illa nestaður út úr æskunni. „Ég er alinn upp við fátækt, en líka alkóhólisma föður míns og ég er meira brenndur af því, heldur en fátæktinni. Eins og mörg börn sem alast upp í fátækt, áttar maður sig ekki á því hvað maður er fátækur. Ég man eftir skömm yfir því að eiga ekki ný föt og vera í bættum fötum af bræðrum mínum, í skóm með götum og að vera alltaf votur í fæturna. Ég kem út úr æskunni illa nestaður og með mikla skömm yfir bæði fátæktinni og sjúkdóm föður míns. En mér finnst það vera meira tengt alkóhólismanum, af því að ég var oft með föður mínum þegar hann var drukkinn og hefðu þurft að fá aðstoð, en fékk bara hlátur og fleira þess háttar. Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló og ég hef örugglega þróað með mér ótta við múginn út frá þessum atvikum. Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það og ég man eftir furðulegum senum, í bíói, Viðeyjarferjunni og tjaldi á Laugavatni. Ég held að ef fólk sæi 6-7 ára gamalt barn í þessum aðstæðum með foreldri sínu í dag myndi það koma og hjálpa. En á þessum tíma var þetta bara eins og heimilisofbeldi og fleira, þetta var bara einkamál.” Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, íslenska fjölmiðla í gegnum tíðina, samfélagsgerðina, fátækt á Íslandi og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Í þættinum lýsir hann upphafsárum Fréttablaðsins og tímanum þegar Jón Ásgeir kom inn sem eigandi og blaðið náði hápunkti. „Þegar Morgunblaðið lenti í vandræðum á þriðja áratugnum í Reykjavík, fóru eigendurnir til kaupmanna og bentu þeim á að það væru sameiginlegir hagsmunir þeirra að blaðið myndi lifa. Þeir þyrftu að ná til almennings og kaupmennirnir sáu það og hentu peningum í Moggann til að þeir myndu lifa. Þegar við nálguðumst Jón Ásgeir var það á sömu forsendum. Ragnar Tómasson þekkti Jón og hann hefur lýst þessum fundi þannig að það hafi tekið Jón Ásgeir 2 mínútur að samþykkja þetta,” segir Gunnar Smári, sem segist ekki bjartsýnn á að Fréttablaðið lifi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á auglýsingamarkaði. „Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40 prósent á höfuðborgarsvæðinu.” Gunnar Smári segir að fjölmiðlaumhverfi Íslands hafi á vissan hátt breyst í valdatíð Davíðs Oddssonar. Illa nestaður „Davíð Oddsson upplifði að allt fjölmiðlaumhverfi landsins væri á móti honum, eins og Donald Trump, þeir byrja að koma sínu fólki inn í Ríkisútvarpið og frá 1991 hafa allir útvarpsstjórar farið þangað inn með samþykki Sjálfstæðisflokksins. Hannes Hólmsteinn sagði mér það og hreykti sér af því í kringum aldamótin að það hefði aldrei verið ráðinn maður inn á Ríkisútvarpið án þess að hann hefði blessað það. Þeir ætluðu ekki að lenda í því að þarna væru einhverjir kommúnistar. Svo var eitt trixið að sameina fréttastofur útvarpsins, sem var alltaf pínulítið til vinstri og fréttastofu sjónvarpsins.“ Í þættinum lýsir Gunnar Smári því meðal annars hvernig hann kom illa nestaður út úr æskunni. „Ég er alinn upp við fátækt, en líka alkóhólisma föður míns og ég er meira brenndur af því, heldur en fátæktinni. Eins og mörg börn sem alast upp í fátækt, áttar maður sig ekki á því hvað maður er fátækur. Ég man eftir skömm yfir því að eiga ekki ný föt og vera í bættum fötum af bræðrum mínum, í skóm með götum og að vera alltaf votur í fæturna. Ég kem út úr æskunni illa nestaður og með mikla skömm yfir bæði fátæktinni og sjúkdóm föður míns. En mér finnst það vera meira tengt alkóhólismanum, af því að ég var oft með föður mínum þegar hann var drukkinn og hefðu þurft að fá aðstoð, en fékk bara hlátur og fleira þess háttar. Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló og ég hef örugglega þróað með mér ótta við múginn út frá þessum atvikum. Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það og ég man eftir furðulegum senum, í bíói, Viðeyjarferjunni og tjaldi á Laugavatni. Ég held að ef fólk sæi 6-7 ára gamalt barn í þessum aðstæðum með foreldri sínu í dag myndi það koma og hjálpa. En á þessum tíma var þetta bara eins og heimilisofbeldi og fleira, þetta var bara einkamál.” Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, íslenska fjölmiðla í gegnum tíðina, samfélagsgerðina, fátækt á Íslandi og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning