Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:31 Jamie Carragher og Gary Neville eru á sama máli um nýju ofurdeildina. epa/PETER POWELL Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. Í gær var greint frá því að tólf félög í Evrópu hefðu stofnað nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Fréttirnar vöktu mikil viðbrögð og þau neikvæðu hafa verið mun meira áberandi en þau jákvæðu. Carragher og Neville eru meðal þeirra sem eru ósáttir við nýju ofurdeildina og þeir sendu sínum eigin félögum, Liverpool og Manchester United, tóninn í gær. „Þetta er vandræðalegt fyrir Liverpool. Hugsið um allt fólkið sem kom á undan okkur hjá þessu félagi sem hefði fundist þetta jafn vandræðalegt,“ skrifaði Carragher á Twitter. What an embarrassment we ve become @LFC think of all the people who have come before us at this club who would be equally embarrassed as well. #SuperLeague https://t.co/zLxhNyeaXB— Jamie Carragher (@Carra23) April 18, 2021 Neville flutti svo mikla eldræðu á Sky Sports eftir leik United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið fordæmt og það skiljanlega. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United í fjörutíu ár en mér býður við þessu, sérstaklega hvað varðar United og Liverpool,“ sagði Neville. „Manchester United, stofnað af verkafólki á svæðinu, er að stofna deild án keppni þar sem þeir geta ekki einu sinni fallið. Þetta er til skammar. Það þarf að taka völdin af þessum stærstu félögum í deildinni, þar á meðal mínu félagi.“ | "I'm a #MUFC fan and I'm absolutely disgusted." | "They are an absolute joke."@GNev2 gives a brutally honest reaction to reports that England's biggest clubs are expected to be part of plans for a breakaway European Super League. pic.twitter.com/VfJccHgybc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 18, 2021 Neville hvatti til þess að ensku félögunum sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar yrði refsað. „Dragið af stig af þeim öllum á morgun. Sendið þau á botn deildarinnar og sektið þau. Í alvöru, við þurfum að stíga fast til jarðar. Þetta er glæpsamlegt gagnvart fótboltaaðdáendum í landinu,“ sagði Neville. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
Í gær var greint frá því að tólf félög í Evrópu hefðu stofnað nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Fréttirnar vöktu mikil viðbrögð og þau neikvæðu hafa verið mun meira áberandi en þau jákvæðu. Carragher og Neville eru meðal þeirra sem eru ósáttir við nýju ofurdeildina og þeir sendu sínum eigin félögum, Liverpool og Manchester United, tóninn í gær. „Þetta er vandræðalegt fyrir Liverpool. Hugsið um allt fólkið sem kom á undan okkur hjá þessu félagi sem hefði fundist þetta jafn vandræðalegt,“ skrifaði Carragher á Twitter. What an embarrassment we ve become @LFC think of all the people who have come before us at this club who would be equally embarrassed as well. #SuperLeague https://t.co/zLxhNyeaXB— Jamie Carragher (@Carra23) April 18, 2021 Neville flutti svo mikla eldræðu á Sky Sports eftir leik United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið fordæmt og það skiljanlega. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United í fjörutíu ár en mér býður við þessu, sérstaklega hvað varðar United og Liverpool,“ sagði Neville. „Manchester United, stofnað af verkafólki á svæðinu, er að stofna deild án keppni þar sem þeir geta ekki einu sinni fallið. Þetta er til skammar. Það þarf að taka völdin af þessum stærstu félögum í deildinni, þar á meðal mínu félagi.“ | "I'm a #MUFC fan and I'm absolutely disgusted." | "They are an absolute joke."@GNev2 gives a brutally honest reaction to reports that England's biggest clubs are expected to be part of plans for a breakaway European Super League. pic.twitter.com/VfJccHgybc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 18, 2021 Neville hvatti til þess að ensku félögunum sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar yrði refsað. „Dragið af stig af þeim öllum á morgun. Sendið þau á botn deildarinnar og sektið þau. Í alvöru, við þurfum að stíga fast til jarðar. Þetta er glæpsamlegt gagnvart fótboltaaðdáendum í landinu,“ sagði Neville.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira