„Ef Klopp fer munu stuðningsmenn Liverpool hrekja eigendurna í burtu á innan við viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og John W. Henry, eigandi félagsins. Jamie Carragher segir engan vafa liggja á því hvor þeirra sé kóngurinn hjá Liverpool. getty/Barrington Coombs Jamie Carragher segir að stuðningsmenn Liverpool muni hrekja eigendur félagsins á brott ef knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hættir. Liverpool er eitt þeirra tólf félaga sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Aðspurður í viðtali fyrir leikinn gegn Leeds United í gær kvaðst Klopp ekki vera alltof hrifinn af þessari nýju deild en hann hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher að stuðningsmenn Liverpool myndu taka til sinna ráða ef Klopp yfirgæfi félagið vegna þátttöku þess í ofurdeildinni. „Ef þessi maður færi frá Liverpool vegna þess eða lenti saman við eigendurna myndu stuðningsmenn Liverpool hrekja þá í burtu á innan við viku. Ég er handviss um það,“ sagði Carragher. „Þessi maður er sá valdamesti hjá félaginu. Það skal enginn halda að þótt Liverpool hafi átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og Klopp hafi verið pirraður í nokkrum viðtölum að það sé einn stuðningsmaður Liverpool sem vilji ekki hafa Klopp við stjórnvölinn næstu þrjú til fjögur árin.“ "If that man left #LFC over this, the supporters would have the owners out within a week."@Carra23 highlights the importance of Jurgen Klopp at Liverpool after the manager spoke out against the European Super League. pic.twitter.com/thTDKrCeug— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 20, 2021 Carragher segir að Liverpool sé sérstakt félag að því leyti hversu vinsæll stjóri þess er og í raun vinsælli en leikmennirnir. „Það eru ekki mörg félög þar sem stjórinn er alltaf guðinn, alltaf kóngurinn. Rafa [Benítez], [Bill] Shankly, [Bob] Paisley. Þetta snýst ekki um leikmennina. Þetta snýst allt um stjórann og verður alltaf þannig,“ sagði Carragher. „Það er ekki möguleiki að stuðningsmenn Liverpool myndu taka málsstað eiganda eða stjórnarformanns frekar en málstað stjórans, sérstaklega ekki stjóra sem er jafn valdamikill og farsæll og Jürgen Klopp.“ Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Diego Llorente jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok. Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30 Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55 Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Liverpool er eitt þeirra tólf félaga sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Aðspurður í viðtali fyrir leikinn gegn Leeds United í gær kvaðst Klopp ekki vera alltof hrifinn af þessari nýju deild en hann hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher að stuðningsmenn Liverpool myndu taka til sinna ráða ef Klopp yfirgæfi félagið vegna þátttöku þess í ofurdeildinni. „Ef þessi maður færi frá Liverpool vegna þess eða lenti saman við eigendurna myndu stuðningsmenn Liverpool hrekja þá í burtu á innan við viku. Ég er handviss um það,“ sagði Carragher. „Þessi maður er sá valdamesti hjá félaginu. Það skal enginn halda að þótt Liverpool hafi átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og Klopp hafi verið pirraður í nokkrum viðtölum að það sé einn stuðningsmaður Liverpool sem vilji ekki hafa Klopp við stjórnvölinn næstu þrjú til fjögur árin.“ "If that man left #LFC over this, the supporters would have the owners out within a week."@Carra23 highlights the importance of Jurgen Klopp at Liverpool after the manager spoke out against the European Super League. pic.twitter.com/thTDKrCeug— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 20, 2021 Carragher segir að Liverpool sé sérstakt félag að því leyti hversu vinsæll stjóri þess er og í raun vinsælli en leikmennirnir. „Það eru ekki mörg félög þar sem stjórinn er alltaf guðinn, alltaf kóngurinn. Rafa [Benítez], [Bill] Shankly, [Bob] Paisley. Þetta snýst ekki um leikmennina. Þetta snýst allt um stjórann og verður alltaf þannig,“ sagði Carragher. „Það er ekki möguleiki að stuðningsmenn Liverpool myndu taka málsstað eiganda eða stjórnarformanns frekar en málstað stjórans, sérstaklega ekki stjóra sem er jafn valdamikill og farsæll og Jürgen Klopp.“ Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Diego Llorente jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok.
Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30 Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55 Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30
Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55
Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08