Fóru út fyrir boxið og viðbrögðin lyginni líkust Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. apríl 2021 15:30 Steinunn Jakobsdóttir kynningarfulltrúi og fjölmiðlafulltrúi UNICEF á Íslandi. visir/vilhelm Verkefnið Veldu núna hefur vakið mikla athygli á Vísi síðustu daga en í þessum gagnvirka eltingarleik um götur Reykjavíkur gefst áhorfendum tækifæri á að stjórna atburðarrásinni með því að tala við snjalltækin sín. Í Veldu núna stjórna þátttakendur ákvörðunum Anítu Briem og Snorra Engilbertssonar í upplifun sem á sér engan líkan á heimsvísu. Hægt er að spila eltingarleikinn á íslensku, ensku og pólsku. Vildu fara út fyrir boxið Þetta gangvirka markaðsátak var unnið fyrir samtökin UNICEF á Íslandi og að því standa framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan, auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere og vefstofan Jökulá auk þess sem forritun var í höndum Hreins Beck. Tónsmíðar voru í höndum Kjartans Hólm en þeir Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, og Arnór Pálmi Arnarsson unnu handritið og leikstjórn var einnig í höndum Arnórs Pálma. Allir sem komu að verkefninu gáfu rausnarlegan afslátt af sinni vinnu. Vodafone er aðalstyrktaraðili markaðsátaksins og kostar birtingar og markaðssetningu. „Hugmyndin kviknaði þegar okkar fyrrum framkvæmdastjóri sem enn starfar hjá UNICEF, bara núna í New York, leitaði til okkar og spurði hvort við værum ekki til í að hjálpa þeim í Suður Ameríku að þróa nýja leið til að vekja athygli á baráttu UNICEF fyrir réttindum barna, leið sem væri óvenjuleg og „út fyrir boxið“. UNICEF á Íslandi fékk semsagt það hlutverk að þróa nýja nálgun í markaðssetningu og prófa útkomuna á Íslandi. Ef vel gengur verður hugmyndin nýtt hjá UNICEF alþjóðlega,“ segir Steinunn Jakobsdóttir fjölmiðlafulltrúi UNICEF á Íslandi í samtali við Vísi. Hún segir að viðbrögðin við herferðini hafi verið hreint út sagt lygileg. Þúsundir hafa heimsótt síðuna og tugir nýrra Heimsforeldra hafa bæst í hópinn. Skjáskot Sérstakur eftirlitsmaður í tökum „Tjarnagatan var fengin að borðinu mjög fljótlega enda hafa þau reynslu af því að gera dálítið öðruvísi átaksverkefni og framkvæma dálítið klikkaðar hugmyndir. Hann Einar Ben hjá Tjarnargötunni hafði þá sjálfur gegnið með slíka hugmynd í maganum frá árinu 2016 en tæknin var ekki kominn á þann stað sem hún er í dag á þeim tíma. Við hjá UNICEF og Tjarnargatan förum því í samstarf við Hrein Beck sem fór algjörlega ótroðnar slóðir í að forrita og smíða sérstakan talgreini fyrir þetta eina verkefni. Það lá síðan beint við að fá þá Ævar Þór og Arnór Pálma að borðinu til að vinna handritið og erum við alveg í skýjunum með útkomuna.“ Heimsfaraldurinn hafði töluverð áhrif á framkvæmd verkefnisins en allt gekk þó vel. „Það reyndi á eins og hjá öðrum vinnustöðum þar sem þurfa að eiga sér margir fundir og mörg samtöl með margar hugmyndir en þetta tókst ótrúlega vel þó að sumir hafi verið á ferð og flugi á meðan á fjarfundum stóð. Það var síðan sérstakur eftirlitsmaður á setti á tökudögunum og tryggði að öllum ströngustu reglum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir var framfylgt hverju sinni,“ segir Steinunn. Frá tökum fyrir verkefnið Veldu núnaVeldu núna Yfir 26 þúsund Heimsforeldrar „Á hverjum degi tökum við ótal ákvarðanir. Margar þeirra hafa engin áhrif á líf okkar eða annarra, eins og þær ákvarðanir sem áhorfandinn tekur í að stjórna eltingaleiknum. Síðasta ákvörðunin í leiknum hefur þó raunveruleg áhrif, í raunheimum, en það er sú ákvörðun að gerast Heimsforeldri og hjálpa UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, að berjast fyrir réttindum og velferð barna um allan heim“ segir um verkefnið. Á Íslandi eru yfir 26 þúsund Heimsforeldrar sem styðja baráttu UNICEF í hverjum mánuði með frjálsum framlögum og gera UNICEF þannig kleift að vera til staðar fyrir börn í mjög ólíkum aðstæðum, bregðast hratt og örugglega við á svæðum þar sem neyð brýst út og berjast fyrir réttindum barna þar sem þörfin er mest hverju sinni. „Við viljum að sjálfsögðu fyrst og fremst þakka öllum þeim fjölmörgu snillingum sem komu að þessu verkefni fyrir frábæra vegferð og fyrir að vera með hlaupaskóna fast reimaða núna síðustu daga enda gerðust hlutirnir hratt á síðustu metrunum. Það var líka svo fallegt að sjá hvað það fylgdi mikil ástríða þessu verkefni og allir tilbúnir að leggja sig 100% fram við að láta þetta ganga. Það er einmitt kjarninn í Heimsforeldrunum okkar, ástríða, að gera heiminn betri fyrir öll börn, hvar sem er í heiminum,“ segir Steinunn. Viðbrögðin hvetjandi Með átakinu Veldu núna vill UNICEF bjóða fleiri landsmönnum að velja að ganga í hópinn og á sama tíma vekja athygli á því hvernig Heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn allan ársins hring. „Þessi góðu viðbrögð skipta okkur miklu máli og hvetja okkur áfram. Aldrei hefur þörf fyrir stuðning til hjálparstarfs verið meiri en nú, þegar heimsfaraldur kórónaveirunnar bætist ofan á öll önnur verkefni hjálparsamtaka. Við hjá UNICEF á Íslandi erum innilega þakklát öllum þeim fjölmörgu Heimsforeldrum sem hjálpa okkur að berjast fyrir betri heimi fyrir börn á hverjum einasta degi og með þessari nýstárlegu tilraun okkar bætast vonandi fleiri Heimsforeldrar við í þann stórkostlega hóp,“ segir Steinunn að lokum. Þú getur hjálpað Anítu og Snorra að flýja undan illmennunum í Veldu núna hér. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Aníta Briem hundelt og þarf þína aðstoð Hulunni hefur verið svipt af glænýrri gagnvirkri upplifun sem ekki hefur sést áður á Íslandi, þar sem áhorfandinn talar við snjalltækið og hefur þannig bein áhrif á söguþráðinn. 20. apríl 2021 19:01 Fyrsta sýnishornið úr Veldu núna: „Allt saman mikið leyndarmál“ Í dag frumsýnum við á Vísi fyrstu stikluna fyrir Veldu núna. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en mikil leynd hefur hvílt yfir framleiðslu verkefnisins. 16. apríl 2021 12:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Í Veldu núna stjórna þátttakendur ákvörðunum Anítu Briem og Snorra Engilbertssonar í upplifun sem á sér engan líkan á heimsvísu. Hægt er að spila eltingarleikinn á íslensku, ensku og pólsku. Vildu fara út fyrir boxið Þetta gangvirka markaðsátak var unnið fyrir samtökin UNICEF á Íslandi og að því standa framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan, auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere og vefstofan Jökulá auk þess sem forritun var í höndum Hreins Beck. Tónsmíðar voru í höndum Kjartans Hólm en þeir Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, og Arnór Pálmi Arnarsson unnu handritið og leikstjórn var einnig í höndum Arnórs Pálma. Allir sem komu að verkefninu gáfu rausnarlegan afslátt af sinni vinnu. Vodafone er aðalstyrktaraðili markaðsátaksins og kostar birtingar og markaðssetningu. „Hugmyndin kviknaði þegar okkar fyrrum framkvæmdastjóri sem enn starfar hjá UNICEF, bara núna í New York, leitaði til okkar og spurði hvort við værum ekki til í að hjálpa þeim í Suður Ameríku að þróa nýja leið til að vekja athygli á baráttu UNICEF fyrir réttindum barna, leið sem væri óvenjuleg og „út fyrir boxið“. UNICEF á Íslandi fékk semsagt það hlutverk að þróa nýja nálgun í markaðssetningu og prófa útkomuna á Íslandi. Ef vel gengur verður hugmyndin nýtt hjá UNICEF alþjóðlega,“ segir Steinunn Jakobsdóttir fjölmiðlafulltrúi UNICEF á Íslandi í samtali við Vísi. Hún segir að viðbrögðin við herferðini hafi verið hreint út sagt lygileg. Þúsundir hafa heimsótt síðuna og tugir nýrra Heimsforeldra hafa bæst í hópinn. Skjáskot Sérstakur eftirlitsmaður í tökum „Tjarnagatan var fengin að borðinu mjög fljótlega enda hafa þau reynslu af því að gera dálítið öðruvísi átaksverkefni og framkvæma dálítið klikkaðar hugmyndir. Hann Einar Ben hjá Tjarnargötunni hafði þá sjálfur gegnið með slíka hugmynd í maganum frá árinu 2016 en tæknin var ekki kominn á þann stað sem hún er í dag á þeim tíma. Við hjá UNICEF og Tjarnargatan förum því í samstarf við Hrein Beck sem fór algjörlega ótroðnar slóðir í að forrita og smíða sérstakan talgreini fyrir þetta eina verkefni. Það lá síðan beint við að fá þá Ævar Þór og Arnór Pálma að borðinu til að vinna handritið og erum við alveg í skýjunum með útkomuna.“ Heimsfaraldurinn hafði töluverð áhrif á framkvæmd verkefnisins en allt gekk þó vel. „Það reyndi á eins og hjá öðrum vinnustöðum þar sem þurfa að eiga sér margir fundir og mörg samtöl með margar hugmyndir en þetta tókst ótrúlega vel þó að sumir hafi verið á ferð og flugi á meðan á fjarfundum stóð. Það var síðan sérstakur eftirlitsmaður á setti á tökudögunum og tryggði að öllum ströngustu reglum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir var framfylgt hverju sinni,“ segir Steinunn. Frá tökum fyrir verkefnið Veldu núnaVeldu núna Yfir 26 þúsund Heimsforeldrar „Á hverjum degi tökum við ótal ákvarðanir. Margar þeirra hafa engin áhrif á líf okkar eða annarra, eins og þær ákvarðanir sem áhorfandinn tekur í að stjórna eltingaleiknum. Síðasta ákvörðunin í leiknum hefur þó raunveruleg áhrif, í raunheimum, en það er sú ákvörðun að gerast Heimsforeldri og hjálpa UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, að berjast fyrir réttindum og velferð barna um allan heim“ segir um verkefnið. Á Íslandi eru yfir 26 þúsund Heimsforeldrar sem styðja baráttu UNICEF í hverjum mánuði með frjálsum framlögum og gera UNICEF þannig kleift að vera til staðar fyrir börn í mjög ólíkum aðstæðum, bregðast hratt og örugglega við á svæðum þar sem neyð brýst út og berjast fyrir réttindum barna þar sem þörfin er mest hverju sinni. „Við viljum að sjálfsögðu fyrst og fremst þakka öllum þeim fjölmörgu snillingum sem komu að þessu verkefni fyrir frábæra vegferð og fyrir að vera með hlaupaskóna fast reimaða núna síðustu daga enda gerðust hlutirnir hratt á síðustu metrunum. Það var líka svo fallegt að sjá hvað það fylgdi mikil ástríða þessu verkefni og allir tilbúnir að leggja sig 100% fram við að láta þetta ganga. Það er einmitt kjarninn í Heimsforeldrunum okkar, ástríða, að gera heiminn betri fyrir öll börn, hvar sem er í heiminum,“ segir Steinunn. Viðbrögðin hvetjandi Með átakinu Veldu núna vill UNICEF bjóða fleiri landsmönnum að velja að ganga í hópinn og á sama tíma vekja athygli á því hvernig Heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn allan ársins hring. „Þessi góðu viðbrögð skipta okkur miklu máli og hvetja okkur áfram. Aldrei hefur þörf fyrir stuðning til hjálparstarfs verið meiri en nú, þegar heimsfaraldur kórónaveirunnar bætist ofan á öll önnur verkefni hjálparsamtaka. Við hjá UNICEF á Íslandi erum innilega þakklát öllum þeim fjölmörgu Heimsforeldrum sem hjálpa okkur að berjast fyrir betri heimi fyrir börn á hverjum einasta degi og með þessari nýstárlegu tilraun okkar bætast vonandi fleiri Heimsforeldrar við í þann stórkostlega hóp,“ segir Steinunn að lokum. Þú getur hjálpað Anítu og Snorra að flýja undan illmennunum í Veldu núna hér.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Aníta Briem hundelt og þarf þína aðstoð Hulunni hefur verið svipt af glænýrri gagnvirkri upplifun sem ekki hefur sést áður á Íslandi, þar sem áhorfandinn talar við snjalltækið og hefur þannig bein áhrif á söguþráðinn. 20. apríl 2021 19:01 Fyrsta sýnishornið úr Veldu núna: „Allt saman mikið leyndarmál“ Í dag frumsýnum við á Vísi fyrstu stikluna fyrir Veldu núna. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en mikil leynd hefur hvílt yfir framleiðslu verkefnisins. 16. apríl 2021 12:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Aníta Briem hundelt og þarf þína aðstoð Hulunni hefur verið svipt af glænýrri gagnvirkri upplifun sem ekki hefur sést áður á Íslandi, þar sem áhorfandinn talar við snjalltækið og hefur þannig bein áhrif á söguþráðinn. 20. apríl 2021 19:01
Fyrsta sýnishornið úr Veldu núna: „Allt saman mikið leyndarmál“ Í dag frumsýnum við á Vísi fyrstu stikluna fyrir Veldu núna. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en mikil leynd hefur hvílt yfir framleiðslu verkefnisins. 16. apríl 2021 12:30