„Er að blæða út og svo hringir síminn við hliðina á viðkomandi og á honum stendur mamma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2021 07:00 Kristín hefur starfað sem læknir í áraraðir. Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir hefur í áraðir unnið við bráðalækningar bæði á Íslandi og erlendis. Kristín er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. „Maður fer í fagmennskuna í erfiðustu verkefnunum og skilur tilfinningarnar eftir. Maður dregur djúpt andann og fer bara í eitthvað flæði. Þú sérð ótrúlega hluti. Ég er með minningar af því að fara í slys þar sem manneskju er að blæða út og svo hringir síminn við hliðina á viðkomandi og á stendur stendur mamma. Eða maður horfir á einhvern á gangbraut eftir umferðarslys og sér blaðið sem manneskjan var nýbúin að kaupa sér til að lesa með kaffinu. Það eru mörg svona myndbrot sem ég hef innra með mér. Og þegar maður veit hvað það er hægt að hafa mikil áhrif á að koma í veg fyrir að svona lagað gerist, þá verður maður ástríðufullur í því,“ segir Kristín. Kristín segir að þegar fólk hafi unnið við bráðalækningar sjái það forvarnir í allt öðru ljósi, þar sem það hafi fengið svo mikla snertingu við alvarleg slys. „Ef þú myndir spyrja strákana mína, myndu þeir alveg örugglega staðfesta það. Ég er mjög hlynnt því að fólk lifi lífinu lifandi, af því að það meira heilsutjón að vera bara allan daginn heima í sófa heldur en að taka þátt í lífinu. En ef þú ferð út að taka þátt í lífinu getur þú slasað þig og ég held að við getum bætt okkur þegar kemur að ýmsum forvörnum. Tölfræðin segir að slysatíðni minnkar eftir því sem meira er gert í forvörnum, ekki síst þegar kemur að umferðarslysum.“ Skiptir máli að fá nægan tíma í náttúrunni Í þættinum ræða Sölvi og Kristín um heilsu og heilsuleysi í nútímanum. Kristín vill skilgreina skort á útiveru og tíma í náttúru sem kvilla. Hún segir það margar rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif náttúru að það sé full þörf á að koma mikilvægi þess inn í umræðuna. „Ég kalla þetta náttúruleysi, sem við ættum að horfa á með svipuðum augum og við horfum á hreyfingarleysi. Fólk hefur vitað þetta lengi, en vísindin voru svolítið lengi að taka við sér. En bara síðustu árin eru komnar fram meira en þúsund rannsóknir sem staðfesta mikilvægi náttúru á bæði andlega og líkamlega líðan okkar. Það skiptir okkur lífeðlisfræðilega máli að fá nægan tíma í náttúru. Ég vil kalla þetta náttúruleysi á íslenskunni. Mér finnst það ná vel utan um hugtakið nature deficit disorder.“ Kristín segir að eitt af því sem sé að valda mikilli kulnun hjá læknum, sé hve stór hluti af starfstímanum fari í allt aðra hluti en að lækna fólk. „Það er talað um að lágmarkstölurnar fyrir framan tölvu sé 50 prósent og sumir vilja meina að tími fyrir framan tölvu sé orðinn 70 prósent af tímanum í starfinu. Það var ekki þess vegna sem fólk fór í læknisfræði og þetta er eitt af því sem er að valda kulnun lækna. Þessi mikli tími í skráningar og fyrir framan skerm, í stað þess að vinna við að hjálpa fólki. Svo er alltaf ætlast til þess að hlaupið sé hraðar og hraðar þegar álagið eykst. Og það fer bara mjög illa með fólk að geta ekki sinnt vinnunni sinni eins vel og hægt er að gera. Það er oft talað um moral injury í því samhengi.“ Sjálft lenti Kristín í því að þurfa að hætta störfum á landsspítalanum eftir miklar rakaskemmdir og myglu í húsnæðinu. Orðin svo næm „Ég er mikill fighter og ákvað bara að tækla þetta eins og önnur verkefni í lífinu. Ég hef engan áhuga á að tala um eigin veikindi eða vandamál, en mér fannst ég verða að tala um þetta af því að það voru svo margir að glíma við þetta. Eftir að hafa kynnt mér þetta betur vildi ég fræða fólk um þau áhrif sem mygla getur haft á heilsu fólks. Það skorti líka þekkingu á þessu innan læknastéttarinnar. En ég var mjög heppin þegar ég veiktist af því að ég var svo hrikalega hraust fyrir,“ segir Kristín og bætir við að hún hafi stundum sagt við fólk að það þurfi að vera hraust til að þola að veikjast. „Ég hef séð þetta í gegnum árin í störfum mínum og fann það svo sannarlega á sjálfri mér. En það sem mér fannst kannski erfiðast að glíma við varðandi þessi veikindi var að ég var orðin svo næm að ég gat ekki farið á staði sem ég vildi og það gat ekki hver sem er komið í heimsókn. Og svo var náttúrulega hluti af fólki sem hélt að þetta væri bara í hausnum á mér. Ég vildi óska að þetta hefði bara verið í hausnum á mér, af því að þá hefði ég bara getað farið til geðlæknis og leitað mér hjálpar og ekki setið eftir með vefrænan skaða….en það var enginn sem lofaði okkur að lífið yrði auðvelt og við þurfum öll að takast á við alls konar hluti.“ Í þættinum ræða Sölvi og Kristín um lækningar og heilsu, mikilvægi þess að hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar mætist, lyklana að því að finna gleði og ástríðu og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Maður fer í fagmennskuna í erfiðustu verkefnunum og skilur tilfinningarnar eftir. Maður dregur djúpt andann og fer bara í eitthvað flæði. Þú sérð ótrúlega hluti. Ég er með minningar af því að fara í slys þar sem manneskju er að blæða út og svo hringir síminn við hliðina á viðkomandi og á stendur stendur mamma. Eða maður horfir á einhvern á gangbraut eftir umferðarslys og sér blaðið sem manneskjan var nýbúin að kaupa sér til að lesa með kaffinu. Það eru mörg svona myndbrot sem ég hef innra með mér. Og þegar maður veit hvað það er hægt að hafa mikil áhrif á að koma í veg fyrir að svona lagað gerist, þá verður maður ástríðufullur í því,“ segir Kristín. Kristín segir að þegar fólk hafi unnið við bráðalækningar sjái það forvarnir í allt öðru ljósi, þar sem það hafi fengið svo mikla snertingu við alvarleg slys. „Ef þú myndir spyrja strákana mína, myndu þeir alveg örugglega staðfesta það. Ég er mjög hlynnt því að fólk lifi lífinu lifandi, af því að það meira heilsutjón að vera bara allan daginn heima í sófa heldur en að taka þátt í lífinu. En ef þú ferð út að taka þátt í lífinu getur þú slasað þig og ég held að við getum bætt okkur þegar kemur að ýmsum forvörnum. Tölfræðin segir að slysatíðni minnkar eftir því sem meira er gert í forvörnum, ekki síst þegar kemur að umferðarslysum.“ Skiptir máli að fá nægan tíma í náttúrunni Í þættinum ræða Sölvi og Kristín um heilsu og heilsuleysi í nútímanum. Kristín vill skilgreina skort á útiveru og tíma í náttúru sem kvilla. Hún segir það margar rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif náttúru að það sé full þörf á að koma mikilvægi þess inn í umræðuna. „Ég kalla þetta náttúruleysi, sem við ættum að horfa á með svipuðum augum og við horfum á hreyfingarleysi. Fólk hefur vitað þetta lengi, en vísindin voru svolítið lengi að taka við sér. En bara síðustu árin eru komnar fram meira en þúsund rannsóknir sem staðfesta mikilvægi náttúru á bæði andlega og líkamlega líðan okkar. Það skiptir okkur lífeðlisfræðilega máli að fá nægan tíma í náttúru. Ég vil kalla þetta náttúruleysi á íslenskunni. Mér finnst það ná vel utan um hugtakið nature deficit disorder.“ Kristín segir að eitt af því sem sé að valda mikilli kulnun hjá læknum, sé hve stór hluti af starfstímanum fari í allt aðra hluti en að lækna fólk. „Það er talað um að lágmarkstölurnar fyrir framan tölvu sé 50 prósent og sumir vilja meina að tími fyrir framan tölvu sé orðinn 70 prósent af tímanum í starfinu. Það var ekki þess vegna sem fólk fór í læknisfræði og þetta er eitt af því sem er að valda kulnun lækna. Þessi mikli tími í skráningar og fyrir framan skerm, í stað þess að vinna við að hjálpa fólki. Svo er alltaf ætlast til þess að hlaupið sé hraðar og hraðar þegar álagið eykst. Og það fer bara mjög illa með fólk að geta ekki sinnt vinnunni sinni eins vel og hægt er að gera. Það er oft talað um moral injury í því samhengi.“ Sjálft lenti Kristín í því að þurfa að hætta störfum á landsspítalanum eftir miklar rakaskemmdir og myglu í húsnæðinu. Orðin svo næm „Ég er mikill fighter og ákvað bara að tækla þetta eins og önnur verkefni í lífinu. Ég hef engan áhuga á að tala um eigin veikindi eða vandamál, en mér fannst ég verða að tala um þetta af því að það voru svo margir að glíma við þetta. Eftir að hafa kynnt mér þetta betur vildi ég fræða fólk um þau áhrif sem mygla getur haft á heilsu fólks. Það skorti líka þekkingu á þessu innan læknastéttarinnar. En ég var mjög heppin þegar ég veiktist af því að ég var svo hrikalega hraust fyrir,“ segir Kristín og bætir við að hún hafi stundum sagt við fólk að það þurfi að vera hraust til að þola að veikjast. „Ég hef séð þetta í gegnum árin í störfum mínum og fann það svo sannarlega á sjálfri mér. En það sem mér fannst kannski erfiðast að glíma við varðandi þessi veikindi var að ég var orðin svo næm að ég gat ekki farið á staði sem ég vildi og það gat ekki hver sem er komið í heimsókn. Og svo var náttúrulega hluti af fólki sem hélt að þetta væri bara í hausnum á mér. Ég vildi óska að þetta hefði bara verið í hausnum á mér, af því að þá hefði ég bara getað farið til geðlæknis og leitað mér hjálpar og ekki setið eftir með vefrænan skaða….en það var enginn sem lofaði okkur að lífið yrði auðvelt og við þurfum öll að takast á við alls konar hluti.“ Í þættinum ræða Sölvi og Kristín um lækningar og heilsu, mikilvægi þess að hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar mætist, lyklana að því að finna gleði og ástríðu og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira