Lífið

Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Soffía hefur verið með vefsíðuna Skreytum hús í nokkur ár og einnig vinsæla Facebook-síðu undir sama nafni.
Soffía hefur verið með vefsíðuna Skreytum hús í nokkur ár og einnig vinsæla Facebook-síðu undir sama nafni.

Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði.

Sindri Sindrason ræddi við Soffíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og hitti hana á fallegu heimili hennar á Álftanesinu sem er einnig í raun tilraunastofan hennar.

Soffía er blómaskreytingarkona að mennt en hefur alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heimilinu. Hún segir að auðvelt sé að gera fallegt í kringum sig án þess að það kosti margar milljónir.

„Við erum að taka í gegn barnaherbergi, hjónaherbergi, unglingaherbergi og við tókum til að mynda Hlaðgerðakot í gegn til að gera þetta extra kósý,“ segir Soffía sem hefur verið með bloggsíðuna Skreytum hús í nokkur ár.

„Ég hef alltaf gengið út frá því sama í öll þessi ár. Ég geri falleg með því sem mér finnst fallegt og þá er mér nokk saman hvort ég kaupi það hér eða þar. Það má vera ódýrt og líka dýrt. Mér finnst að allir eigi að geta átt fallegt heimili burt sé frá kostnaði.“

Hér að neðan má sjá innslagið og spjallið við Soffíu í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.