Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 15:41 Lögregla gerði húsleit á heimili Luis Manuel Otero Alcántara í Havana í apríl. Honum var í reynd haldið í stofufangelsi þar en lögreglumenn eru einnig sagðir hafa fjarlægt eða eyðilagt listaverk hans. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. Luis Manuel Otero Alcántara leiðir San Isidro-hreyfinguna (SIM), hóp listamanna, blaðamanna og menntamanna sem berst fyrir tjáningarfrelsi og lýðræði á Kúbu. Kúbönsk stjórnvöld saka SIM um að vera handbendi Bandaríkjastjórnar sem grafi undan ríkisvaldinu en því hafna þau. Kommúnistastjórnin hneppti Otero Alcántara í stofufangelsi í reynd eftir að húsleit var gerð á heimili hans í síðasta mánuði. Hann hóf þá hungurverkfall til að krefjast þess að yfirvöld skiluðu honum listaverkum, greiddu honum bætur, virtu tjáningarfrelsi hans og að lögregla hætti að áreita hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögregla hafi þá vaktað heimili hans og ekki leyft neinum að koma þangað eða fara. Í gær var listamaðurinn svo fluttur á sjúkrahús, að sögn heilbrigðisyfirvalda í höfuðborginni Havana. Hann hafi ekki sýnt nein merki um vannæringu eða steinefnaskort en hann hafi engu að síður verið lagður inn á sjúkrahúsið. Hann sé við stöðuga heilsu. Félagar í SIM segja aftur á móti að Otero Alcántara hafi verið fluttur á sjúkrahúsið með valdi fyrir dagrenningu í gær. Þeir krefjast þess að yfirvöld leggi fram skýrar sannanir um að hann sé við góða heilsu. Samtökin setja spurningarmerki við að hann sé sagður við góða heilsu þrátt fyrir að hafa neitað sér um vott og þurrt í sjö daga. Fullyrða þau að undanfarna daga hafi Otero Alcántara sýnt einkenni um ofþornun, þar á meðal skæðan kviðverk. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist upplýsinga um hvar Otero Alcántara er niður kominn og að fjölskylda hans fái að heimsækja hann. Þá hafa bandarísk og evrópsk yfirvöld lýst áhyggjum af afdrifum hans. Kúba Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Luis Manuel Otero Alcántara leiðir San Isidro-hreyfinguna (SIM), hóp listamanna, blaðamanna og menntamanna sem berst fyrir tjáningarfrelsi og lýðræði á Kúbu. Kúbönsk stjórnvöld saka SIM um að vera handbendi Bandaríkjastjórnar sem grafi undan ríkisvaldinu en því hafna þau. Kommúnistastjórnin hneppti Otero Alcántara í stofufangelsi í reynd eftir að húsleit var gerð á heimili hans í síðasta mánuði. Hann hóf þá hungurverkfall til að krefjast þess að yfirvöld skiluðu honum listaverkum, greiddu honum bætur, virtu tjáningarfrelsi hans og að lögregla hætti að áreita hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögregla hafi þá vaktað heimili hans og ekki leyft neinum að koma þangað eða fara. Í gær var listamaðurinn svo fluttur á sjúkrahús, að sögn heilbrigðisyfirvalda í höfuðborginni Havana. Hann hafi ekki sýnt nein merki um vannæringu eða steinefnaskort en hann hafi engu að síður verið lagður inn á sjúkrahúsið. Hann sé við stöðuga heilsu. Félagar í SIM segja aftur á móti að Otero Alcántara hafi verið fluttur á sjúkrahúsið með valdi fyrir dagrenningu í gær. Þeir krefjast þess að yfirvöld leggi fram skýrar sannanir um að hann sé við góða heilsu. Samtökin setja spurningarmerki við að hann sé sagður við góða heilsu þrátt fyrir að hafa neitað sér um vott og þurrt í sjö daga. Fullyrða þau að undanfarna daga hafi Otero Alcántara sýnt einkenni um ofþornun, þar á meðal skæðan kviðverk. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist upplýsinga um hvar Otero Alcántara er niður kominn og að fjölskylda hans fái að heimsækja hann. Þá hafa bandarísk og evrópsk yfirvöld lýst áhyggjum af afdrifum hans.
Kúba Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira