Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 9-0 | Meistararnir sýndu fram á geigvænlegan mun Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 22:32 Agla María Albertsdóttir er í lykilhlutverki hjá Breiðabliki. vísir/vilhelm Liðunum er spáð 2. og 3. sæti í deildinni í sumar en himinn og haf var á milli þeirra í leiknum í kvöld og í raun afar ógvænlegt að hugsa til þess hve bilið virðist mikið. Breiðablik, sem hefur tekið miklum breytingum í vetur frá síðustu leiktíð, komst í 3-0 í fyrri hálfleik og Fylkiskonur voru aldrei líklegar til að svara fyrir sig. Í seinni hálfleiknum léku meistararnir sér hreinlega að Fylkisliðinu og undirstrikuðu að þrátt fyrir að Val sé spáð titlinum þá hefur engin úr græna hluta Kópavogs hug á neinu öðru en að verja titilinn. Nýju leikmennirnir með fimm mörk Breiðablik missti auðvitað stórkostlega leikmenn frá síðustu leiktíð en það er enn frábær kjarni af leikmönnum til staðar og þó að nýr maður standi í brúnni er enn keyrt á sömu gildum og hafa skilað Blikum svo góðum árangri á undanförnum árum. Nýir leikmenn hafa líka komið til að fylla í skörðin og fengu yfirdrifna draumabyrjun. Tiffany McCarty kom sér í mun fleiri færi en þetta eina sem hún skoraði úr, Karitas Tómasdóttir var frábær á miðjunni og skoraði gott skallamark, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir smellti boltanum í hornið og Birta Georgsdóttir náði að skora tvö mörk á þeim tuttugu mínútum sem hún spilaði. Tiffany og Karitas komu frá Selfossi í vetur, Birta frá FH og Þórdís frá KR eftir átta ára fjarveru úr Kópavoginum. Það munaði líka um það fyrir Blika að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir mætti til landsins um helgina, úr láni í Frakklandi, og stýrði ferðinni á miðjunni, og Agla María Albertsdóttir sýndi að allir andstæðingar Blika í sumar ættu að hafa áhyggjur, með frábærum leik. Áslaug Munda byrjar með látum eftir vonbrigðin Það var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem braut ísinn fyrir Breiðablik á 28. mínútu með hörkuskoti utan teigs. Eftir það, og í raun áður, var aldrei spurning hvernig færi. Áslaug Munda glímdi við meiðsli og Covid á síðustu leiktíð og þó að hún hafi fagnað Íslandsmeistaratitlinum var sú leiktíð vonbrigði fyrir hana persónulega. Þessi sparkvissa landsliðskona er því enn staðráðnari en aðrar í að taka sumarið með trompi og hún sýndi það í kvöld með því að skora meðal annars tvö mörk. Á meðan að allir leikmenn Breiðabliks geta litið stoltir á afrek kvöldsins þá var ekkert gott að frétta af Fylkisliðinu sem reyndi aldrei á Telmu Ívarsdóttur. Það er því ekkert hægt að segja um það núna hve verðugur arftaki Telma er eftir að Sonný Lára Þráinsdóttir lagði hanskana á hilluna í vetur. Af hverju vann Breiðablik? Liðið er með betri leikmenn en Fylkir í öllum stöðum og það sást bersýnilega. Fylkiskonur reyndu að spila boltanum frá aftasta manni gegn liði sem er bæði með doktorspróf í þeim fræðum og átti auðvelt með að pressa gestina í eintóm vandræði. Níu mörk gefa ágætismynd af muninum á liðunum í þessum leik. Hverjar stóðu upp úr? Blikaliðið allt átti mjög gott kvöld. Agla María var í lykilhlutverki í sóknarleiknum og Fylkisliðið réði ekkert við hana, og Andrea og Karitas drottnuðu gjörsamlega yfir miðjunni. Áslaug Munda var líka alltaf að reyna að búa eitthvað til og á eftir að valda varnarmönnum miklum hausverk í sumar. Hvað gekk illa? Hvað gekk ekki illa hjá Fylkisliðinu? Tinna Brá Magnúsdóttir var sett í afskaplega erfiða stöðu að spila sinn fyrsta leik í efstu deild gegn stórskotaliði Íslandsmeistaranna. Hún hefur eflaust aldrei haft eins mikið að gera í einum leik og réði ekki við verkefnið með þá litlu aðstoð sem hún fékk frá hriplekri og óöruggri vörninni. Tinna var alls ekki sú eina sem gerði slæm mistök í leiknum, María Eva Eyjólfsdóttir vill til dæmis eflaust gleyma leiknum sem fyrst, og hið unga lið Fylkis fékk alvöru lexíu. Hvað gerist næst? Breiðablik leikur næst gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á mánudag en Fylkiskonur fá tækifæri til að svara fyrir sig gegn nýliðum Tindastóls í Árbæ næsta þriðjudag. Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.vísir/Sigurjón Vilhjálmur: Sum mörkin voru svolítið skrýtin „Þetta gekk ótrúlega vel upp,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrsta deildarleik sinn með liðið. „Það var auðvitað svolítið stress í okkur í byrjun og við náðum ekki alveg að tengja saman sendingar, en mér fannst við vinna okkur í gegnum það með mikilli baráttu. Það skiptir miklu máli í fyrsta leik, þegar allir eru með mikinn fiðring í maganum. Við erum auðvitað með flott lið sem að getur spilað vel saman,“ sagði Vilhjálmur. En níu mörk gegn liðinu sem spáð er 3. sæti? Þetta eru rosalegar tölur… „Ég held að það sé nú ekkert að marka þessar tölur. Sum mörkin voru svolítið skrýtin. Aðalmálið er að fá góða byrjun og við höldum bara áfram, en þetta eru allt of háar tölur miðað við þessi tvö lið,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst þetta vera liðssigur. Það komu leikmenn inn á sem gerðu vel. Það var virkilega góð samstaða og allar að leggja sitt að mörkum. Þannig á þetta líka að vera og það á að vera erfitt að velja byrjunarliðið úr þessum hópi,“ sagði Vilhjálmur. Kjartan Stefánsson er þjálfari Fylkis Kjartan: Langaði að vinna þær með þeirra fótbolta „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis. Breiðablik komst í 3-0 í fyrri hálfleik og bætti svo við sex mörkum í seinni hálfleiknum án þess að Fylkir skapaði sér almennilegt færi. „Fyrsta markinu var ég svekktur yfir, sem kom eftir hratt innkast þar sem við vorum ekki einbeitt. Heppnismark númer tvö hjá þeim, og mark þrjú hefðum við alveg getað komið í veg fyrir. Við ætluðum að girða okkur í brók í hálfleik og gera betur en misstum allan takt,“ sagði Kjartan, bersýnilega svekktur yfir frammistöðu sinna kvenna: „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum hér á hliðarlínunni og við lærum af þessu – ég ætla að vona það,“ sagði Kjartan. „Ef að þú ætlar að fara í Blika til að vinna þá þá getur þú gert það á tvennan hátt. Annað hvort með því að pakka í vörn og gefa langar sendingar fram, eða reyna að gera það með þeirra fótbolta. Okkur langaði að gera það hér á þessum velli. Það fór illa, en þetta eru flottar stelpur og gott lið, og ég hef trú á að við stöndum sterkar í næsta leik,“ sagði Kjartan. „Þetta er ungt lið sem gerði svolítið af mistökum í dag. Mistök eru til að læra af. Við gerðum allar mistök í leiknum. Þær eru allar í þessu til að verða betri. Við vorum vissulega að spila við Íslandsmeistarana og þær voru góðar í dag og skoruðu glæsileg mörk. Þær sýndu akkúrat hvað þær eru góðar og við þurfum bara að læra af þessu,“ sagði Kjartan. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Fylkir
Liðunum er spáð 2. og 3. sæti í deildinni í sumar en himinn og haf var á milli þeirra í leiknum í kvöld og í raun afar ógvænlegt að hugsa til þess hve bilið virðist mikið. Breiðablik, sem hefur tekið miklum breytingum í vetur frá síðustu leiktíð, komst í 3-0 í fyrri hálfleik og Fylkiskonur voru aldrei líklegar til að svara fyrir sig. Í seinni hálfleiknum léku meistararnir sér hreinlega að Fylkisliðinu og undirstrikuðu að þrátt fyrir að Val sé spáð titlinum þá hefur engin úr græna hluta Kópavogs hug á neinu öðru en að verja titilinn. Nýju leikmennirnir með fimm mörk Breiðablik missti auðvitað stórkostlega leikmenn frá síðustu leiktíð en það er enn frábær kjarni af leikmönnum til staðar og þó að nýr maður standi í brúnni er enn keyrt á sömu gildum og hafa skilað Blikum svo góðum árangri á undanförnum árum. Nýir leikmenn hafa líka komið til að fylla í skörðin og fengu yfirdrifna draumabyrjun. Tiffany McCarty kom sér í mun fleiri færi en þetta eina sem hún skoraði úr, Karitas Tómasdóttir var frábær á miðjunni og skoraði gott skallamark, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir smellti boltanum í hornið og Birta Georgsdóttir náði að skora tvö mörk á þeim tuttugu mínútum sem hún spilaði. Tiffany og Karitas komu frá Selfossi í vetur, Birta frá FH og Þórdís frá KR eftir átta ára fjarveru úr Kópavoginum. Það munaði líka um það fyrir Blika að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir mætti til landsins um helgina, úr láni í Frakklandi, og stýrði ferðinni á miðjunni, og Agla María Albertsdóttir sýndi að allir andstæðingar Blika í sumar ættu að hafa áhyggjur, með frábærum leik. Áslaug Munda byrjar með látum eftir vonbrigðin Það var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem braut ísinn fyrir Breiðablik á 28. mínútu með hörkuskoti utan teigs. Eftir það, og í raun áður, var aldrei spurning hvernig færi. Áslaug Munda glímdi við meiðsli og Covid á síðustu leiktíð og þó að hún hafi fagnað Íslandsmeistaratitlinum var sú leiktíð vonbrigði fyrir hana persónulega. Þessi sparkvissa landsliðskona er því enn staðráðnari en aðrar í að taka sumarið með trompi og hún sýndi það í kvöld með því að skora meðal annars tvö mörk. Á meðan að allir leikmenn Breiðabliks geta litið stoltir á afrek kvöldsins þá var ekkert gott að frétta af Fylkisliðinu sem reyndi aldrei á Telmu Ívarsdóttur. Það er því ekkert hægt að segja um það núna hve verðugur arftaki Telma er eftir að Sonný Lára Þráinsdóttir lagði hanskana á hilluna í vetur. Af hverju vann Breiðablik? Liðið er með betri leikmenn en Fylkir í öllum stöðum og það sást bersýnilega. Fylkiskonur reyndu að spila boltanum frá aftasta manni gegn liði sem er bæði með doktorspróf í þeim fræðum og átti auðvelt með að pressa gestina í eintóm vandræði. Níu mörk gefa ágætismynd af muninum á liðunum í þessum leik. Hverjar stóðu upp úr? Blikaliðið allt átti mjög gott kvöld. Agla María var í lykilhlutverki í sóknarleiknum og Fylkisliðið réði ekkert við hana, og Andrea og Karitas drottnuðu gjörsamlega yfir miðjunni. Áslaug Munda var líka alltaf að reyna að búa eitthvað til og á eftir að valda varnarmönnum miklum hausverk í sumar. Hvað gekk illa? Hvað gekk ekki illa hjá Fylkisliðinu? Tinna Brá Magnúsdóttir var sett í afskaplega erfiða stöðu að spila sinn fyrsta leik í efstu deild gegn stórskotaliði Íslandsmeistaranna. Hún hefur eflaust aldrei haft eins mikið að gera í einum leik og réði ekki við verkefnið með þá litlu aðstoð sem hún fékk frá hriplekri og óöruggri vörninni. Tinna var alls ekki sú eina sem gerði slæm mistök í leiknum, María Eva Eyjólfsdóttir vill til dæmis eflaust gleyma leiknum sem fyrst, og hið unga lið Fylkis fékk alvöru lexíu. Hvað gerist næst? Breiðablik leikur næst gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á mánudag en Fylkiskonur fá tækifæri til að svara fyrir sig gegn nýliðum Tindastóls í Árbæ næsta þriðjudag. Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks.vísir/Sigurjón Vilhjálmur: Sum mörkin voru svolítið skrýtin „Þetta gekk ótrúlega vel upp,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrsta deildarleik sinn með liðið. „Það var auðvitað svolítið stress í okkur í byrjun og við náðum ekki alveg að tengja saman sendingar, en mér fannst við vinna okkur í gegnum það með mikilli baráttu. Það skiptir miklu máli í fyrsta leik, þegar allir eru með mikinn fiðring í maganum. Við erum auðvitað með flott lið sem að getur spilað vel saman,“ sagði Vilhjálmur. En níu mörk gegn liðinu sem spáð er 3. sæti? Þetta eru rosalegar tölur… „Ég held að það sé nú ekkert að marka þessar tölur. Sum mörkin voru svolítið skrýtin. Aðalmálið er að fá góða byrjun og við höldum bara áfram, en þetta eru allt of háar tölur miðað við þessi tvö lið,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst þetta vera liðssigur. Það komu leikmenn inn á sem gerðu vel. Það var virkilega góð samstaða og allar að leggja sitt að mörkum. Þannig á þetta líka að vera og það á að vera erfitt að velja byrjunarliðið úr þessum hópi,“ sagði Vilhjálmur. Kjartan Stefánsson er þjálfari Fylkis Kjartan: Langaði að vinna þær með þeirra fótbolta „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis. Breiðablik komst í 3-0 í fyrri hálfleik og bætti svo við sex mörkum í seinni hálfleiknum án þess að Fylkir skapaði sér almennilegt færi. „Fyrsta markinu var ég svekktur yfir, sem kom eftir hratt innkast þar sem við vorum ekki einbeitt. Heppnismark númer tvö hjá þeim, og mark þrjú hefðum við alveg getað komið í veg fyrir. Við ætluðum að girða okkur í brók í hálfleik og gera betur en misstum allan takt,“ sagði Kjartan, bersýnilega svekktur yfir frammistöðu sinna kvenna: „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum hér á hliðarlínunni og við lærum af þessu – ég ætla að vona það,“ sagði Kjartan. „Ef að þú ætlar að fara í Blika til að vinna þá þá getur þú gert það á tvennan hátt. Annað hvort með því að pakka í vörn og gefa langar sendingar fram, eða reyna að gera það með þeirra fótbolta. Okkur langaði að gera það hér á þessum velli. Það fór illa, en þetta eru flottar stelpur og gott lið, og ég hef trú á að við stöndum sterkar í næsta leik,“ sagði Kjartan. „Þetta er ungt lið sem gerði svolítið af mistökum í dag. Mistök eru til að læra af. Við gerðum allar mistök í leiknum. Þær eru allar í þessu til að verða betri. Við vorum vissulega að spila við Íslandsmeistarana og þær voru góðar í dag og skoruðu glæsileg mörk. Þær sýndu akkúrat hvað þær eru góðar og við þurfum bara að læra af þessu,“ sagði Kjartan.