Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 11:26 Nemendur í Xinjiang kllæða dúkkur í föt. Héraðið hefur á nokkrum árum farið úr því að vera með einhverja hæstu fæðingartíðni í Kína, í að vera með eina þá verstu. EPA-EFE/WU HONG Verulega hefur dregið úr fólksfjölgun í Kína og hefur 1,4 milljarða manna samfélagið þar verið að eldast töluvert. Víðsvegar um Kína er verið að hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang-héraði. Þar er þrýst á konur til að eignast færri börn og þær jafnvel þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir. Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“. Kína Mannréttindi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“.
Kína Mannréttindi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira