Komur barna á sjúkrahús vegna gleyptra segla fimmfaldast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 08:16 Segulleikföngin líta sakleysislega út en geta valdið miklum skaða í meltingarveginum og kviðarholinu. Á síðustu fimm árum hefur þeim tilvikum fjölgað fimmfalt í Lundúnum þar sem leitað er með börn á sjúkrahús eftir að þau hafa gleypt segla. Þá hefur komum á sjúkrahús vegna aðskotahluta í meltingarfærum fjölgað almennt. Í flestum tilvikum fara gleyptir aðskotahlutir í gegnum meltingarveginn og enda í salerninu án vandkvæða en þegar um er að ræða segla, tvo eða fleiri, geta þeir valdið alls kyns óskunda í kviðarholinu. Segla má nú finna víða, meðal annars í fjölda leikfanga. „Við sjáum afar sjaldan tvo segla; þeir eru yfirleitt fimm eða sex saman... væntanlega grípa börnin marga í einu. Ég held að mesti fjöldinn sem við höfum séð séu yfir tuttugu saman,“ segir Hemanshoo Thakkar, barnaskurðlæknir við Evelina London Children's Hospital. Thakkar nefnir sérstaklega eitt leikfang, sem er í raun ekkert nema samansafn smárra kúlusegla sem hægt er að setja saman á ýmsan máta. Hann segir hluta vandans óábyrga markaðssetningu, þar sem leikföngin eru auglýst án viðvarana. Frá janúar 2016 til desember 2020 fjölgaði tilvikum þar sem börn komu á sjúkrahús eftir að hafa gleypt aðskotahlut um 56 prósent. Á þessu tímabili var 251 barn lagt inn á barnaskurðdeildir í suðausturhluta Lundúna. Í 93 tilvikum var um að ræða smápeninga, 52 segla og 42 litlar rafhlöður. Árið 2016 voru fjögur börn lögð inn eftir að hafa gleypt segla en árið 2020 hafði þeim fjölgað í 25. Á þessum fimm árum þurfti að aðeins einu sinni að fjarlægja rafhlöðu með skurðaðgerð en seglarnir kröfðust aðgerða í 22 tilvikum af 52. Hjá sjúklingunum 251 komu upp vandkvæði hjá tíu og í átta tilvikum var um segla að ræða. Guardian greindi frá. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Í flestum tilvikum fara gleyptir aðskotahlutir í gegnum meltingarveginn og enda í salerninu án vandkvæða en þegar um er að ræða segla, tvo eða fleiri, geta þeir valdið alls kyns óskunda í kviðarholinu. Segla má nú finna víða, meðal annars í fjölda leikfanga. „Við sjáum afar sjaldan tvo segla; þeir eru yfirleitt fimm eða sex saman... væntanlega grípa börnin marga í einu. Ég held að mesti fjöldinn sem við höfum séð séu yfir tuttugu saman,“ segir Hemanshoo Thakkar, barnaskurðlæknir við Evelina London Children's Hospital. Thakkar nefnir sérstaklega eitt leikfang, sem er í raun ekkert nema samansafn smárra kúlusegla sem hægt er að setja saman á ýmsan máta. Hann segir hluta vandans óábyrga markaðssetningu, þar sem leikföngin eru auglýst án viðvarana. Frá janúar 2016 til desember 2020 fjölgaði tilvikum þar sem börn komu á sjúkrahús eftir að hafa gleypt aðskotahlut um 56 prósent. Á þessu tímabili var 251 barn lagt inn á barnaskurðdeildir í suðausturhluta Lundúna. Í 93 tilvikum var um að ræða smápeninga, 52 segla og 42 litlar rafhlöður. Árið 2016 voru fjögur börn lögð inn eftir að hafa gleypt segla en árið 2020 hafði þeim fjölgað í 25. Á þessum fimm árum þurfti að aðeins einu sinni að fjarlægja rafhlöðu með skurðaðgerð en seglarnir kröfðust aðgerða í 22 tilvikum af 52. Hjá sjúklingunum 251 komu upp vandkvæði hjá tíu og í átta tilvikum var um segla að ræða. Guardian greindi frá.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira