Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 3-1| Selfoss enn með fullt hús stiga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 19:07 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þriðja mark Selfyssinga. Vísir/Hulda Stjarnan sótti Selfoss heim í Pepsi Max deild kvenna í dag. Selfyssingar höfðu unnið báða leiki sína fram að þessu, en Stjarnan var enn í leit að sínum fyrsta sigri. Stjarnan þarf að bíða eitthvað lengur eftir honum, en heimakonur kláruðu góðan 3-1 sigur. Selfyssingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum nokkuð vel. Þær fengu nokkur ágætisfæri í upphafi leiks, en ekkert nógu gott til að gera sér mat úr því. Stjarnan fékk líka sín færi til að skora, en á 22. Mínútu tók Sædís Rún hornspyrnu sem fann kollinn á Betsy Doon Hassett. Skalli hennar endaði í þverslánni og datt fyrir Önnu Maríu Baldursdóttir sem skóflaði boltanum yfir fyrir opnu marki. Sjö mínútum síðar slapp Hildigunnur Ýr ein í gegn, en Guðný Geirsdóttir gerði mjög vel í að verja frá henni. Á 32. mínútu fengu Selfyssingar hornspyrnu. Anna María tók spyrnuna stutt, fékk boltann aftur og gaf hann fyrir. Boltinn sveif hátt og Chante Sandiford stökk upp til að grípa boltann. Benna Lovera stökk með henni, sem varð til þess að Chante náði ekki til boltans sem endaði í netinu og staðan orðin 1-0. Þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks, en þegar seinni hálfleikurinn var aðeins jsó mínútna gamall fóru Stjörnukonur í vel útfærða skyndisókn. Boltinn barst þá á Betsy Hassett sem kláraði færið vel og jafnaði metin. Tíu mínútum seinna fékk Brenna Lovera boltann úti á vinstri kanti. Hún fór illa með varnarmenn Stjörnunnar og átti svo frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Unni Dóru sem þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að stýra boltanum í netið. Á 66. mínútu gerði Hólmfríður Magnúsdóttir út um leikinn þegar hún fékk boltann á vítateigshorninu og hnitmiðað skot hennar fann netið í fjærhorninu. Fleiri urðu mörkin ekki, og Selfyssingar því áfram með fullt hús stiga eftir sterkan 3-1 sigur gegn Stjörnunni. Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar voru heilt yfir betri aðilinn og sigur þeirra var nokkuð verðskuldaður. Stjarnan fékk sín færi til að skora og hefðu líklega átt að gera betur í þeim. Á öðrum degi hefði þessi leikur getað endað með sigri Stjörnunnar, en til þess þarf að nýta færin sín. Hverjir stóðu upp úr? Brenna Lovera átti flottan leik í liði Selfyssinga og sýndi oft á tíðum frábæra takta. Bæði hún og Hólmfríður voru mjög ógnandi í dag. Guðný Geirsdóttir átti líka góðan dag í marki Selfyssinga og átti þrjár til fjórar flottar vörslur. Hvað gekk illa? Stjörnukonum gekk illa að nýta færin sín. Þær gerðu oft á tíðum vel í að skapa sér færi og búa til góðar stöður, en það vantaði herslumuninn til að binda endahnútinn á sóknirnar. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Akureyri þar sem að þær mæta Þór/KA klukkan 18:00 á miðvikudaginn. Klukkan 20:00 sama dag verður flautað til leiks í Laugardalnum þar sem Þróttur R. tekur á móti Selfossstelpum. Alfreð: Ég er bara tilfinningavera og tek þátt í leiknum á hliðarlínunni Alfreð Elías var brattur eftir sigur Selfyssinga.vísir/vilhelm „Ég er bara ótrúlega lukkulegur að hafa landað þessum erfiða sigri,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, eftir sigurinn í dag. „Það er auðvitað ótrúlega skemmtilegt að ná að tengja alla þessa þrjá sigra saman. Þetta er í fyrsta skipti í sögu klúbbsins sem Selfoss gerir það að vinna fyrstu þrjá leikina. Við vorum alveg meðvituð um það og við ætluðum að gera allt í okkar valdi til að ná þessum sigri.“ Selfyssingum gekk ekki nógu vel á heimavelli á seinasta tímabili og Alfreð segir það mikilvægt að vinna fyrsta heimaleikinn í ár. „Við fórum dálítið flatt á heimaleikjunum í fyrra og við vildum aðeins ná að bæta fyrir það og það tókst í dag.“ Alfreð lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag, en hann vildi fá vítaspyrnu í sitthvorum hálfleiknum. Hann segir þó að tilfinningarnar hafi haft mikið um það að segja. „Hann dæmdi þetta bara nokkuð vel. Ég er bara tilfinningavera og tek þátt í leiknum á hliðarlínunni,“ sagði Alfreð léttur. Selfyssingar heimsækja Þrótt á miðvikudaginn og Alfreð er meðvitaður um að það geti orðið erfiður leikur. „Mér lýst ágætlega á þann leik þrátt fyrir að Þróttararnir hafa alltaf verið okkur erfiðir. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Þrótt og það verður erfiður leikur. Við þurfum að nýta næstu daga vel því það er búið að vera mikið álag. Við erum búin að fara norður og til Keflavíkur þannig að það er mikið álag á leikmönnunum þannig að það var gott að geta útdeilt mínútunum á leikmenn í dag.“ Kristján: Kristján Guðmundsson var nokkuð sáttur við spilamennsku síns liðs þrátt fyrir tap.Vísir/Daníel „Mín fyrstu viðbrögð eftir þennan leik eru þau að við þurfum allt of mikið til til þess að skora mörk,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik dagsins. „Við hefðum getað verið yfir í hálfleik ef við hefðum bara verið einbeittari í færunum sem við fengum, og þau voru opin.“ Kristján var ekki sáttur með stóran hluta fyrri hálfleiks hjá sínu liði. „Fyrir utan upphafsspyrnuna og fyrstu sóknina okkar í leiknum, sem að við hefðum getað skorað úr, þá byrjum við leikinn mjög hikandi og gefum Selfyssingum stjórnina og þá fáum við þetta mark á okkur að lokum.“ „Eftir það kemur mjög góður kafli hjá okkur og þvílík færi. Þetta hefur verið svona í fyrstu þremur leikjunum að það hefur verið of erfitt fyrir okkur að skora.“ Markmaður Stjörnunnar, Chante Sandiford, var tekinn af velli í hálfleik eftir að hafa lent í samstuði um miðjan fyrri hálfleik. Kristján heldur þó að þetta sé ekkert alvarlegt. „Ég held að þetta sé bara eftir höggið. Það bara lamar vöðvann og húnn gat ekkert hreyft sig eðlilega þannig að hún þurfti að fara út af í hálfleik.“ Stjarnan mætir Þór/KA á útivelli í næstu umferð og Kristján vonast þar eftir fyrsta sigri sumarsins. „Við þurfum að sækja fyrsta sigurinn þar. Að þurfa að gera eitthvað í fótbolta er erfitt hugtak en við ætlum okkur ekki að vera svona neðarlega eins og við erum núna og það er kominn tími á það að við vinnum.“ „Til þess að vinna þá þurfum við að klára þessi færi sem við erum allavega enn þá að skapa okkur. Frammistaðan á köflum er allt í lagi og leikurinn er í þvílíku jafnvægi í stöðunni 1-1 í seinni hálfleik. Svo komu bara gæði þeirra framherja í ljós og þær kláruðu leikinn.“ Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan
Stjarnan sótti Selfoss heim í Pepsi Max deild kvenna í dag. Selfyssingar höfðu unnið báða leiki sína fram að þessu, en Stjarnan var enn í leit að sínum fyrsta sigri. Stjarnan þarf að bíða eitthvað lengur eftir honum, en heimakonur kláruðu góðan 3-1 sigur. Selfyssingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum nokkuð vel. Þær fengu nokkur ágætisfæri í upphafi leiks, en ekkert nógu gott til að gera sér mat úr því. Stjarnan fékk líka sín færi til að skora, en á 22. Mínútu tók Sædís Rún hornspyrnu sem fann kollinn á Betsy Doon Hassett. Skalli hennar endaði í þverslánni og datt fyrir Önnu Maríu Baldursdóttir sem skóflaði boltanum yfir fyrir opnu marki. Sjö mínútum síðar slapp Hildigunnur Ýr ein í gegn, en Guðný Geirsdóttir gerði mjög vel í að verja frá henni. Á 32. mínútu fengu Selfyssingar hornspyrnu. Anna María tók spyrnuna stutt, fékk boltann aftur og gaf hann fyrir. Boltinn sveif hátt og Chante Sandiford stökk upp til að grípa boltann. Benna Lovera stökk með henni, sem varð til þess að Chante náði ekki til boltans sem endaði í netinu og staðan orðin 1-0. Þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks, en þegar seinni hálfleikurinn var aðeins jsó mínútna gamall fóru Stjörnukonur í vel útfærða skyndisókn. Boltinn barst þá á Betsy Hassett sem kláraði færið vel og jafnaði metin. Tíu mínútum seinna fékk Brenna Lovera boltann úti á vinstri kanti. Hún fór illa með varnarmenn Stjörnunnar og átti svo frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Unni Dóru sem þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að stýra boltanum í netið. Á 66. mínútu gerði Hólmfríður Magnúsdóttir út um leikinn þegar hún fékk boltann á vítateigshorninu og hnitmiðað skot hennar fann netið í fjærhorninu. Fleiri urðu mörkin ekki, og Selfyssingar því áfram með fullt hús stiga eftir sterkan 3-1 sigur gegn Stjörnunni. Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar voru heilt yfir betri aðilinn og sigur þeirra var nokkuð verðskuldaður. Stjarnan fékk sín færi til að skora og hefðu líklega átt að gera betur í þeim. Á öðrum degi hefði þessi leikur getað endað með sigri Stjörnunnar, en til þess þarf að nýta færin sín. Hverjir stóðu upp úr? Brenna Lovera átti flottan leik í liði Selfyssinga og sýndi oft á tíðum frábæra takta. Bæði hún og Hólmfríður voru mjög ógnandi í dag. Guðný Geirsdóttir átti líka góðan dag í marki Selfyssinga og átti þrjár til fjórar flottar vörslur. Hvað gekk illa? Stjörnukonum gekk illa að nýta færin sín. Þær gerðu oft á tíðum vel í að skapa sér færi og búa til góðar stöður, en það vantaði herslumuninn til að binda endahnútinn á sóknirnar. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Akureyri þar sem að þær mæta Þór/KA klukkan 18:00 á miðvikudaginn. Klukkan 20:00 sama dag verður flautað til leiks í Laugardalnum þar sem Þróttur R. tekur á móti Selfossstelpum. Alfreð: Ég er bara tilfinningavera og tek þátt í leiknum á hliðarlínunni Alfreð Elías var brattur eftir sigur Selfyssinga.vísir/vilhelm „Ég er bara ótrúlega lukkulegur að hafa landað þessum erfiða sigri,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, eftir sigurinn í dag. „Það er auðvitað ótrúlega skemmtilegt að ná að tengja alla þessa þrjá sigra saman. Þetta er í fyrsta skipti í sögu klúbbsins sem Selfoss gerir það að vinna fyrstu þrjá leikina. Við vorum alveg meðvituð um það og við ætluðum að gera allt í okkar valdi til að ná þessum sigri.“ Selfyssingum gekk ekki nógu vel á heimavelli á seinasta tímabili og Alfreð segir það mikilvægt að vinna fyrsta heimaleikinn í ár. „Við fórum dálítið flatt á heimaleikjunum í fyrra og við vildum aðeins ná að bæta fyrir það og það tókst í dag.“ Alfreð lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag, en hann vildi fá vítaspyrnu í sitthvorum hálfleiknum. Hann segir þó að tilfinningarnar hafi haft mikið um það að segja. „Hann dæmdi þetta bara nokkuð vel. Ég er bara tilfinningavera og tek þátt í leiknum á hliðarlínunni,“ sagði Alfreð léttur. Selfyssingar heimsækja Þrótt á miðvikudaginn og Alfreð er meðvitaður um að það geti orðið erfiður leikur. „Mér lýst ágætlega á þann leik þrátt fyrir að Þróttararnir hafa alltaf verið okkur erfiðir. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Þrótt og það verður erfiður leikur. Við þurfum að nýta næstu daga vel því það er búið að vera mikið álag. Við erum búin að fara norður og til Keflavíkur þannig að það er mikið álag á leikmönnunum þannig að það var gott að geta útdeilt mínútunum á leikmenn í dag.“ Kristján: Kristján Guðmundsson var nokkuð sáttur við spilamennsku síns liðs þrátt fyrir tap.Vísir/Daníel „Mín fyrstu viðbrögð eftir þennan leik eru þau að við þurfum allt of mikið til til þess að skora mörk,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik dagsins. „Við hefðum getað verið yfir í hálfleik ef við hefðum bara verið einbeittari í færunum sem við fengum, og þau voru opin.“ Kristján var ekki sáttur með stóran hluta fyrri hálfleiks hjá sínu liði. „Fyrir utan upphafsspyrnuna og fyrstu sóknina okkar í leiknum, sem að við hefðum getað skorað úr, þá byrjum við leikinn mjög hikandi og gefum Selfyssingum stjórnina og þá fáum við þetta mark á okkur að lokum.“ „Eftir það kemur mjög góður kafli hjá okkur og þvílík færi. Þetta hefur verið svona í fyrstu þremur leikjunum að það hefur verið of erfitt fyrir okkur að skora.“ Markmaður Stjörnunnar, Chante Sandiford, var tekinn af velli í hálfleik eftir að hafa lent í samstuði um miðjan fyrri hálfleik. Kristján heldur þó að þetta sé ekkert alvarlegt. „Ég held að þetta sé bara eftir höggið. Það bara lamar vöðvann og húnn gat ekkert hreyft sig eðlilega þannig að hún þurfti að fara út af í hálfleik.“ Stjarnan mætir Þór/KA á útivelli í næstu umferð og Kristján vonast þar eftir fyrsta sigri sumarsins. „Við þurfum að sækja fyrsta sigurinn þar. Að þurfa að gera eitthvað í fótbolta er erfitt hugtak en við ætlum okkur ekki að vera svona neðarlega eins og við erum núna og það er kominn tími á það að við vinnum.“ „Til þess að vinna þá þurfum við að klára þessi færi sem við erum allavega enn þá að skapa okkur. Frammistaðan á köflum er allt í lagi og leikurinn er í þvílíku jafnvægi í stöðunni 1-1 í seinni hálfleik. Svo komu bara gæði þeirra framherja í ljós og þær kláruðu leikinn.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti