Mark Ruffalo aftur á bak stimplar sig inn af krafti Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 20:48 Frá vinstri: Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Eydís Egilsdóttir Kvaran, Guðný Margrét Eyjólfsdóttir, Iðunn Gígja Kristjánsdóttir og Sævar Andri Sigurðarson. facebook/músíktilraunir Hljómsveitin Ólafur Kram, sem sigraði Músíktilraunir í gær, leggur mikið upp úr textagerð og hefur gjarnan þann háttinn á lagasmíðinni að semja textann fyrst og síðan hljóðheim í kring um hann. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar voru enn að ná sér niður úr sigurvímunni þegar Vísir náði tali af þeim í dag. Músíktilraunir hafa lengi verið stökkpallur fyrir upprennandi tónlistarfólk á Íslandi og hafa margar af þekktustu hljómsveitum landsins hafið göngu sína með sigri í keppninni. Þar má nefna hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Botnleðju, Maus, Mínus, XXX Rottweiler hunda og hver veit nema nýjasta sigurvegarans Ólafs Kram verði innan nokkurra ára minnst sem eins þeirra bestu. Nafn hljómsveitarinnar greip strax áhuga blaðamannsins sem fékk útskýringu á því frá Iðunni Gígju Kristjánsdóttur, sem spilar á hljómborð og syngur fyrir hljómsveitina: „Þetta kom frá henni Birgittu Björg, sem spilar á trompet en hún fattaði það einn daginn að nafn leikarans Mark Ruffalo er Ólafur Kram aftur á bak.“ Hver elskar ekki Mark Ruffalo?getty/Steve Granitz Þegar svo merkilegar uppgötvanir eru gerðar verður að nýta þær sem best og var ákveðið að hér væri komið tilvalið nafn á íslenska hljómsveit. Meðlimir Ólafs Kram segjast þó ekki sérstakir aðdáendur Mark Ruffalo en eiga honum auðvitað öfugt nafnið að launa. Lærði á bassa fyrir hljómsveitina Hópurinn er tiltölulega ungur og samanstendur af þeim Birgittu Björg Guðmarsdóttur, sem spilar á trompet, Eydísi Egilsdóttur Kvaran rafmagnsgítarleikara, Guðnýju Margréti Eyjólfsdóttur rafmagnsbassaleikara, Iðunni Gígju Kristjánsdóttur hljómborðsleikara og Sævari Andra Sigurðarsyni trommuleikara. Auk hljóðfæraleiksins sjá stelpurnar allar um sönginn. Öll hafa þau stundað tónlistarnám að einhverju leyti þó Eydís hafi raunar lært á fiðlu en spili á annað strengjahljóðfæri fyrir hljómsveitina. Guðný Margrét lærði þá á harmóniku á barnsaldri en tók ákvörðun um að læra sérstaklega á rafmagnsbassa til að geta spilað í hljómsveitinni. Bandið tók til starfa vorið 2019 og hefur þegar gefið út tvö lög. Eydís segir að sex laga plata sé væntanleg á næstu vikum og þar megi finna hin útgefnu lög ómægad ég elska þig og Fjárhagslegt öryggi í nýjum búningi. „Þau eru búin að fá að þroskast og dafna síðan þau komu út,“ segir hún. Lögin samin í kring um texta Þegar Vísir ræddi við Eydísi og Iðunni í dag voru þær enn að átta sig á sigri gærkvöldsins. „Þetta er eiginlega alveg klikkað. Ég vaknaði í dag og hugsaði bara jæja hvað á maður nú að gera,“ sagði Iðunn og Eydís tók undir: „Þetta var svo mikil keyrsla í gær. Ég vaknaði og horfði á Da Vinci Code og er enn að reyna að melta þetta allt og átta mig á þessu.“ Hljómsveitin vann ekki aðeins aðalverðlaun Músíktilrauna í gær heldur var hún einnig verðlaunuð fyrir bestu textagerðina. Leggiði mikið upp úr textasmíði? „Já, algjörlega. Við yfirleitt byrjum á textanum og vinnum svo lögin út frá honum,“ segir Iðunn. „Meira að segja ef það er einhver smá hljómagangur á undan textanum þá er samt alltaf einhver hugmynd um hvað textinn á að snúast. Þetta er voðalega samtvinnað hjá okkur,“ bætir Eydís við. Hér má sjá keppni gærkvöldsins í heild sinni. Atriði Ólafs Kram hefst á mínútu 11:40. Ólafi líkt við Grýlurnar og Risaeðluna Sjálfar eiga þær erfitt með að setja tónlist Ólafs Kram undir hatt einhverrar einnar tónlistarstefnu. „Okkur hefur verið líkt við Grýlurnar og Risaeðluna og fleiri en við erum ekki bara í pönkinu… við getum verið dísætar inn á milli,“ segir Iðunn. „Já, hvert lag er með sitt konsept og síðan er samið í kring um það. Síðan myndar þetta allt saman stærri heild sem fellur kannski undir einhverja tónlistarstefnu eða er bara dálítið bland af öllu,“ segir Eydís. Og það er vonandi bjart fram undan hjá Ólafi. Sumarið er komið og gert er ráð fyrir að öllum takmörkunum á samkomum verði aflétt eftir mánuð. Samhliða útgáfu nýrrar plötu gæti Ólafur Kram því vel hugsað sér kröftugt tónleikahald en hljómsveitin hefur þegar verið bókuð á nokkra viðburði og kemur fram á tónlistarhátíðinni Hátíðni sem fer fram á Borðeyri í sumar. Músíktilraunir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Músíktilraunir hafa lengi verið stökkpallur fyrir upprennandi tónlistarfólk á Íslandi og hafa margar af þekktustu hljómsveitum landsins hafið göngu sína með sigri í keppninni. Þar má nefna hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Botnleðju, Maus, Mínus, XXX Rottweiler hunda og hver veit nema nýjasta sigurvegarans Ólafs Kram verði innan nokkurra ára minnst sem eins þeirra bestu. Nafn hljómsveitarinnar greip strax áhuga blaðamannsins sem fékk útskýringu á því frá Iðunni Gígju Kristjánsdóttur, sem spilar á hljómborð og syngur fyrir hljómsveitina: „Þetta kom frá henni Birgittu Björg, sem spilar á trompet en hún fattaði það einn daginn að nafn leikarans Mark Ruffalo er Ólafur Kram aftur á bak.“ Hver elskar ekki Mark Ruffalo?getty/Steve Granitz Þegar svo merkilegar uppgötvanir eru gerðar verður að nýta þær sem best og var ákveðið að hér væri komið tilvalið nafn á íslenska hljómsveit. Meðlimir Ólafs Kram segjast þó ekki sérstakir aðdáendur Mark Ruffalo en eiga honum auðvitað öfugt nafnið að launa. Lærði á bassa fyrir hljómsveitina Hópurinn er tiltölulega ungur og samanstendur af þeim Birgittu Björg Guðmarsdóttur, sem spilar á trompet, Eydísi Egilsdóttur Kvaran rafmagnsgítarleikara, Guðnýju Margréti Eyjólfsdóttur rafmagnsbassaleikara, Iðunni Gígju Kristjánsdóttur hljómborðsleikara og Sævari Andra Sigurðarsyni trommuleikara. Auk hljóðfæraleiksins sjá stelpurnar allar um sönginn. Öll hafa þau stundað tónlistarnám að einhverju leyti þó Eydís hafi raunar lært á fiðlu en spili á annað strengjahljóðfæri fyrir hljómsveitina. Guðný Margrét lærði þá á harmóniku á barnsaldri en tók ákvörðun um að læra sérstaklega á rafmagnsbassa til að geta spilað í hljómsveitinni. Bandið tók til starfa vorið 2019 og hefur þegar gefið út tvö lög. Eydís segir að sex laga plata sé væntanleg á næstu vikum og þar megi finna hin útgefnu lög ómægad ég elska þig og Fjárhagslegt öryggi í nýjum búningi. „Þau eru búin að fá að þroskast og dafna síðan þau komu út,“ segir hún. Lögin samin í kring um texta Þegar Vísir ræddi við Eydísi og Iðunni í dag voru þær enn að átta sig á sigri gærkvöldsins. „Þetta er eiginlega alveg klikkað. Ég vaknaði í dag og hugsaði bara jæja hvað á maður nú að gera,“ sagði Iðunn og Eydís tók undir: „Þetta var svo mikil keyrsla í gær. Ég vaknaði og horfði á Da Vinci Code og er enn að reyna að melta þetta allt og átta mig á þessu.“ Hljómsveitin vann ekki aðeins aðalverðlaun Músíktilrauna í gær heldur var hún einnig verðlaunuð fyrir bestu textagerðina. Leggiði mikið upp úr textasmíði? „Já, algjörlega. Við yfirleitt byrjum á textanum og vinnum svo lögin út frá honum,“ segir Iðunn. „Meira að segja ef það er einhver smá hljómagangur á undan textanum þá er samt alltaf einhver hugmynd um hvað textinn á að snúast. Þetta er voðalega samtvinnað hjá okkur,“ bætir Eydís við. Hér má sjá keppni gærkvöldsins í heild sinni. Atriði Ólafs Kram hefst á mínútu 11:40. Ólafi líkt við Grýlurnar og Risaeðluna Sjálfar eiga þær erfitt með að setja tónlist Ólafs Kram undir hatt einhverrar einnar tónlistarstefnu. „Okkur hefur verið líkt við Grýlurnar og Risaeðluna og fleiri en við erum ekki bara í pönkinu… við getum verið dísætar inn á milli,“ segir Iðunn. „Já, hvert lag er með sitt konsept og síðan er samið í kring um það. Síðan myndar þetta allt saman stærri heild sem fellur kannski undir einhverja tónlistarstefnu eða er bara dálítið bland af öllu,“ segir Eydís. Og það er vonandi bjart fram undan hjá Ólafi. Sumarið er komið og gert er ráð fyrir að öllum takmörkunum á samkomum verði aflétt eftir mánuð. Samhliða útgáfu nýrrar plötu gæti Ólafur Kram því vel hugsað sér kröftugt tónleikahald en hljómsveitin hefur þegar verið bókuð á nokkra viðburði og kemur fram á tónlistarhátíðinni Hátíðni sem fer fram á Borðeyri í sumar.
Músíktilraunir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira