Eiríkur biður Hallgrím afsökunar á að hafa sært hann Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 17:35 Hallgrímur fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæði sig afsökunar og það hefur Eiríkur nú gert. Menningarþátturinn Víðsjá hófst á óvenjulegum nótum í dag, á pistli annars umsjónarmanns sem bað rithöfundinn Hallgrím Helgason afsökunar. Verulegur skjálfti hefur verið undanfarna daga og vikur í menningargeiranum vegna væringa milli þessara tveggja, sem tilheyra hópi helstu menningarinnar mönnum landsins. Hallgrímur opnaði sig með það á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru, í kjölfar þess að Eiríkur lýsti yfir þar stuðningi við fórnarlömb ofbeldis að hann gæti trútt um talað. Sjálfur hafi Eiríkur sært sig með óvarlegum orðum sem hann viðhafði, þegar hann vitnaði fyrir sex árum í pistli sínum í alræmdan pistil Guðbergs Bergssonar sem hæddist af því sem þá var áberandi á bókamarkaði; skáldævisögunni. Ítrekaðar afsökunarbeiðnir duga ekki Guðni Tómasson samstarfsmaður Eiríks kynnti efni þáttarins og gaf svo Eiríki orðið: „Undanfarna daga hafa spunnist umræður á samfélagsmiðlum um pistil sem sá sem hér talar flutti hér í Víðsjá fyrir um það bil sex árum. Í pistlinum var meðal annars vikið að verki Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í Munchen, frá árinu 2015,“ sagði Eiríkur og hélt áfram lestri sínum. „Fljótlega eftir að ég flutti pistilinn barst mér til eyrna að orð mín hefðu sært Hallgrím. Það þótti mér afar leitt. Í kjölfarið ræddum við málið og ég hef síðan þá staðið í þeirri meiningu að við hefðum skilið sáttir enda hef ég aðeins átt vinsamleg samskipti við Hallgrím eftir að þetta gerðist. Af orðum hans nú nýverið, skrifum sem hann birti á Facebook, má ráða að ekki var nóg að gert. Pistill minn særði Hallgrím á sínum tíma og hann veldur honum sársauka enn þann dag í dag. Það er augljóst. Ég bað hann afsökunar fyrir fáeinum dögum og gat ekki skilið viðbragð hans við þeirri beiðni öðruvísi en þannig að henni hefði verið vel tekið.“ Fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæðist afsökunar Það dugði ekki til að sögn Eiríks og fram kemur að rithöfundurinn hafi farið þess á leit við sjálft Ríkisútvarpið að útvarpsmaðurinn bæði sig afsökunar. „En sársaukinn er enn til staðar og Hallgrímur hefur farið þess á leit við RÚV að ég biðjist afsökunar í útvarpi. Ég vil því nota þetta tækifæri hér á þessum vettvangi þar sem þetta mál hófst til að biðja Hallgrím aftur opinberlega afsökunar á þeim sársauka sem orð mín hafa valdið honum. Sú var auðvitað aldrei ætlunin. Ég bið Hallgrím Helgason í fullri einlægni afsökunar á þeim orðum mínum sem særðu hann. Og óska honum alls hins besta.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Bókmenntir Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Verulegur skjálfti hefur verið undanfarna daga og vikur í menningargeiranum vegna væringa milli þessara tveggja, sem tilheyra hópi helstu menningarinnar mönnum landsins. Hallgrímur opnaði sig með það á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru, í kjölfar þess að Eiríkur lýsti yfir þar stuðningi við fórnarlömb ofbeldis að hann gæti trútt um talað. Sjálfur hafi Eiríkur sært sig með óvarlegum orðum sem hann viðhafði, þegar hann vitnaði fyrir sex árum í pistli sínum í alræmdan pistil Guðbergs Bergssonar sem hæddist af því sem þá var áberandi á bókamarkaði; skáldævisögunni. Ítrekaðar afsökunarbeiðnir duga ekki Guðni Tómasson samstarfsmaður Eiríks kynnti efni þáttarins og gaf svo Eiríki orðið: „Undanfarna daga hafa spunnist umræður á samfélagsmiðlum um pistil sem sá sem hér talar flutti hér í Víðsjá fyrir um það bil sex árum. Í pistlinum var meðal annars vikið að verki Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í Munchen, frá árinu 2015,“ sagði Eiríkur og hélt áfram lestri sínum. „Fljótlega eftir að ég flutti pistilinn barst mér til eyrna að orð mín hefðu sært Hallgrím. Það þótti mér afar leitt. Í kjölfarið ræddum við málið og ég hef síðan þá staðið í þeirri meiningu að við hefðum skilið sáttir enda hef ég aðeins átt vinsamleg samskipti við Hallgrím eftir að þetta gerðist. Af orðum hans nú nýverið, skrifum sem hann birti á Facebook, má ráða að ekki var nóg að gert. Pistill minn særði Hallgrím á sínum tíma og hann veldur honum sársauka enn þann dag í dag. Það er augljóst. Ég bað hann afsökunar fyrir fáeinum dögum og gat ekki skilið viðbragð hans við þeirri beiðni öðruvísi en þannig að henni hefði verið vel tekið.“ Fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæðist afsökunar Það dugði ekki til að sögn Eiríks og fram kemur að rithöfundurinn hafi farið þess á leit við sjálft Ríkisútvarpið að útvarpsmaðurinn bæði sig afsökunar. „En sársaukinn er enn til staðar og Hallgrímur hefur farið þess á leit við RÚV að ég biðjist afsökunar í útvarpi. Ég vil því nota þetta tækifæri hér á þessum vettvangi þar sem þetta mál hófst til að biðja Hallgrím aftur opinberlega afsökunar á þeim sársauka sem orð mín hafa valdið honum. Sú var auðvitað aldrei ætlunin. Ég bið Hallgrím Helgason í fullri einlægni afsökunar á þeim orðum mínum sem særðu hann. Og óska honum alls hins besta.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Bókmenntir Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira