Enski boltinn

Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ofurdeildarævintýrið skammlífa kostaði ensku félögin háa fjárhæð.
Ofurdeildarævintýrið skammlífa kostaði ensku félögin háa fjárhæð. getty/Visionhaus

Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt frétt Sky fengu félögin, Manchester United og City, Liverpool, Tottenham, Arsenal og Chelsea, að meðaltali um 3,5 milljóna punda sekt fyrir þátttöku sína í Ofurdeildinni.

Í fréttinni kemur einnig fram að félög sem taka þátt í verkefni eins og Ofurdeildinni í framtíðinni geti átt von á því að fá rúmlega tuttugu milljóna punda sekt og eigi á hættu að þrjátíu stig verði dregin af þeim.

Tólf félög voru stofnmeðlimir Ofurdeildarinnar en nú standa aðeins þrjú eftir: Real Madrid, Barcelona og Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×