Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Tindastóll 2-1 | Fyrsti sigur Árbæinga Dagur Lárusson skrifar 10. júní 2021 20:00 Hulda Hrund [til hægri] skoraði fyrra mark Fylkis og kom að síðara marki liðsins. Vísir/Bára Dröfn Fylkir hafði betur gegn Tindastól í botnslag Pepsi Max deildar kvenna í kvöld en lokatölur voru 2-1 og var þetta fyrsti sigur Fylkis í deildinni. Fylkir var heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og var það fyrirliðinn Hulda Hrund sem var í algjöru lykilhlutverki í sóknarleiknum auk Shannon Simon. Fyrsta skot leiksins leit dagsins ljós á 3.mínútu en þá var það einmitt Hulda Hrund sem lét Amber í marki Tindastóls verja frá sér. Á 19.mínútu leiksins leit út fyrir að fyrsta markmið væri komið en þá var það Bryndís Arna sem kom boltanum í netið eftir undirbúning Shannon Simon en línuvörðurinn var með flaggið á lofti og markið því réttilega dæmt af. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar á 26.mínútu en þá var Hulda Hrund sem skoraði eftir frábæra sendingu inn fyrir vörnina og var staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir í Tindastól mættu öflugri til leiks í seinni hálfleikinn en það var hins vegar heimaliðið sem tvöfaldaði forystu sína á 55.mínútu með marki frá Shannon Simon, laglegt skallamark. Gestirnir neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn með marki frá Huldu Pálsdóttur á 88.mínútu. Það kom þó ekki annað mark í leikinn og lokatölur því 2-1 fyrir Fylki og fyrsti sigur liðsins í sumar því staðreynd. Af hverju vann Fylkir? Fylkir byrjaði leikinn af miklum krafti á meðan gestirnir virtust heldur kraftlausir. Hulda Hrund, Shannon og Bryndís áttu allar frábæran leik í framlínu Fylkis og léku á alls oddi og varnarmenn Tindastóls áttu á tímum erfitt með að halda í við þær. Það var því baráttuandi og léttleikandi spilamennska Fylkis sem skilaði sigri í dag. Hverjir stóðu upp úr? Framherjar Fylkis léku á alls oddi. Hulda Hrund skoraði fyrsta markið og gaf ekki tommu eftir allan leikinn og hjálpaði mikið til við varnarleikinn. Auk þess fiskaði hún hornspyrnuna sem gaf annað markið eftir laglega takta. Shannon Simon fékk boltann ótal sinnum á milli varnar og miðju hjá Tindastól og olli miklum usla með frábærum sendingum á samherja sína, til dæmis á Bryndísi í hennar marki sem var þó dæmt af vegna rangstöðu. Hvað fór illa? Það vantaði upp á baráttuna hjá Tindastól í kvöld eins og Guðni, þjálfari liðsins, nefndi í viðtali eftir leikinn. Baráttan var þó heldur meiri í seinni hálfleiknum en ekki nógu mikil til þess að fá eitthvað út úr leiknum. Hvað gerist næst? Stelpurnar í Tindastól halda suður með sjó og spila við Keflavík á HS Orku vellinum á laugardaginn á meðan Fylkis stelpur fara í heimsókn á Eimskipsvöllinn á mánudagskvöldið þar sem þær mæta Þrótti. Kjartan: Við erum búnar að bíða eftir þessu Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með 2-1 sigur síns liðs gegn Tindastól í Pepsi Maxi deild kvenna í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í sumar. „Ég er gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig, við erum búnar að bíða svolítið eftir þessu. Þetta kom í dag og við erum mjög ánægðar með það.“ „Lykilinn í dag var einfaldlega vinnusemi og einfaldlega koma boltanum í markið líklegast. Við þurfum að vísu heldur margar tilraunir. En við gerðum tvö og það dugði.“ Aðspurður út í planið fyrir leikinn þá sagði Kjartan að hann vildi að sitt lið myndi byrja af miklum krafti. „Við höfum nú reynt það í undanförnum leikjum að byrja af krafti og það svona tekist upp og ofan, en það tókst vel í dag og við sköpuðum okkur mörg færi,“ sagði Kjartan. Hulda Hrund átti frábæra frammistöðu í leiknum og var Kjartan sammála því. „Hulda var virkilega góð í dag og Shannon er einnig að koma skemmtilega inn í þetta hjá okkur og þetta vonandi fer bara allt að smella saman í þessa áttina,“ sagði Kjartan að lokum. Hulda Hrund: Vonandi náum við að byggja ofan á þetta „Ég er svo ánægð, vonandi náum við að byggja ofan á þetta,“ byrjaði Hulda Hrund, fyrirliði Fylkis, á að segja. Aðspurð út í lykilinn að sigrinum í kvöld talaði Hulda um svekkelsið frá síðasta leik við Stjörnuna. „Svekkelsið frá síðasta leik alveg klárlega. Það að hafa verið 1-0 yfir gegn Stjörnunni en síðan misst það niður var svo svekkjandi og við vildum læra af því. Þannig við skoruðum fyrsta markið í fyrri hálfleiknum og í seinni hálfleiknum vorum við staðráðnar í að klára þetta.“ „Við ætluðum bara að vinna. Það var mikið af skotum sem fóru reyndar ekki inn, en að lokum skilaði það sér í þessum tveimur mörkum sem við skoruðum.“ Hulda átti sjálf frábæran leik, skoraði eitt og átti þátt í seinna markinu en hún ítrekaði að það var liðsheildin sem skilaði sigrinum í kvöld. „Já ég er ánægð með mína frammistöðu, en það er liðsheildin og sigurinn sem skiptir mig öllu máli. Nú tökum við þessa baráttu yfir í næsta leik og höldum bara áfram,“ sagði Hulda Hrund að lokum, kampakát. Guðni Þór: Þegar við missum baráttuna þá missum við taktinn Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ósáttur í leikslok og fannst vanta upp á baráttuna í sínu liði. „Þetta er súrt, það er leiðinlegt að tapa. Mér fannst við hins vegar eiga meira skilið út úr leiknum ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleik og ég er stoltur af mínu liði í seinni hálfleiknum.“ Guðna fannst vanta upp á baráttuna inn á vellinum í fyrri hálfleiknum. „Það vantaði einfaldlega bara að vinna baráttuna inná vellinum sem er eitthvað sem við leggjum alltaf upp með og við erum mikið þekktar fyrir. Þegar við missum baráttuna þá náum við engum takti inn í okkar spil og því fór sem fór.“ Guðni vildi hins vegar einblína á jákvæðu punktana og var ánægður með frammistöðu síns liðs í seinni hálfleiknum. „Eins og ég segi þá var ég mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Mér fannst við koma vel inn og það var súrt að fá þetta mark á sig úr föstu leikatriði. Við fengum hins vegar nokkur dauðafæri, en hún varði vel í markinu. Súrt að ná ekki að pota inn jöfnunarmarkinu,“ sagði Guðni að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tindastóll
Fylkir hafði betur gegn Tindastól í botnslag Pepsi Max deildar kvenna í kvöld en lokatölur voru 2-1 og var þetta fyrsti sigur Fylkis í deildinni. Fylkir var heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og var það fyrirliðinn Hulda Hrund sem var í algjöru lykilhlutverki í sóknarleiknum auk Shannon Simon. Fyrsta skot leiksins leit dagsins ljós á 3.mínútu en þá var það einmitt Hulda Hrund sem lét Amber í marki Tindastóls verja frá sér. Á 19.mínútu leiksins leit út fyrir að fyrsta markmið væri komið en þá var það Bryndís Arna sem kom boltanum í netið eftir undirbúning Shannon Simon en línuvörðurinn var með flaggið á lofti og markið því réttilega dæmt af. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar á 26.mínútu en þá var Hulda Hrund sem skoraði eftir frábæra sendingu inn fyrir vörnina og var staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir í Tindastól mættu öflugri til leiks í seinni hálfleikinn en það var hins vegar heimaliðið sem tvöfaldaði forystu sína á 55.mínútu með marki frá Shannon Simon, laglegt skallamark. Gestirnir neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn með marki frá Huldu Pálsdóttur á 88.mínútu. Það kom þó ekki annað mark í leikinn og lokatölur því 2-1 fyrir Fylki og fyrsti sigur liðsins í sumar því staðreynd. Af hverju vann Fylkir? Fylkir byrjaði leikinn af miklum krafti á meðan gestirnir virtust heldur kraftlausir. Hulda Hrund, Shannon og Bryndís áttu allar frábæran leik í framlínu Fylkis og léku á alls oddi og varnarmenn Tindastóls áttu á tímum erfitt með að halda í við þær. Það var því baráttuandi og léttleikandi spilamennska Fylkis sem skilaði sigri í dag. Hverjir stóðu upp úr? Framherjar Fylkis léku á alls oddi. Hulda Hrund skoraði fyrsta markið og gaf ekki tommu eftir allan leikinn og hjálpaði mikið til við varnarleikinn. Auk þess fiskaði hún hornspyrnuna sem gaf annað markið eftir laglega takta. Shannon Simon fékk boltann ótal sinnum á milli varnar og miðju hjá Tindastól og olli miklum usla með frábærum sendingum á samherja sína, til dæmis á Bryndísi í hennar marki sem var þó dæmt af vegna rangstöðu. Hvað fór illa? Það vantaði upp á baráttuna hjá Tindastól í kvöld eins og Guðni, þjálfari liðsins, nefndi í viðtali eftir leikinn. Baráttan var þó heldur meiri í seinni hálfleiknum en ekki nógu mikil til þess að fá eitthvað út úr leiknum. Hvað gerist næst? Stelpurnar í Tindastól halda suður með sjó og spila við Keflavík á HS Orku vellinum á laugardaginn á meðan Fylkis stelpur fara í heimsókn á Eimskipsvöllinn á mánudagskvöldið þar sem þær mæta Þrótti. Kjartan: Við erum búnar að bíða eftir þessu Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með 2-1 sigur síns liðs gegn Tindastól í Pepsi Maxi deild kvenna í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í sumar. „Ég er gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig, við erum búnar að bíða svolítið eftir þessu. Þetta kom í dag og við erum mjög ánægðar með það.“ „Lykilinn í dag var einfaldlega vinnusemi og einfaldlega koma boltanum í markið líklegast. Við þurfum að vísu heldur margar tilraunir. En við gerðum tvö og það dugði.“ Aðspurður út í planið fyrir leikinn þá sagði Kjartan að hann vildi að sitt lið myndi byrja af miklum krafti. „Við höfum nú reynt það í undanförnum leikjum að byrja af krafti og það svona tekist upp og ofan, en það tókst vel í dag og við sköpuðum okkur mörg færi,“ sagði Kjartan. Hulda Hrund átti frábæra frammistöðu í leiknum og var Kjartan sammála því. „Hulda var virkilega góð í dag og Shannon er einnig að koma skemmtilega inn í þetta hjá okkur og þetta vonandi fer bara allt að smella saman í þessa áttina,“ sagði Kjartan að lokum. Hulda Hrund: Vonandi náum við að byggja ofan á þetta „Ég er svo ánægð, vonandi náum við að byggja ofan á þetta,“ byrjaði Hulda Hrund, fyrirliði Fylkis, á að segja. Aðspurð út í lykilinn að sigrinum í kvöld talaði Hulda um svekkelsið frá síðasta leik við Stjörnuna. „Svekkelsið frá síðasta leik alveg klárlega. Það að hafa verið 1-0 yfir gegn Stjörnunni en síðan misst það niður var svo svekkjandi og við vildum læra af því. Þannig við skoruðum fyrsta markið í fyrri hálfleiknum og í seinni hálfleiknum vorum við staðráðnar í að klára þetta.“ „Við ætluðum bara að vinna. Það var mikið af skotum sem fóru reyndar ekki inn, en að lokum skilaði það sér í þessum tveimur mörkum sem við skoruðum.“ Hulda átti sjálf frábæran leik, skoraði eitt og átti þátt í seinna markinu en hún ítrekaði að það var liðsheildin sem skilaði sigrinum í kvöld. „Já ég er ánægð með mína frammistöðu, en það er liðsheildin og sigurinn sem skiptir mig öllu máli. Nú tökum við þessa baráttu yfir í næsta leik og höldum bara áfram,“ sagði Hulda Hrund að lokum, kampakát. Guðni Þór: Þegar við missum baráttuna þá missum við taktinn Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ósáttur í leikslok og fannst vanta upp á baráttuna í sínu liði. „Þetta er súrt, það er leiðinlegt að tapa. Mér fannst við hins vegar eiga meira skilið út úr leiknum ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleik og ég er stoltur af mínu liði í seinni hálfleiknum.“ Guðna fannst vanta upp á baráttuna inn á vellinum í fyrri hálfleiknum. „Það vantaði einfaldlega bara að vinna baráttuna inná vellinum sem er eitthvað sem við leggjum alltaf upp með og við erum mikið þekktar fyrir. Þegar við missum baráttuna þá náum við engum takti inn í okkar spil og því fór sem fór.“ Guðni vildi hins vegar einblína á jákvæðu punktana og var ánægður með frammistöðu síns liðs í seinni hálfleiknum. „Eins og ég segi þá var ég mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Mér fannst við koma vel inn og það var súrt að fá þetta mark á sig úr föstu leikatriði. Við fengum hins vegar nokkur dauðafæri, en hún varði vel í markinu. Súrt að ná ekki að pota inn jöfnunarmarkinu,“ sagði Guðni að lokum.