Viðurkenna Suður-Íshafið sem heimshaf Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 13:01 Suður-Íshafið umvefur Suðurskautslandið. Hlutar þess hlýna nú afar hratt og eiga þátt í að bræða jökla sem ganga fram í sjó neðan frá. Vísir/EPA Suður-Íshafið í kringum Suðurskautslandið verður nú skráð sem fimmta heimshafið á kortum Landafræðifélags Bandaríkjanna í fyrsta skipti í meira en hundrað ára sögu þess. Fram að þessu hefur óeining ríkt um fjölda heimshafanna og félagið hefur aðeins viðurkennt fjögur. Ekki voru allir á einu máli um nafnið og ytri mörkin þegar Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) lagði til útlínur Suður-Íshafsins, hafsvæðis sem nær frá ströndum Suðurskautslandsins í suðri til 60 breiddargráðu suður í norðri árið 2000. Þess vegna hefur Landafræðifélagið (e. National Geographic Society) merkt hafið á kortum en alltaf með fyrirvara um að ekki séu allir sáttir við skilgreininguna. Nú hefur félagið ákveðið að viðurkenna Suður-Íshafið formlega. Samkvæmt því verða heimshöfin því fimm á kortum og kortaatlösum sem það gefur út: Norður-Íshafið, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður-Íshafið. „Fólk horfir til okkar um landfræðilegar staðreyndir: hversu margar heimsálfur, hversu mörg lönd, hversu mörg höf? Þar til nú höfum við sagt fjögur höf,“ segir Alex Tait, landfræðingur hjá félaginu, við Washington Post. Four oceans or five? It's #WorldOceansDay🌊 and National Geographic is making a change to recognize the Southern Ocean as a fifth official ocean in our atlases and maps! https://t.co/HSHRUAyWuE— National Geographic (@NatGeo) June 8, 2021 Ákvörðun félagsins er talin hafa mikil áhrif því að margir aðrir kortagerðarmenn fylgja fordæmi þess. Landafræðifélagið ætlar að halda sig við skilgreiningu IHO og miða við að Suður-Íshafið nái norður að sextugustu breiddargráðu suður. Drake-sund og Scotia-haf falla þannig fyrir utan Suður-Íshafið. Suður-Íshafið er sagt einkennast af öflugum pólhverfum hafstraumi sem streymir í kringum Suðurskautslandið í austur. Margir hafa heyrt talað um höfin sjö en það orðatiltæki á lítið skylt við formlega skilgreiningu á heimshöfunum. Í grein á Vísindavefnum kemur fram að talað hafi verið um sjö hóf í þúsundir ára á ólíkum menningarsvæðum í Evrópu. Stundum hafi verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafi höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þurfi ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni. Mörk Suður-Íshafsins eins og National Geographic Society skilgreinir þau.Matthew W. Chwastyk and Greg Ugiansky, NG Staff Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04 Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Ekki voru allir á einu máli um nafnið og ytri mörkin þegar Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) lagði til útlínur Suður-Íshafsins, hafsvæðis sem nær frá ströndum Suðurskautslandsins í suðri til 60 breiddargráðu suður í norðri árið 2000. Þess vegna hefur Landafræðifélagið (e. National Geographic Society) merkt hafið á kortum en alltaf með fyrirvara um að ekki séu allir sáttir við skilgreininguna. Nú hefur félagið ákveðið að viðurkenna Suður-Íshafið formlega. Samkvæmt því verða heimshöfin því fimm á kortum og kortaatlösum sem það gefur út: Norður-Íshafið, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður-Íshafið. „Fólk horfir til okkar um landfræðilegar staðreyndir: hversu margar heimsálfur, hversu mörg lönd, hversu mörg höf? Þar til nú höfum við sagt fjögur höf,“ segir Alex Tait, landfræðingur hjá félaginu, við Washington Post. Four oceans or five? It's #WorldOceansDay🌊 and National Geographic is making a change to recognize the Southern Ocean as a fifth official ocean in our atlases and maps! https://t.co/HSHRUAyWuE— National Geographic (@NatGeo) June 8, 2021 Ákvörðun félagsins er talin hafa mikil áhrif því að margir aðrir kortagerðarmenn fylgja fordæmi þess. Landafræðifélagið ætlar að halda sig við skilgreiningu IHO og miða við að Suður-Íshafið nái norður að sextugustu breiddargráðu suður. Drake-sund og Scotia-haf falla þannig fyrir utan Suður-Íshafið. Suður-Íshafið er sagt einkennast af öflugum pólhverfum hafstraumi sem streymir í kringum Suðurskautslandið í austur. Margir hafa heyrt talað um höfin sjö en það orðatiltæki á lítið skylt við formlega skilgreiningu á heimshöfunum. Í grein á Vísindavefnum kemur fram að talað hafi verið um sjö hóf í þúsundir ára á ólíkum menningarsvæðum í Evrópu. Stundum hafi verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafi höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þurfi ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni. Mörk Suður-Íshafsins eins og National Geographic Society skilgreinir þau.Matthew W. Chwastyk and Greg Ugiansky, NG Staff
Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04 Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04
Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09