Áfram unnið að uppbyggingu grunnþjónustu í Malaví Heimsljós 21. júní 2021 14:01 Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiskrifstofunnar í Malaví, og Charles Kalemba ráðuneytisstjóri í ráðuneytisstjóri í ráðuneyti sveitastjórnarmála í Malaví. Utanríkisráðuneytið Skrifað hefur verið undir samning um áframhaldandi stuðning Íslands við héraðsþróun í Malaví. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að framlengja stuðnings Íslands við héraðsþróun í Mangochi-héraði í Malaví til næstu tveggja ára. Skrifað var undir samning þess efnis í höfuðborginni Lilongve fyrir helgi. Um er að ræða framlengingu á verkefnastoðinni "Mangochi Basic Services Programme II 2017-2021" að upphæð sjö milljónum Bandaríkjadala frá 1. júlí 2021 til loka mars 2023. Helsti samstarfs- og framkvæmdaaðili er héraðsstjórn Mangochi héraðs. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongve skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands en Chancy Simwaka, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis Malaví, Charles Kalemba, ráðuneytisstjóri í ráðuneyti sveitastjórnarmála og Raphael Piringu, héraðsstjóri í Mangochi fyrir hönd Malaví. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um mikilvægan áfanga sé að ræða. „Þessi framlenging sýnir í verki það traust sem Ísland hefur til malavískra stjórnvalda og til héraðsstjórnar Mangochi eftir níu ára samstarfs. Ég sá með eigin augum í heimsókn minni til Malaví árið 2019 árangurinn af samstarfinu. Þannig hefur til að mynda hefur dregið úr mæðradauða um helming frá því það hófst, brottfall grunnskólabarna úr námi hefur minnkað og vatnsbornir sjúkdómar eins og kólera hafa nær horfið vegna umbóta í vatns og hreinlætismálum.“ Kristjana Sigurbjörnsdóttir sendiráðunautur ásamt fulltrúa malavískra stjórnvalda við undirritunina. „Í þessari framlengingu verður farið í mikilvægar framkvæmdir og má þar helst nefna að fæðingaþjónusta verður byggð og efld á afar afskekktu svæði héraðsins sem mun gjörbylta lífsgæðum fólks, sérstaklega verðandi mæðra og barna þeirra,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiskrifstofunnar í Lilongve. Yfirmarkmið verkefnisins, sem er stærsta þróunarsamvinnuframlag Íslands í landinu, er að styðja viðleitni stjórnvalda í Malaví og sérstaklega héraðsstjórnvalda í Mangochi til að bæta grunnþjónustu og félags- og efnahagsleg lífsskilyrði. Helstu verkþættir eru uppbygging í heilbrigðismálum, með áherslu á mæðra- og ungbarnaheilsu; uppbygging í grunnskólum, með áherslu á stuðning við yngsta aldursstigið; bætt aðgengi að hreinu vatni; hreinlætis- og salernismál; stuðningur við atvinnutækifæri og valdefling kvenna og ungmenna; og héraðsskrifstofuna með áherslu á deildir fjármála, framkvæmda, útboðs- og innkaupsmál og eftirlits. Verkefnastoðin er liður í þróunaráætlun Malaví og framkvæmd innan ramma tvíhliða samkomulags ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Malaví á sviði þróunarsamvinnu. Hún leggur jafnframt sinn skerf af mörkum til heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun, ekki síst til markmiðs nr. 3 um heilsu og vellíðan; markmiðs nr. 4 um menntun fyrir alla; markmiðs nr. 5 um jafnrétti kynjanna; og markmiðs nr. 6 um hreint vatn og salernisaðstöðu. Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum með því að styðja við áætlanir stjórnvalda í samstarfslöndunum um að draga úr fátækt. Malaví er í hópi fátækustu ríkja heims og hefur verið eitt helsta samstarfsland Íslands allt frá árinu 1989. Frá 2012 hefur verið lögð áhersla á héraðsnálgun í Malaví en þá var fyrst undirritaður samstarfssamningur við ráðuneyti sveitarstjórnarmála og héraðsstjórnvöld í Mangochi um eflingu grunnþjónustu í héraðinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að framlengja stuðnings Íslands við héraðsþróun í Mangochi-héraði í Malaví til næstu tveggja ára. Skrifað var undir samning þess efnis í höfuðborginni Lilongve fyrir helgi. Um er að ræða framlengingu á verkefnastoðinni "Mangochi Basic Services Programme II 2017-2021" að upphæð sjö milljónum Bandaríkjadala frá 1. júlí 2021 til loka mars 2023. Helsti samstarfs- og framkvæmdaaðili er héraðsstjórn Mangochi héraðs. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongve skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands en Chancy Simwaka, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis Malaví, Charles Kalemba, ráðuneytisstjóri í ráðuneyti sveitastjórnarmála og Raphael Piringu, héraðsstjóri í Mangochi fyrir hönd Malaví. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um mikilvægan áfanga sé að ræða. „Þessi framlenging sýnir í verki það traust sem Ísland hefur til malavískra stjórnvalda og til héraðsstjórnar Mangochi eftir níu ára samstarfs. Ég sá með eigin augum í heimsókn minni til Malaví árið 2019 árangurinn af samstarfinu. Þannig hefur til að mynda hefur dregið úr mæðradauða um helming frá því það hófst, brottfall grunnskólabarna úr námi hefur minnkað og vatnsbornir sjúkdómar eins og kólera hafa nær horfið vegna umbóta í vatns og hreinlætismálum.“ Kristjana Sigurbjörnsdóttir sendiráðunautur ásamt fulltrúa malavískra stjórnvalda við undirritunina. „Í þessari framlengingu verður farið í mikilvægar framkvæmdir og má þar helst nefna að fæðingaþjónusta verður byggð og efld á afar afskekktu svæði héraðsins sem mun gjörbylta lífsgæðum fólks, sérstaklega verðandi mæðra og barna þeirra,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiskrifstofunnar í Lilongve. Yfirmarkmið verkefnisins, sem er stærsta þróunarsamvinnuframlag Íslands í landinu, er að styðja viðleitni stjórnvalda í Malaví og sérstaklega héraðsstjórnvalda í Mangochi til að bæta grunnþjónustu og félags- og efnahagsleg lífsskilyrði. Helstu verkþættir eru uppbygging í heilbrigðismálum, með áherslu á mæðra- og ungbarnaheilsu; uppbygging í grunnskólum, með áherslu á stuðning við yngsta aldursstigið; bætt aðgengi að hreinu vatni; hreinlætis- og salernismál; stuðningur við atvinnutækifæri og valdefling kvenna og ungmenna; og héraðsskrifstofuna með áherslu á deildir fjármála, framkvæmda, útboðs- og innkaupsmál og eftirlits. Verkefnastoðin er liður í þróunaráætlun Malaví og framkvæmd innan ramma tvíhliða samkomulags ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Malaví á sviði þróunarsamvinnu. Hún leggur jafnframt sinn skerf af mörkum til heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun, ekki síst til markmiðs nr. 3 um heilsu og vellíðan; markmiðs nr. 4 um menntun fyrir alla; markmiðs nr. 5 um jafnrétti kynjanna; og markmiðs nr. 6 um hreint vatn og salernisaðstöðu. Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum með því að styðja við áætlanir stjórnvalda í samstarfslöndunum um að draga úr fátækt. Malaví er í hópi fátækustu ríkja heims og hefur verið eitt helsta samstarfsland Íslands allt frá árinu 1989. Frá 2012 hefur verið lögð áhersla á héraðsnálgun í Malaví en þá var fyrst undirritaður samstarfssamningur við ráðuneyti sveitarstjórnarmála og héraðsstjórnvöld í Mangochi um eflingu grunnþjónustu í héraðinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent