Volkswagen e-Up - Ekki snobbað fyrir einhverjum óþarfa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júní 2021 07:00 Volkswagen e-Up! Volkwagen e-Up er fimm dyra fjögurra manna rafborgarbíll sem er alveg eins og hefðbundinn Up, nema rafdrifinn. Það er meira að segja raunverulegur lykill sem þarf að snúa í einhverskonar sviss til að „setja í gang“ eða virkja bílinn. Hann er hressilega einfaldur og aðgengilegur. Útlit Bíllinn er frekar kassalaga. Það virðist koma til af því hann á að bjóða upp á frekar upprétta sætisstöðu og það þarf að reikna inn í dæmið nægjanlegt höfuðpláss fyrir sem flesta og svo er hann hannaður til að vera smábíll. Þar af leiðir er að hann er ekki langur og verður því fremur kassalaga. Hann hefur sígilt Volkswagen útlit, smekklegt, vandað og ekkert sem gæti verið fráhrindandi fyrir neinn. Ekkert að því, nema hvað að það eru engar áhættur teknar, allt spilað frekar öruggt. Aksturseiginleikar Bíllinn er léttur af rafbíl að vera og snöggur, upp í svona 60-70 km/klst. Ekki það að hann sé hægur frá 70-90 km/klst, hann er bara ekki eins snöggur, honum var að sjálfsögðu ekki ekið hraðar í reynsluakstrinum. Hann er lipur í akstri og ljúfur, það er ofboðslega gott að skjótast á honum. Amstur dagsins verður til þess að maður glotti yfir getu bílsins til að stinga sér, skjóta sér og sniglast eitthvað. Svo er ekki slæmt að leggja honum. Innra rými í e-Up. Skjárinn beint fyrir neðan baksýnisspegilinn er snjallsími, festur í snjallsímafestingu bílsins. Notagildi Bíllinn er lítill, honum var ætlað að vera lítill. Hann er þar af leiðandi ekki með stærsta skott sem finnst, fótaplássið er fínt miðað við stærðarflokk. Hann er auðvitað fjögurra manna sem er ákveðið strik í notagildis reikninginn. En hann er virkilega góður í annað, eins og að snattast. Þetta er ekki flutningabíll. Innra rými Áður hefur verið fjallað um að bíllinn sé hressilega einfaldur. Skjárinn er lítill og er ekki snertiskjár. Í ofanálag er lykill sem þarf að snúa eins og í sprengihreyfilsbílum framleiddum snemma á síðasta áratug. Innra rýmið er smekklegt og sama má segja um það og ytra byrði, hann er stílhreinn og engir sénsar teknir. E-Up veitir ekkert af armpúða. Hann er með haldara fyrir snjallsíma, svo að einhverju leyti má segja að hann geti verið með snertiskjá. Volkswagen e-Up stungið í hleðslu. Drægni og hleðsla Rafhlöðurnar í e-Up eru 32,3 kWh og 36,8 kWh. Þær koma bílnum 180-260 kílómetra miðað við uppgefnar tölur. Ekkert í reynsluakstrinum gefur tilefni til að efast um þessar tölur. Uppgefin hleðslutími frá tómum rafhlöðum og upp í 80% í DC hleðslu er 1 klst. Á AC er það 5 klst og 30 mínútur. Á venjulegri innstungu er hann 16 klst og 15 mínútur að hlaða sig alveg upp í 100% frá tómum rafhlöðum. Verð og samantekt Volkswagen e-Up! kostar frá 3.690.000kr. og upp í 3.990.000 kr. fyrir Style útgáfuna. E-Up er góður rafborgarbíll sem sinnir hlutverki sínu vel. Það er gaman að aka rafbíl sem er ekki með rafbílastæla. Bíllinn er bara bíll. Það er ekki verið að reyna að snobba fyrir fínu og flottu afþreyingar kerfi og einhverjum krúsidúllum sem eru skemmtilegar en í grunninn óþarfar, þegar markmiðið er að snattast frá A-B. Vistvænir bílar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
Útlit Bíllinn er frekar kassalaga. Það virðist koma til af því hann á að bjóða upp á frekar upprétta sætisstöðu og það þarf að reikna inn í dæmið nægjanlegt höfuðpláss fyrir sem flesta og svo er hann hannaður til að vera smábíll. Þar af leiðir er að hann er ekki langur og verður því fremur kassalaga. Hann hefur sígilt Volkswagen útlit, smekklegt, vandað og ekkert sem gæti verið fráhrindandi fyrir neinn. Ekkert að því, nema hvað að það eru engar áhættur teknar, allt spilað frekar öruggt. Aksturseiginleikar Bíllinn er léttur af rafbíl að vera og snöggur, upp í svona 60-70 km/klst. Ekki það að hann sé hægur frá 70-90 km/klst, hann er bara ekki eins snöggur, honum var að sjálfsögðu ekki ekið hraðar í reynsluakstrinum. Hann er lipur í akstri og ljúfur, það er ofboðslega gott að skjótast á honum. Amstur dagsins verður til þess að maður glotti yfir getu bílsins til að stinga sér, skjóta sér og sniglast eitthvað. Svo er ekki slæmt að leggja honum. Innra rými í e-Up. Skjárinn beint fyrir neðan baksýnisspegilinn er snjallsími, festur í snjallsímafestingu bílsins. Notagildi Bíllinn er lítill, honum var ætlað að vera lítill. Hann er þar af leiðandi ekki með stærsta skott sem finnst, fótaplássið er fínt miðað við stærðarflokk. Hann er auðvitað fjögurra manna sem er ákveðið strik í notagildis reikninginn. En hann er virkilega góður í annað, eins og að snattast. Þetta er ekki flutningabíll. Innra rými Áður hefur verið fjallað um að bíllinn sé hressilega einfaldur. Skjárinn er lítill og er ekki snertiskjár. Í ofanálag er lykill sem þarf að snúa eins og í sprengihreyfilsbílum framleiddum snemma á síðasta áratug. Innra rýmið er smekklegt og sama má segja um það og ytra byrði, hann er stílhreinn og engir sénsar teknir. E-Up veitir ekkert af armpúða. Hann er með haldara fyrir snjallsíma, svo að einhverju leyti má segja að hann geti verið með snertiskjá. Volkswagen e-Up stungið í hleðslu. Drægni og hleðsla Rafhlöðurnar í e-Up eru 32,3 kWh og 36,8 kWh. Þær koma bílnum 180-260 kílómetra miðað við uppgefnar tölur. Ekkert í reynsluakstrinum gefur tilefni til að efast um þessar tölur. Uppgefin hleðslutími frá tómum rafhlöðum og upp í 80% í DC hleðslu er 1 klst. Á AC er það 5 klst og 30 mínútur. Á venjulegri innstungu er hann 16 klst og 15 mínútur að hlaða sig alveg upp í 100% frá tómum rafhlöðum. Verð og samantekt Volkswagen e-Up! kostar frá 3.690.000kr. og upp í 3.990.000 kr. fyrir Style útgáfuna. E-Up er góður rafborgarbíll sem sinnir hlutverki sínu vel. Það er gaman að aka rafbíl sem er ekki með rafbílastæla. Bíllinn er bara bíll. Það er ekki verið að reyna að snobba fyrir fínu og flottu afþreyingar kerfi og einhverjum krúsidúllum sem eru skemmtilegar en í grunninn óþarfar, þegar markmiðið er að snattast frá A-B.
Vistvænir bílar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent